2024-07-15

Búrfell Mountain │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Búrfell er 669 metra hár móbergstapi í Þjórsárdal.

Fjallið hefur myndast undir jökli ísaldar og er annar útvörður Þjórsárdals. Þjórsá rennur austan með fjallinu og við suðurenda þess eru fossarnir Tröllkonuhlaup og Þjófafoss í ánni. Nú hefur Þjórsá verið virkjuð við Búrfell og er svokallað Bjarnalón norðaustan við fjallið. Fallorkan nýtist í Búrfellsvirkjun.

Búrfell er bratt á alla kanta, þó síst að norðan en þar liggur vegur upp á topp fjallsins. Þar er endurvarpsstöð fyrir farsíma. Við suðurenda fjallsins er öxl nokkur skógi vaxin og kallast þessi birkiskógur Búrfellsskógur. Gnúpverja hafa í gegnum aldirnar haft skógarítök í Búrfellsskógi. Kristinn Jónsson, frá Úlfsá í Eyjafirði, sem gekk villu vegar suður Sprengisand árið 1889 fannst í Búrfellsskógi af Skriðufellsbændum sem voru við skógarhögg.

Austan í Búrfellshálsi er gil eða gróf sem kallast Stórkonugróf og hefur þar fundist leifar fornrar smiðju

Búrfell is a 669 m (2,195 ft) basalt tuya located in Iceland. It is situated in the south of the country along the western boundary of the Þjórsárdalur valley.

There is a lot of different mountains in Iceland by the name of Búrfell, f. ex. Búrfell (Grímsnes), Búrfell (Þingvellir) and Búrfell (Mývatn).

The Icelandic word búr means cage or pantry in English.

In 1918 the power company Fossafélagið Títan published plans that included a large hydroelectric plant on the mountain. However, due to lack of funding this came to nothing at the time. Today Búrfellsvirkjun, at the foot of the mountain as well as in the mountain itself, is one of the biggest hydroelectric power stations of Iceland. It started working in 1972 after being erected mainly to produce energy for the aluminium factory (Alcan) in Straumsvík in the vicinity of Reykjavík. It is producing at the moment 270 MW.

A lot of the tubes as well as the main power station are lying in tunnels within the mountain.

The Viking farm museum of Þjóðveldisbær is also situated at the foot of this mountain. . . . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig

– 0 –

Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

Viltu styrkja þessa síðu?

Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:

Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469

Show Buttons
Hide Buttons