2021-10-06
Driffellshraun Lava │ Iceland Photo Gallery
Documenting Iceland
by: Rafn Sig,-
Ný sjóndeildarsýn
Ef vel er að gáð má sjá að sjóndeildarlínan hefur breyst frá því síðast ég var á þessum slóðum.
Lítið eldfjall á Fagradalsfjalli hefur potað sér uppúr, grátt og guggið því þar er engan gróður að sjá, aðeins dautt, lífvana hraun og gígur.
Lengst til hægri má sjá Driffell, þá Kistufell, Gígurinn í Fagradalsfjalli, Fagradalsfjall og svo lengst til vinstri Hraunsels-Vatnsfell
Ég fór um þetta svæði í dag (2021-10-06) til þess að ljósmynda umhverfið, því nú höfum við fengið yfir 800 jarðskjálfta sem eiga upptök sín þarna í nágreninu svo það gæti alveg eins orðið eldgos á þessu svæði hvenær sem er, eða kannski ekki.
Nafnið Driffell er sérkennilegt og gæti verið komið af nafnorðinu drif, (snjódrífa, fjúk) eða þá af sögninni að drífa eitthvað áfram, reka eitthvað áfram og gæti þá átt við fjárrekstur enda auðveldast að koma fénu yfir úfið hraunið með því að fara Þórustaðastíginn um Driffellsmóana. A þessum slóðum er stígurinn einnig kallaður Driffellsstígur og hraunið umhverfis fellið Driffellshraun.
A new Horizon
If you look closely, you can see that the horizon has changed since the last time I was in this area.
A small volcano on Fagradalsfjall has poked itself up, gray and jagged because there is no vegetation to be seen, only dead, lifeless lava and crater.
Farthest to the right you can see Driffell, then Kistufell, Crater in Fagradalsfjall, Fagradalsfjall and then farthest to the left Hraunsels-Vatnsfell
I went around this area today (2021-10-06) to photograph the landscape, because now we have got over 800 earthquakes originating nearby so there could just as well be an eruption in this area at any time, or maybe not.
The name Driffell is peculiar and could be derived from the . . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig
Subscribe to my Youtube Channel
You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com
0 Comments