2023-01-22
Námaskarð Geothermal area │ Iceland Photo Gallery
Documenting Iceland
by: Rafn Sig,-
Jarðhitasvæðið við Námafjall og umhverfi er háhitasvæði sem liggur um sprungurein sem nær norðan úr Öxarfirði gegnum eldstöðina Kröflu og suður fyrir Hverfell. Námafjallssvæðið er mjög virkt gossvæði. Sunnan Kröflu dregur úr virkninni á nokkurra km kafla, en hún tekur sig upp aftur með gossprungum sem aðallega eru í víðara umhverfi Bjarnarflags og í Námafjalli að vestan. Jarðhitanum er viðhaldið af kvikuinnskotum frá eldstöðinni
Þétt sprungubelti liggur yfir allt Námafjallssvæðið og er meginuppstreymið austan við fjallið. Það hefur á síðari árum gengið undir nafninu Hverarönd. Hverarönd var hins vegar upprunalega nafn á grasspildu austur af hverunum.
Mikil hveravirkni er á Hverarönd, bæði gufu- og leirhverir, en engir vatnshverir. Leirhverirnir eru áberandi stórir og vekja yfirleitt mikla athygli ferðalanga. Gufuhverirnir eru hins vegar margir hverjir ekki annað en borholur sem búið er að hlaða grjóti yfir.
Á háhitasvæðinu er jarðvegurinn ófrjór og gróðurlaus en vegna áhrifa hveraloftsins er hann mjög súr. Talsverð brennisteinsútfelling er frá hverunum og var verulegt brennisteinsnám við Námafjall fyrr á öldum. Auðguðust eigendur Reykjahlíðar mjög á sölu brennisteins á miðöldum en hann var notaður í púðurgerð. Danakonungur eignaðist námurnar árið 1563. Þær voru nýttar af og til fram á miðja 19. öld. Verksmiðja til að vinna brennistein var reist í Bjarnarflagi árið 1939 og starfaði í nokkur ár.
Jarðhitasvæðið var, eins og Skútustaðahreppur allur, friðlýst árið 1974.
The Namafjall geothermal field is located in Northeast Iceland, on the east side of Lake Myvatn.
At this area, also known as Hverir, you may see many solfataras and boiling mud pots, surrounded by sulfur crystals of many different colors. The area is quite smelly but something one gets used to after a while. The soil in the area has little growth and is sour due to erosion and the sulfur from the atmosphere. Indeed.
Námaskarð is strategically located at a short distance from the Krafla volcano system as well as other interesting geological spots like Búrfellshraun and the desert Mývatsöræfi.
Námaskarð earns its notoriety chiefly because of its sulphurous mud springs called solfataras and steam springs called fumaroles. Though you will scarcely find any pure water spring in this wonderful geothermal site of Iceland, the beauty of the colorful minerals defies all comparisons. The gigantic size of the mud craters is what makes you go ‘wow’ at the sight of them.
. . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig
You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com
– 0 –
Viltu styrkja þessa síðu?
Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:
Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469