2023-03-09

Brimketill Troll Pool │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Brimketill er sérkennileg laug í sjávarborðinu vestast í Staðarbergi stutt frá Grindavík. Á sólríkum degi minnir grjótmyndunin helst á heitan pott. Brimketill og katlarnir í nágrenni hans urðu til vegna stöðugs núnings brims við hraunklettana. Þar hefur ytra álag smátt og smátt mótað bolla og katla í basalthraunið.

Hafið hefur mikil áhrif á landmótun á Reykjanesi. Með því að fylgjast með brimi skella á klettunum í nágrenni Brimketils má sjá þann kraft sem býr í Norður-Atlantshafinu. Aldan vinnur á föstu berginu með því að þrýsta þétt saman lofti í rifum og sprungum. Við útsogið dregur sjórinn loftið með sér. Þá verður til undirþrýstingur. Þessi ferill brýtur bergið smám saman. Við bætist svo rof vegna bergbrota sem aldan skellir á sjávarkletta og laust grjót, og auk þess frostveðrun þegar vatn í glufum þenst út við að harðna, og jafnvel sandblástur.

Hraunið umhverfis Brimketil er gróft, sprungið og með háum úfnum jöðrum og yfirborði. Líklega hefur það runnið í Reykjaneseldum á árunum 1210-1240.

Þjóðsaga ein segir frá nátttröllinu Oddnýju sem bjó í Háleyjabungu, rétt vestan við Brimketil, ásamt Hróari manni sínum og syni þeirra Sölva. Eina nóttina fór hún út að Ræningjaskeri rétt austan við Brimketil til að ná í hvalhræ sem hafði rekið að landi. Í bakaleiðinni hvíldi hún sig og baðaði í Brimkatli. Þegar hún hélt loks heim á leið komst hún ekki langt þar sem sólin kom upp um það leyti. Varð hún því að steini og sást þarna lengi sem hár bergdrangur, allt þar til sjórinn braut hann smám saman niður. Brimketill hefur því einnig verið nefndur Oddnýjarlaug í höfuð á nátttröllinu.

On a sunny day, the rock formation is reminiscent of a hot tub. The kettle and the boilers in its vicinity were created by the constant friction of the surf at the lava rocks. There, the external load has gradually shaped cups and kettles into the basal lava.

The sea has a major impact on landscaping in Reykjanes. By observing the surf slam on the cliffs in the area of the surf, one can see the power that resides in the North Atlantic. The waves works on solid rock by pushing air tightly into the cracks and cracks. At seawater, the sea draws the air. Then there will be depression. This process gradually breaks the rock. We also add erosion due to rock fractures that continually hit the cliffs and loose boulders, and in addition, freezing when water in the gaps expands to harden, and even sandblast.

The lava around the surface of the surf is rough, cracked and with high jagged edges and surface. Probably it has risen in the Reykjanes fires in the years 1210-1240.

Legend one tells of Oddnýja’s night troll who lived in Háleyjabunga, just west of Brimketil, with her husband Hroari and their son Sölva. One night she went out to a bandwagon just east of Brimketil to catch a whale that had landed. In the back alley she rested and bathed in the surf boil. When she finally made her way home, she did not get far as the sun came up about that time. So it became a rock and was seen there for a long time as a high rock, until it gradually broke down. The surf kettle has therefore also been named Oddnýjarlaug in the head of the night troll.

. . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig

You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com

– 0 –

Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

Viltu styrkja þessa síðu?

Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:

Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469

Show Buttons
Hide Buttons