2022-14-10

Stampar Craters │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Tvær gossprungur liggja frá sjó inn í land á vestanverðu Reykjanesi og mynda gígaraðir.

Þessar gígaraðir hafa verið kenndar við Stampa. Gígaraðirnar eru frá tveimur tímaskeiðum og fylgja stefnunni SV-NA sem er algengasta sprungustefna á Reykjanesi. Sú eldri myndaðist í gosi á tæplega 4 kílómetra langri sprungu fyrir 1.800-2000 árum.

Yngri-Stampagígaröðin myndaðist í Reykjaneseldum á árunum 1210-1240. Gígaröðin er um 4 kílómetrar að lengd og er flatarmál þess hrauns sem þá rann um 4,6 km2. Þeir tveir gígar sem næst eru veginum, nefndir Stampar, eru við norðurenda gígaraðarinnar. Sunnar á gígaröðinni má sjá fleiri stæðilega gíga s.s. Miðahóll, Eldborg dýpri og Eldborg grynnri sem allir voru notaðir sem mið við fiskveiðar fyrr á tímum. Flestir gígarnir eru þó lágir klepragígar og lítt áberandi.

Þess má geta að í Reykjaneseldum 1210-1240 runnu fjögur hraun í Reykjanes- og Svartsengiskerfunum auk þess sem neðansjávargos urðu í sjó undan Reykjanesi.

Two volcanic fissures lie from the sea onto land on the western side of Reykjanes and form a series of craters. These crater series have been named Stampar. The crater series are from two periods. This series lies in the SW-NE direction and follow thereby the most common fissure angle in Reykjanes.

The older formed in an eruption from a fissure that was just under 4 km long around 1,800 to 2,000 years ago.

The younger Stampar crater series formed in the Reykjanes Fires in 1210–1240. The row of craters is around 4 km, and the area of the lava field they produced is approximately 4.6 km2. The two craters closest to the road, named Stampar, are at the north end of the crater row. Further south in the crater row are other sizeable craters such as Miðahóll hill, Eldborg the deeper and Eldborg the shallower. Fishermen in earlier times used all these craters as points of reference when out at sea. Most of the craters, however, are low-lying scoria cones and not very prominent.

It may be noted that during the Reykjanes Fires in 1210–1240, there were four lava flows in the Reykjanes and Svartsengi system, as well as submarine eruptions in the seas off Reykjanes.

. . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig

 

Subscribe to my Youtube Channel 

 

You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com

 

Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

Viltu styrkja þessa síðu?

Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:

Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469

Show Buttons
Hide Buttons