2024-07-12

Gjáin Oasis │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Gjáin er gljúfur í Þjórsárdal með mörgum lindum og fossum. Stærsti fossinn heitir Gjárfoss (eða Gjáfoss). Í Gjánni rennur Rauðá sem sprettur upp í Rauðárbotnum milli Sandafells og Fossheiðar, miklu ofar á afréttinum. Hverfur hún síðan niður í sandinn á Hafinu svokallaða og kemur fram úr jörðinni aftur í Gjánni.

Í Gjánni eru fallegar bergmyndanir, stuðlað hraun og móberg. Hraunið nefnist Þjórsárdalshraun og þekur allan dalbotninn neðan við Gjána. Það er hluti af stærra hrauni sem einu nafni nefninst Búrfellshraun og kom upp í gígaröð við Veiðivötn fyrir um 3000 árum. Ætihvönn og gróskumikill blómgróður vex við lindalækina í Gjánni.

Bærinn Stöng í Þjórsárdal stendur við Rauðá neðan við Gjána.

Áður en Búrfells- og Sultartangavirkjanir voru byggðar, flæddi Þjórsá stundum yfir Hafið og niður í Gjána svo Rauðá (og Fossá) urðu stundum mórauðar í leysingum.

Gjáin var friðuð árið 2020.

At the edge of the Icelandic Highlands at the uppermost part of Þjórsárdalur Valley, you will find one of Iceland’s most beautiful small oasis. There are many places you label as an oasis in Iceland and Gjáin is one of the most beautiful, you will feel as if you are entering a real-world fairytale. Visitors find it almost surprising as it appears from nowhere and is only visible as you approach the edge of the tiny valley.  Even the lava in this area takes on a beautiful form in Gjáin. You will find lava caves and a lot of basalt columns as well as volcanic tuft. . . . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig

– 0 –

Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

Viltu styrkja þessa síðu?

Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:

Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469

Show Buttons
Hide Buttons