2024-04-05

Snowdrift at Hellisheiði │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Hellisheiði er heiði sunnan Henglafjalla, sem markast af Hurðaráss frá Núpafjalli, Hengladalaá í austri, en Litla- og Stóra-Skarðsmýrarfjalli í norðri. Í vestur nær hún að Reykjafelli og Lakahnúkum og í suður frá Hverahlíð að Hlíðarhorni og um Hurðarásvötn að Hurðarási. Kambar taka við þar sem hallar niður í Ölfus að austanverðu. Heiðin er víðast eldbrunnin og hraunin eru að mestu vaxin mosa og lyngi. Yngsta hraunið er talið hafa runnið frá 6 km langri sprungu árið 1000. Um Hellisheiði er fjallvegur milli Hveragerðar og Reykjarfells, sem Suðurlandsvegur (Þjóðvegur 1) liggur um. Heiðin er 374 metra há.

Vegur hefur legið um heiðina um aldir. Gamla hraungatan sem liggur yfir heiðina fór niður af henni vestan megin í Hellisskarði upp af Kolviðarhóli. Akvegur var fyrst gerður um heiðina um aldamótin 1900 og lá vegurinn þá niður af heiðinni austanmegin niður Kambana í ótal beygjum og hlykkjum. Vegurinn var lagaður til á fjórða áratugnum og hélst í því vegstæði þar til ákveðið var að fara í að gera fullkominn malbikaðan veg yfir heiðina, sem lagður var á árunum 1970-1972. Vegurinn var þá byggður upp með klifurreinum í brekkum sem þóttu nýstárlegar á Íslandi á þeim árum. Á árunum 2013-2015 er áætlað að fara í að breikka veginn um heiðina í 2+1 veg og aukaakrein bætt við veginn í Kömbunum á leið niður.

Hellisheði is a moor south of Henglafjalla, marked by Hurðaráss from Núpafjall, Hengladala River in the east, and Litla- and Stóra-Skarðsmýrarfjall in the north. In the west it extends to Reykjafell and Lakahnúk and in the south from Hverahlíð to Hlíðarhorn and through Hurðarásvötn to Hurðarás. Kambar takes over where it slopes down to Ölfus on the east side. The heath is mostly a fire pit and the lava is mostly covered with moss and heather. The youngest lava is believed to have flowed from a 6 km long fissure in the year 1000. Around Hellisheði there is a mountain road between Hveragerður and Reykjarfell, along which Suðurlandsvegur (Þjóðvegur 1) runs. The heath is 374 meters high.

A road has lain across the moor for centuries. The old lava road that runs across the heath went down from it on the west side in Hellisskarði up from Kolviðarhóli. A road was first built around the heath at the turn of the century and the road then went down from the heath on the east side down to Kambana in countless turns and meanders. The road was repaired in the 1940s and remained in that condition until it was decided to make a complete paved road over the heath, which was laid in the years 1970-1972. The road was built with climbing tracks on slopes, which were considered innovative in Iceland in those years. In the years 2013-2015, it is planned to widen the road around the heath to a 2+1 road and add an extra lane to the road in Kambar on the way down. . . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig

– 0 –

Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

Viltu styrkja þessa síðu?

Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:

Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469

Show Buttons
Hide Buttons