2022-12-04

Illahraun Lava field │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Illahraun nefnist hraunfláki norðvestur af Þorbjarnarfelli og vestan við Svartsengisfell. Jón Jónsson (1978) lýsir Illahrauni lauslega og telur að það sé myndað samtímis Eldvarpahrauni og því forsögulegt. Illahraun er úfið og víða nokkurt torfæri. Hraunið hefur þó runnið að mestu sem helluhraun en eftir að yfirborð þess storknaði hefur það brotnað upp í fleka sem síðar sporðreistust og mynda eins konar karga á yfirborði þess. Við jaðra meginhraunsins eru skikar af þynnra hrauni, sem ýmist eru undanhlaup eða hafa runnið fram af aðal hraunbrúninni. Hraunið á upptök sín í stuttri gígaröð sem er vestast í hrauninu. Gígaröðin er um 200 metra löng og á henni eru fimm gígar. Nyrsti gígurinn er stærstur og í raun tvöfaldur, fyrst hefur gosið í stórum gíg en seinast í gosinu hefur virknin dregist saman og minni gígur myndast á vesturjaðri hans. Þessi minni gígur rís hæst yfir hraunið og sést vel frá þjóðveginum. Gígaröðin hefur stefnuna N30A. Hraunið hefur runnið í austur upp undir Þorbjarnarfell og Svartsengisfell. Virkjun Hitaveitu Suðurnesja við Svartsengi stendur á norðausturjaðri Illahrauns. Annar hrauntaumur hefur runnið suðvestur með Þorbjarnarfelli að vestan og hefur stöðvast á móts við slakkann er verður milli Þorbjarnarfells og Lágafells. Stuttur hrauntaumur hefur og fallið suðvestur frá gígunum.

Illahraun hefur runnið út á kvísl úr Sundhnúkshrauninu sem fellur til vesturs norðan við Svartsengisfell. Í krikanum milli Svartsengisfells og Þorbjarnarfells eru tvær litlar gígaraðir fornar sem Illahraun hefur að hluta kaffært. Að sunnan og vestan hefur hraunið runnið út á Eldvarpahraunið eldra sem Jón Jónsson (1978) nefnir svo. Þetta síðastnefnda hraun er að mestu dæmigert helluhraun. Að norðvestan hefur Illahrauni runnið út á Eldvarpahrauninu yngra og er því yngra en það. Jón Jónsson (1978) telur að Illahraun hverfi inn undir Eldvarpahraunið yngra og sé því eldra.

Illahraun er fínkornað í brotsári og að mestu dílalaust en stundum með stökum litlum plagíóklasdílum.

Engar sprungur finnast í Illahrauni sjálfu en á Baðsvöllum, sem eru norðan undir Þorbjarnarfelli, ganga nokkrar sprungur inn undir hraunið þar af ein sem stefnir N-S. Einnig fundust þrjár litlar norðaustlægar sprungur í yngra Eldvarpahrauninu sem ganga inn undir norðvesturjaðar hraunsins. Jón Jónsson (1978) telur hraunið vera um 2,43 km2 að flatarmáli og um 0,05 km3.

Samkvæmt rannsóknum okkar er þykkt hraunsins að meðaltali um 12 m og telst okkur til að það sé um 3,01 km2 og um 0,036 km3.

Telja verður víst að hraunið hafi runnið skömmu eftir að Miðaldalagið féll svo ekki skakkar nema í mesta lagi fáum árum. Þó er líklegast að hraunið hafi runnið um svipað leyti og öskugosið varð. Illahraun hefur því brunnið í eldgosi sem varð 1226 eða skömmu síðar.

(Heimild: FJÖLRIT NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUNAR 7 – Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson)

The Illahraun lava flow is a small postglacial basaltic flow within the Reykjanes fissure swarm. Jónsson (1978) suggests that the lava flow is of prehistoric age.

The flow covers an area of 3.01 km2, on the average 12 m thick and it’s volume is 0.036 km3.

The age of the Illahraun lava flow was determined by tephrochronological studies. Two historic tephra layers are found in soil sections in the outer part of the Reykjanes peninsula. The Settlement tephra layer (Landnám tephra layer) was formed around 900 AD (Larsen 1984, Róbertsdóttir & Jóhannesson 1986, Hallsdóttir 1987) and the Medieval tephra layer which was formed in a submarine eruption off the tip of the Reykjanes peninsula in the year 1226 AD (Jóhannesson & Einarsson 1988). Three soil sections (R-27, R-26 and R-27) were measured at the margin of the Illahraun lava flow. The Settlement tephra layer was found in one section (R-27) and the Medieval tephra layer was found in all three sections and the layers are both older than the Illahraun lava flow. No soil is found between the Medieval tephra layer and the lava flow suggesting that the tephra layer was newly formed when the Illahraun eruption took place. Our conclusion is that the Illahraun lava flow was formed in an eruption which took place in the year 1226 AD or perhaps a few years later.

(Heimild: FJÖLRIT NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUNAR 7 – Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson)

. . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig

 

Subscribe to my Youtube Channel 

 

You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com

 

Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

Viltu styrkja þessa síðu?

Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:

Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469

Show Buttons
Hide Buttons