2022-07-28

Bláhnúkur rhyolite Mountain in Landmannalaugar │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Berggrunnur Friðlands að Fjallabaki myndaðist á vestra rekbeltinu Ameríkuflekanum, fyrir 8-10 milljónum ára. Eldvirkni hófst að nýju á svæðinu fyrir u.þ.b. tveimur milljónum ára við færslu eystra rekbeltisins til suðurs. Orsök eldvirkninnar á svæðinu nú er sú, að heit basísk kvika frá rekbeltinu norðan þess þrengir sér suður, bræðir upp jarðskorpuna og blandast henni í ýmsum hlutföllum.

Eldvirkni á svæðinu var mikil á síðasta kuldaskeiði Ísaldar, en þá mynduðust m.a. líparítfjöllin Bláhnúkur, Brennisteinsalda og Kirkjufell.  Líparíthraun frá síðast hlýskeiði ísaldar má m.a. finna undir Norður Barmi og í Brandsgiljum. Á nútíma (síðustu 10 þús. árum) hefur eldvirknin öll verið á belti sem liggur SV – NA yfir friðlandið frá Laufafelli til Veiðivatna.  

Bláhnúkur er Líparítfjall (943 m y.s.) við Landmannalaugar. Bláhnúkur er litfagur, venjulega með fannarblesu. Talið er að fjallið hafi myndast fyrir um 50.000 – 90.000 árum en það er úr súru gjóskubergi. Sáralítill sem enginn gróður er á fjallinu og það þvi frekar grátt og kuldalegt að sjá. Það hefur þó verið sjónarspil þegar það myndaðist því talið er að um 400 metra þykkur ísaldarjökulll hafi legið yfir því þá. Litlu munaði að Bláhnjúkur yrði stapi því undir lok gossins rann hraun í ísgöngum efst við eldstöðina. Í honum ber mikið á svörtum, stuðluðum biksteinseitlum og grænum og gráum glersalla. Nafnið gaf Pálmi Hannesson.

Blåhnúkur is a 943m high rhyolite mountain in Landmannalaugar. It is thought that the mountain was  formed from eruptions under a glacier. It is made up of a lot of black columnar basalt with green and gray obsidian.

The side is steep but a well-trodden and clear path ascends to the top where there is an azimuth scale view finder. The glacier during the ice age had been about 400 m thick when Bláhnúkur was built up.  Instead of becoming a table mountain with a flat top, the lava that poured out at the end of the ice age ran down into ice tunnels at the top of the volcano.

. . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig

 

Subscribe to my Youtube Channel 

 

You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com

 

Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

Viltu styrkja þessa síðu?

Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:

Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469

0 Comments

Show Buttons
Hide Buttons