2022-4-27

Dulúð Kverkfjalla │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Kverkfjöll eru mikil megineldstöð í norðurbrún Vatnajökuls og þriðji hæsti fjallbálkur landsins á eftir Öræfajökli og Bárðarbungu. Tvær jökulfylltar öskjur eru taldar vera í Kverkfjöllum og á Kverkfjallahrygg. Er syðri askjan jökli hulin en rimar þeirrar nyrðri eru að mestu íslausir nema að sunnanverðu; liggja þeir í um og yfir 1800 m hæð. Hæst rís Skarphéðinstindur á austanverðu fjallinu í 1936 metra hæð yfir sjávarmál. Skipta má Kverkfjöllum í eystri og vestari hluta um Kverk sem er mikið skarð í fjöllin norðanverð með geysiháum þverhníptum hamraveggjum.

Kverkfjallarani er að meginhluta byggður upp af samsíða móbergshryggjum, 5-6 talsins, og fara hnjúkar hækkandi eftir því sem nær dregur Kverkfjöllum. Sigdalur sem Hraundalur kallast liggur um ranann endilangan með stefnu á Kverk og skiptir honum í Austur- og Vesturrana. Niður í innsta hluta hans skríða urðarjöklar frá Kverkfjöllum eystri.

Að meginhluta til hafa Kverkfjöll byggst upp í eldgosum á síðasta jökulskeiði. Er talið að goshrinur hafi verið um 40 talsins og hver þeirra skilað að meðaltali um 0,1 rúmkílómetrum af gosefnum.

Í Kverkfjallarana er afar mikið um misgengi. Þar hafa orðið nokkur hraungos eftir að jökla leysti fyrir um 10 þúsund árum og er Biskupsfellgossprungan og svo aftur Lindahraun taldar yngstu gosmenjarnar, þær fyrrnefndu 1000 – 2000 ára en Lindahraun yngra en 2800 ára. Hraunin hafa oftast verið þunnfljótandi og liðast nú eins og ár í steingerðum fossum og flúðum niður um hlíðar móbergshnjúkanna en þeir hafa margir úðast hraunkleprum og gjalli.

 

Eitt öflugasta háhitasvæði landsins er að finna í Kverkfjöllum vestari. Tengist það misgengi með sigstalli. Hverasvæðið er um 3 km á lengd og allt að 1 km á breidd og liggur í 1600 -1700 m hæð yfir sjó. Austan Kverkfjalla er jarðhita að finna í Hveragili á um 2 km löngum kafla og eru þar víða 40 til 60 gráðu heitar laugar. Í gilinu eru fallegar kalkútfellingar og bólstraberg.

The Kverkfjöll mountain range is a cluster of peaks formed by a large central volcano on the northern edge of the Vatnajökull ice cap. It is the third highest mountain range in Iceland after Öræfajökull and Bárdarbunga. Two calderas below the ice are thought to have formed part of the Kverkfjöll Ridge. The caldera to the south is covered by a glacier, but the rim of the northern caldera is now mostly ice-free except on the south side.

Massive glacier tongues extend from the Vatnajökull ice cap on both sides of the Kverkfjöll Mountains, while the glaciers Dyngjujökull and Brúarjökull lie to the west and east respectively.  . Ridges and rivers. Kverkfjallarani ( Kverkfjöll Ridge) is made up of five or six parallel liparite ridges joining peaks that steadily increase in height as they near the Kverkfjöll of the Kverkfjöll Mountains, while further to the east, other tributaries disappear into the sand-scoured lava. Fine glacial clay deposits are frequently swept up by the wind, causing large mist columns which can severely restrict visibility as they sweep long.

. . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig

 

Subscribe to my Youtube Channel 

 

You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com

 







Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

Viltu styrkja þessa síðu?

Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:

Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469

0 Comments

Show Buttons
Hide Buttons