2024-11-04

Arnarstapi  │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Arnarstapi eða Stapi er lítið þorp eða þéttbýli á sunnanverðu Snæfellsnesi. Það er undir Stapafelli, á milli Hellna og Breiðuvíkur.

Frá árinu 1565 sátu umboðsmenn konungs, sem höfðu á leigu jarðir þær sem Helgafellsklaustur hafði átt, á Arnarstapa og kallaðist umboðið Stapaumboð. Þeir voru oft jafnframt sýslumenn eða lögmenn og á 19. öld sátu amtmenn Vesturamtsins einnig á Stapa. Þar hafa ýmsir þekktir menn verið um lengri eða skemmri tíma. Fatlaða skáldið Guðmundur Bergþórsson átti þar heima á 17. og 18. öld. Bjarni Thorsteinsson amtmaður var þar 1821-1849 og þar ólst sonur hans, þjóðskáldið Steingrímur Thorsteinsson, upp. Gamla Amtmannshúsið á Arnarstapa (Stapahúsið) var reist þar á árunum 1774-1787 og er því eitt af elstu húsum á Íslandi. Árið 1849 var það tekið niður og flutt að Vogi á Mýrum, þar sem það var til 1983. Það var reist aftur á Arnarstapa 1985-1986 og friðað árið 1990.

Lendingin á Arnarstapa var talin ein sú besta undir Jökli og var þar fyrrum kaupstaður, á tíma einokunarverslunarinnar og allt til ársins 1821, og mikið útræði frá því snemma á öldum. Þar er smábátahöfn sem var endurbætt 2002. Hún er nú eina höfnin á sunnanverðu Snæfellsnesi og þaðan eru gerðir út allmargir dagróðrabátar á sumrin. Á Arnarstapa er einnig nokkur sumarhúsabyggð og mikið er þar um ferðamenn, einkum á sumrin. Þar er veitingahús og ýmiss konar ferðaþjónusta.

Mikil náttúrufegurð er í grennd við Arnarstapa. Ströndin milli Stapa og Hellna var gerð að friðlandi 1979, en hún þykir sérkennileg og fögur á að líta. Vestur með henni er Gatklettur og þrjár gjár, Hundagjá, Miðgjá og Músagjá, sem sjávarföll hafa holað inn í bergið. Op eru í þaki þeirra nokkuð frá bjargbrún, hvar sjór gýs upp og brimsúlur þeytast hátt í loft upp og talið ólendandi í Arnarstapa þegar Músagjá gýs sjó. Vinsæl gönguleið á milli Arnarstapa og Hellna er að hluta gömul reiðgata á milli þessara staða.

Á Arnarstapa er steinkarl mikill, sem Ragnar Kjartansson myndhöggvari hlóð, og heitir hann Bárður Snæfellsás. Margir hafa einmitt trú á því að Bárður vaki yfir svæðinu undir Jökli.

Arnarstapi or Stapi is a small fishing village at the foot of Mt. Stapafell between Hellnar village and Breiðavík farms on the southern side of Snæfellsnes, Iceland.

Placenames in the vicinity of Arnarstapi and nearby Hellnar village are inspired by Bárðar saga Snæfellsáss, an Icelandic saga relating the story of Bárður, a half human and half ogre. Arnarstapi was a natural site for landings and harbor for small vessels, and therefore ideal for a shipping port. In the olden days, Arnarstapi was thus from very early on, a busy fishing port and commercial centre servicing the West coast area under the Danish crown and a merchant monopoly of Denmark was in effect from 1565. From then on and through the 17th and 18th century, agents of the Danish crown had custodial power over Arnarstapi and commercial rights by royal appointment over nearby lands, formerly owned by Helgafell monastery and monopoly of all trade in the area. Several old houses from that time, each with its own unique history, can be seen at Arnarstapi, the old Amtmannshús (The Danish Prefect’s Residence (1774–1787) having a history of its own, it having been moved in 1849 to nearby Vogur á Mýrum, where it stayed until 1983, when it was moved back again to Arnarstapi in 1985 and declared a historical site in 1990. There resided amongst other notables, Danish Prefect Bjarni Thorsteinsson (1821–1849), whose son was renowned poet and writer Steingrímur Thorsteinsson.

Today Arnarstapi is still a somewhat busy harbor during the summer months serving private fishing and recreational vessels as well with its maintained docks that were renewed in 2002. Being a popular destination of tourists in summer, Arnarstapi is today a thriving centre for local tourism activities where there is a variety of natural and culinary attractions as well and a cluster of second homes are located in and around the village. There is much beauty to be found in nearby attractions, and an old horse trail past Neðstavatn is now a popular hiking trail across the lava and along the beach between Arnarstapi and Hellnar. This walk is about one hour. The lava field is called Hellnahraun, and its coast where at its westernmost edge can be found the ancient small village of Hellnar is a natural preserve. Along the coast there are some unique rock formations to be seen. There the waves of the ocean play along with the sun and the daylight to produce a natural show of which the most spectacular can be experienced at the cliff Gatklettur, and the rifts Hundagjá, Miðgjá and Músagjá.. . . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig

Welcome to my Spotify page - Cinematic Instrumental Music

Playlist No 1 - Cinematic Instrumental Music

Playlist No 2 - Cinematic Music for Videos & Films

Playlist No 3 - Cinematic Emotional Background Music

Playlist No 4 - Uss... Uss... Barnaplata / Children record

– 0 –

Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

Viltu styrkja þessa síðu?

Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:

Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469

Show Buttons
Hide Buttons