2022-08-05

Meradalir Volcanic Eruption 2022 from air │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Þann 03-08-2022 kl. 13:18 hófst eldgos í vestanverðum Merardölum um 1,5 km norður af Stóra-Hrút. Jarðeldurinn kemur upp um 360m langa sprungu í vestanverðum Merardalahnjúk.

Meradalir eru dalir á Reykjanesskaga, austan við Geldingadali og voru gróðurlitlar leirflatir áður en hraun fyllti dalina árið 2021. Norður af þeim eru Meradalshlíðar og vestur frá þeim er Kistufell. Meradalir liggja lægra en Geldingadalir. Þann 5. apríl árið 2021 tók hraun að renna í Meradali sem barst úr sprungu sem opnaðist hafði sama dag við Fagradalsfjall ekki langt frá þar sem upphaflega tók að gjósa.

Meradölum hefur verið lýst sem „gróðurlitlum leirflötum“ og sennilegt að þar hafi jarðvegsrof verið umtalsvert. Svæðið var notað til beitar, einkum að sumarlagi en sel frá mörgum jörðum í Grindavík voru austan við dalina, á svonefndum Selsvöllum auk þess sem örnefnið Selskál skammt vestan við gosstöðvarnar bendir til selstöðu. Þótt ótrúlegt megi virðast var einnig eldiviðartekja í nágrenninu sem er í upphafi 18. aldar sögð reitingur af lyngi, hrísi og slíku lítilvægu.

Örnefnið Meradalir eitt og sér er auðskilið og kemur kannski engum á óvart að bæði merar og geldingar, þá líkast til sauðir, hafi gengið á þessu svæði frá örófi alda. Fleiri búsmalanöfn af þessu tagi fyrirfinnast raunar í landi Hrauns, til dæmis Tryppalágar, Hrútadalur, Nauthóll og Kúalágar. Á hinn bóginn ber að hafa í huga að hér hafa sennilega ekki verið mjög stórir fjárhópar á fyrri öldum (þótt fjölgað hafi á 19.-20. öld) og tæplega nein stóð í Meradölum. Almennt séð eru landgæði rýr á þessum slóðum, enda hefur sjávarútvegur lengst af verið aðalatvinnuvegur í Gullbringusýslu en ekki landbúnaður og byggðin grundvallast á honum – ekki síst í Grindavík. Búfjárfjöldi er lítill svo langt sem tölur ná og til að mynda taldi bústofn Hrauns ekki nema tvo hesta og eina meri þegar jarðabók var rituð í upphafi 18. aldar – en auk þess þrjá sauði, fjórar kýr, ellefu ær, nokkrar gimbrar og lömb. Allt sauðfé gekk úti um 1840 og þá voru hvorki til fjárhús, beitarhús né fjárborgir í sókninni. Hesthús hafa áreiðanlega verið sjaldgæf líka og líklega hafa merar sem og önnur hross gengið úti árið um kring.

Til marks um beitargæði eða öllu heldur skort á þeim er tekið fram í sóknarlýsingu að á Suðurlandi finnist eigi jafngraslítil og gróðurlaus sveit. Sömuleiðis er fullyrt að á Hrauni sé ekki höfð nokkur skepna heima á sumrum vegna beitarskorts heldur allir hestar daglega fluttir langt í burtu, „…á bak við Fiskidalsfell, þó brúka eigi strax að morgni“, en fellið er heldur vestar en dalirnir sem hér eru til umræðu. Kannski geyma Meradalir vísbendingu um slíkar nytjar, og eru þá kannski helst vitnisburður um skort á landgæðum og að augu manna hafi beinst að hverjum einasta bletti sem gat fóðrað skepnu eða tvær.
(Heimildir – Vísindavefurinn)

On 03-08-2022 at At 13:18, a volcanic eruption began in the western part of Merardälar, about 1.5 km north of Stóra-Hrút. The fire originates from a 360m-long fissure in the western side of Merardalahnjúk.

Meradalir are valleys on the Reykjaness Peninsula, east of Geldingadalir and were small clay flats before lava filled the valley in 2021. North of them are Meradalshlíðar and west of them is Kistufell. Meradalir lies lower than Geldingalir. On April 5, 2021, lava began to flow in Meradali, which came from a fissure that had opened the same day at Fagradalsfjall not far from where it originally began to erupt.

Meradales have been described as “low-vegetation clay flats” and it is likely that there has been significant soil erosion. The area was used for grazing, especially in the summer, but seals from many farms in Grindavík were east of the valleys, in the so-called Selsvellir, as well as the local name Selskál, a short distance west of the volcanoes, indicates a seal position. Although it may seem incredible, there was also a firewood income in the vicinity, which at the beginning of the 18th century was said to be a reiting of heather, rice and such trivial things.

The place name Meradalir alone is easy to understand and perhaps no one will be surprised that both Meras and eunuchs, like sheep, have walked in this area since time immemorial. More peasant names of this kind can actually be found in Hraun’s land, for example Tryppalágar, Hrútadalur, Nauthóll and Kúalágar. On the other hand, it should be kept in mind that there were probably not very large livestock groups here in previous centuries (although the number increased in the 19th-20th centuries) and almost none stood in Meradalir. In general, the quality of the land is poor in these areas, as the fishing industry has for the longest time been the main industry in Gullbringu County, not agriculture, and the settlement is based on it – not least in Grindavík. The number of livestock is small as far as numbers go, and for example Hraun’s livestock counted only two horses and one mare when the land register was written at the beginning of the 18th century – but in addition three sheep, four cows, eleven ewes, a few lambs. All the sheep went out around 1840 and there were no sheepfolds, pastures or baileys in the parish. Stables must have been rare as well, and mares and other horses probably walked outside all year round.

As a sign of the quality of grazing, or rather the lack of it, it is stated in the parish description that there is no countryside in the South that is so sparsely grassed and devoid of vegetation. In the same way, it is claimed that on Hraun no animals are kept at home in the summer due to lack of pasture, but all horses are daily moved far away, “…behind Fiskidalsfell, although they should be used immediately in the morning”, but the fell is a bit further west than the valleys that are here for discussion. Perhaps the Meradalir hold a hint of such uses, and are perhaps best evidence of a lack of land quality and that human eyes were focused on every spot that could feed a beast or two.

. . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig

 

Subscribe to my Youtube Channel 

 

You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com

 

Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

Viltu styrkja þessa síðu?

Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:

Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469

0 Comments

Show Buttons
Hide Buttons