2022-10-27

Volcanic eruption at Fimmvörðuháls │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Eitt af því sem alltaf hefur heillað mig við að komast í návígi við eldgos er það mikilfenglega lita sjónarspil og hin kyngimögnuðu hljóð.  Litadýrðin hefst yfirleitt þegar degi fer að halla og svo skrýtið sem það er, þá virðast hljóðin einnig verða kröftugri. Gufan fer að taka á sig hinar ýmsu myndir, litirnir fara að dansa inní og úr því verður kyngimagnað sjónarspil sem hvorki orð né ljómyndir geta sýnt. Stór hluti af upplyfuninni er að vera á staðnum og finna fyrir smæðinni, grípa þær tilfinningar sem fara í gegnum huga og líkama. Líkaminn hríslast til af kröftugum drunum á meðan gufan tekur þann darraðadans litadýrðar, þar sem sjá má hinar ýmsu kynjaverur leika listir sínar á lokkandi hátt. Ó hvað ég vildi að ég gæti sýnt ykkur allar þær tilfinningar sem ég upplifði þegar þessi mynd var tekin.

Fimmvörðuháls nefnist svæðið milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls. Leiðin yfir hálsinn frá Skógum yfir í Goðaland er ein allra vinsælasta gönguleið landsins, en hún er um 22km löng og hækkun um 1000m. Leiðin er sérstaklega fögur ef gengið er frá suðri til norðurs enda óvanalega mikið af fossum í Skógá og útsýn falleg niður í Þórsmörk þegar komið er yfir hálsinn. Jöklarnir ná saman á hálsinum svo gengið er að nokkru leyti í snjó. Ásamt kjarrlendi Þórsmerkur og grösugum heiðunum sunnan til gerir það að verkum að leiðin er mjög fjölbreytt, en getur þó einnig verið varasöm því skjótt skipast veður í lofti í nálægð við jökla.

Eldgosið á Fimmvörðuhálsi var eldgos á Fimmvörðuhálsi, sem hófst skömmu fyrir miðnætti þann 20. mars 2010 og stóð til 13. apríl sama ár. Upphaflega bárust fregnir frá Lögreglunni á Hvolsvelli um eldgos og tilheyrandi öskufalli í eða við Eyjafjallajökul. Síðar kom í ljós að gosið var hraungos norðarlega í Fimmvörðuhálsi, rétt austan við Eyjafjallajökul. Hraunrennslið úr gossprungunni myndaði um 200 metra hraunfoss, þann hæsta í heimi, og rann hraunið niður í gil í grennd við gossprunguna.

 One of the things that has always fascinated me about getting up close to a volcanic eruption is the spectacular sight of colors and the powerful sounds coming from the Volcano. The splendor of color usually begins at sunset and as strange as it is, it seems as if the sounds also become more powerful. The steam begins to take on various forms, the colors begin to dance inside the steam and it becomes one of a sight that neither words nor can pictures show ore explain. Big parts of the experience is being there and feel how small we are, catching the sensations that go through the mind and body. The body shakes with the powerful thunders while the steam takes on a seductive glory of colorful dance where you can see various genders performing their arts in an enticing manner. Oh how I wish I could show you all the emotions I experienced when this photo was taken.

Fimmvörðuháls (Icelandic pronunciation: (“five cairns pass”) is the area between the glaciers Eyjafjallajökull and Mýrdalsjökull in southern Iceland.

On 20 March 2010, an eruption of the Eyjafjallajökull volcano began in Fimmvörðuháls following months of small earthquakes under the Eyjafjallajökull glacier. The eruption began around 23:00 and opened a 0.5 km (0.31 mi) long fissure vent on the northern part of the pass. Just over a week later, the Fimmvörðuháls eruption produced a 300-meter (980 ft)-long fissure and new craters were seen erupting on a northward path toward the area of Thórsmörk, a popular tourist nature preserve, prompting tours to stop briefly as volcanologists assessed the situation further. The two new craters at Fimmvörduháls were named Magni and Móði, after the sons of Thor, the Norse god of thunder. It is an apt name because Thórsmörk is close to the craters. The new lava field was named Goðahraun, because the lava streamed in the area Goðaland. These official names were accepted by the Minister of Education and Culture 15 June 2010.

In April 2010, this was followed by a larger eruption on Eyjafjallajökull itself.

. . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig

 

Subscribe to my Youtube Channel 

 

You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com

 

Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

Viltu styrkja þessa síðu?

Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:

Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469

Show Buttons
Hide Buttons