2021-07-28
Hekla Volcano │ Iceland Photo Gallery
Documenting Iceland
by: Rafn Sig,-
Hekla er 1.491 m hár eldhryggur og er eitt virkasta og þekktasta eldfjall á Íslandi og gjarnan kölluð Drottning íslenskra eldfjalla.
Hekla er í Rangárvallasýslu og sést víða að og er auðþekkjanlegt – eins og bátur á hvolfi með breiðar axlir og háan toppgíg. Síðast gaus Hekla í febrúar 2000. Þá var spáð fyrir um eldgosið 15 mínútum áður en það hófst.
Hekla er fremur ungt eldfjall og er meginhluti hennar, þ.e. allt háfjallið, talinn vera yngri en 7.000 ára. Fjallið stendur á fremur þykkri jarðskorpu þar sem Suðurlandsbrotabeltið og Suðurlandsgosbeltið mætast. Þarna er því mikil virkni í jarðskorpunni, spenna er hlaðinn í brotbeltinu en undir gosbeltinu liggja kvikuhólf og -þrær.
Allstór sprungurein er undir fjallinu sem bendir til þess að gosið hafi á gossprungum áður en fjallið hlóðst upp og kvikuhólf þess myndaðist. Þessi sprunga sést vel á yfirborðinu og hefur oft gosið úr henni, en þó líka úr öxl fjallsins, s.s. utan sprungunnar. Þessari Heklugjá tengjast fleiri gígar sem hafa gosið í áranna rás, sumir einu sinni, aðrir oftar.
Fjallið sker sig frá öðrum íslenskum eldfjöllum að því leyti að kvikuhólf hennar er mun dýpra en í öðrum fjöllum landsins, eða á um 11 km dýpi í jarðskorpunni.
Hekla is a stratovolcano in the south of Iceland with a height of 1,491 m (4,892 ft). Hekla is one of Iceland’s most active volcanoes; over 20 eruptions have occurred in and around the volcano since 874. During the Middle Ages, Europeans called the volcano the “Gateway to Hell”.
Hekla is part of a volcanic ridge, 40 km (25 mi) long. The most active part of this ridge, a fissure about 5.5 km (3.4 mi) long named Heklugjá, is considered to be within Hekla proper. Hekla looks rather like an overturned boat, with its keel being a series of craters, two of which are generally the . . . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig
Subscribe to my Youtube Channel
You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com
0 Comments