2023-03-30

Eskihlíðarvatn at Fjallabak Nyrðri │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Eskihlíðarvatn er 1,5 km2 og er í 533 metra hæð. Mesta mælda dýpi þess er 27 metrar. Á árum áður höfðu útgerðir og veiðiverðir við Framvötn aðsetur við suðurenda þess og nefndu setrið Móberg. Var þá ekið að vatninu  annað hvort frá Dómadal (Landmannaleið F225) eða frá Fjallabaksleið nyðri (F208). Svo virðist sem slóðinn undir Hnausum sé ófær og sömu sögu er að segja af slóða sem lá að vatninu að norðan við Eskihlíðarhnausa.

Náttúrufegurð við vatnið er mikil og ekki síst er leiðin frá Dómadal falleg og á köflum hrikaleg þar sem hún liggur á milli hraundranga í Dómadalshrauni. Það er vel þess virði að renna inn að vatninu, þó ekki væri nema til að njóta umhverfisins. Vatnið er á friðlýstu svæði, „Friðlandi að Fjallabaki“.

Eskihlíðarvatn is 1.5 km2 and is at an altitude of 533 meters. Its greatest measured depth is 27 meters. In previous years, fishermen had their headquarters at its southern end and called the settlement Móberg. I was possible to drive to the lake either from Dómadal (Landmannalið F225) or from Fjallabaksleið nyðri (F208). It seems that the path under Hnausum is impassable, and the same story can be said of the path that led to the lake north of Eskihlíðarhnausa.

The natural beauty of the lake is great, and not least the route from Dómadal is beautiful and rugged in parts as it runs between the lava rocks in Dómadalshrauni. It’s well worth pop down to the lake, if only to enjoy the surroundings. The lake is in a protected area, “Fridland at Fjallabak”.

. . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig

You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com

– 0 –

Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

Viltu styrkja þessa síðu?

Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:

Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469

Show Buttons
Hide Buttons