2024-07-11

Selhöfðar í Þjórsárdal   │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Áður en landgræðsla og skógrækt hófst á Selhöfða svæðinu, voru þar berir vikursandar eins og sjá má á aðliggjandi svæðum meðfram Þjórsá og á Vikrum. Í dag er svæðið nánast allt gróið og má þar finna birki, barrtré og lúpínu, auk ýmissa annarra tegunda. Trjágróður er hæstur og þéttastur vestast á svæðinu og meðfram ánni en fyrir miðju og austast er lággróður ríkjandi og þar opnast fyrir úrsýni til fjalla. Næst veginum er land nokkuð flatt en hallar síðan skarpt niður að Sandá. Á austari hluta reitsins er land flatara á svæði sem kallast Aurar og bakkar árinnar þar eru aflíðandi. Á milli Aura og þjóðvegarins ganga Selhöfðar fram þéttvaxið trjágróðri.

Norðan árinnar kallast syðsti hluti þeirra Gvendarrani. Sá fremri er sunnan við Sandá og kallast Tunguhorn. Mjög skjólsælt er á Aurunum. Lúpínubreiður eru áberandi innan reitsins, einnig sunnan við þjóðveginn.

Before land reclamation and forestry began in the Selhöfða area, there were bare pumice sands, as can be seen in the adjacent areas along the Þjórsá and on Vikrum. Today, the area is almost completely overgrown and you can find birches, conifers, lupins, and various other species. Tree vegetation is highest and densest in the west of the area and along the river, but in the center and east, low vegetation prevails and opens up to a view of the mountains. Near the road, the land is fairly flat but then slopes sharply down to Sandá. In the eastern part of the field, the land is flatter in Aurar, and the river banks there are sloping. Between Aurar and the main road, Selhöfði is surrounded by dense tree vegetation.

North of the river, the southernmost part of them is called Gvendarrani. The front one is south of Sandá and is called Tunguhorn. It is very sheltered on Aurunum. Lupine fields are prominent within the field, also to the south of the main road. . . . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig

– 0 –

Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

Viltu styrkja þessa síðu?

Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:

Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469

Show Buttons
Hide Buttons