2024-03-11

Gróttuviti Lighthouse │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Fyrst var byggður viti í Gróttu árið 1897 að fyrirsögn starfsmanna dönsku vitastofnunarinnar. Núverandi viti var reistur hálfri öld síðar, árið 1947, sívalur kónískur turn úr steinsteypu með ensku ljóshúsi, 24 m að hæð, hannaður af Axel Sveinssyni verkfræðingi. Upphaflega var vitinn húðaður utan með ljósu kvarsi en hefur nú verið kústaður með hvítu þéttiefni.

Linsan sem sett var í vitann frá 1897 er enn í notkun í Gróttuvita. Gastæki var sett í vitann er hann var tekinn í notkun en hann var rafvæddur árið 1956.

Vitavörður var búsettur í Gróttu frá 1897 til 1970. Vitaverðirnir voru aðeins tveir, Þorvarður Einarsson og Albert sonur hans. Vitavarðarhúsin hafa nú verið gerð upp og eru í eigu Seltjarnarnesbæjar.

Eyjan Grótta er einstök náttúruperla vestast á höfuðborgarsvæðinu. Hún er um 5 hektarar og tengist landi með Gróttugranda. Þar er að finna óspillta og einstaka náttúru. Fjörurnar sunnan við Gróttu, Seltjörn og Bakkavík eru hentugar til útivistar og eru auðugar af lífi sem vert er að skoða. Þá er fuglalífið mjög fjölbreytt og sést hafa um 106 fuglategundir á Seltjarnarnesi. Lífið í og við Bakkatjörn er áhugavert að fylgjast með og kanna. Á fjöru er hægt að komast fótgangandi út í Gróttu. Hægt er að dvelja í eynni á fjörunni í um 6 klst.

Yfir sumartímann er hægt að finna um 140 tegundir háplantna sem er um 1/3 af heildafjölda plöntutegunda landsins.

Grótta is a tied island at the extreme end of Seltjarnarnes in the Capital Region of Iceland. During high tide the tombolo is completely submerged, turning Grótta into an island.

The island is accessible by foot during low tide, giving people a window of about six hours to visit the island. Grótta and the region close by is a popular outdoor recreational area.

Grótta became a nature reserve in 1974 and it is forbidden to visit it during nesting season, from 1 May to 15 July. There are about 450 couples of arctic terns in Grótta.

A lighthouse was originally built in 1897, a new one was built in 1947.The local search and rescue association is named after long term lighthouse keeper Albert Þorvarðarson (1910–1973).

The main house has been deserted since 1970.[2] The municipality acquired the buildings in 1994 and they are now used as occasional facilities for groups on school trips.

. . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig

– 0 –

Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

Viltu styrkja þessa síðu?

Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:

Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469

Show Buttons
Hide Buttons