2024-10-30
Bjarnarfjörður │ Iceland Photo Gallery
Documenting Iceland
by: Rafn Sig,-
Bjarnarfjörður gengur vestur úr Húnaflóa og er næsti fjörður norðan við Steingrímsfjörð. Bjarnarfjörður tilheyrir Kaldrananeshreppi þar sem Drangsnes er eina þéttbýlið. Bjarnarfjarðará liðast niður dalinn og hefur safnað vatni ofan af Trékyllisheiði. Ágæt bleikjuveiði er í Bjarnarfjarðará.
Kirkjustaðurinn í Bjarnarfirði er á Kaldrananesi, sunnanmegin við fjörðinn. Þar er kirkja sem byggð var árið 1851. Laglega hlaðinn grjótgarður er í kringum kirkjugarðinn.
Búskapur hefur farið minnkandi í Bjarnarfirði undanfarin ár og nú er einungis hefðbundinn búskapur á tveim bæjum, í Odda og á Kaldrananesi.
Á Laugarhóli var skóli sveitarinnar í árafjöld en nú er rekið þar hótel árið um kring,. Þar er einnig sundlaug sem kallast Gvendarlaug eftir Guðmundi góða biskup, sem vígði vatnið í eldri laug ofan við núverandi sundlaug.
Kotbýli kuklarans er skammt frá lauginni en það er annar áfangi Galdrasýningar á Ströndum.
Bjarnarfjörður gengur vestur úr Húnaflóa og er næsti fjörður norðan við Steingrímsfjörð. Bjarnarfjörður tilheyrir Kaldrananeshreppi þar sem Drangsnes er eina þéttbýlið. Bjarnarfjarðará liðast niður dalinn og hefur safnað vatni ofan af Trékyllisheiði. Ágæt bleikjuveiði er í Bjarnarfjarðará.
Kirkjustaðurinn í Bjarnarfirði er á Kaldrananesi, sunnanmegin við fjörðinn. Þar er kirkja sem byggð var árið 1851. Laglega hlaðinn grjótgarður er í kringum kirkjugarðinn.
Búskapur hefur farið minnkandi í Bjarnarfirði undanfarin ár og nú er einungis hefðbundinn búskapur á tveim bæjum, í Odda og á Kaldrananesi.
Á Laugarhóli var skóli sveitarinnar í árafjöld en nú er rekið þar hótel árið um kring,. Þar er einnig sundlaug sem kallast Gvendarlaug eftir Guðmundi góða biskup, sem vígði vatnið í eldri laug ofan við núverandi sundlaug.
Kotbýli kuklarans er skammt frá lauginni en það er annar áfangi Galdrasýningar á Ströndum. . . . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig
Welcome to my Spotify page - Cinematic Instrumental Music
Playlist No 1 - Cinematic Instrumental Music
Playlist No 2 - Cinematic Music for Videos & Films
Playlist No 3 - Cinematic Emotional Background Music
Playlist No 4 - Uss... Uss... Barnaplata / Children record
– 0 –
Viltu styrkja þessa síðu?
Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:
Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469