2023-07-03

Gullborgarhellir Lava Cave │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Gullborgarhellir er lengstur hellanna í Gullborgarhrauni. Hann gengur út frá miklu niðurfalli skammt frá gígnum. Heildarlengd hellisins er um 670 metrar. Fyrstu 170 metrana er gengið á hrauntungu sem komið hefur inn í hellinn undir lok gossins. Þessi tunga er gróf yfirferðar en innan við hana tekur við slétt hraungólf inn í botn. Hellirinn er mjög lítið hruninn, stór, upprunalegur, með margvíslegum hraunmyndunum og einn af skemmtilegri hellum á Íslandi. Þegar komið er um 260 metra inn í hellinn greinist hann í tvenn göng sem sameinast svo aftur og eru hvor um sig næstum eins víð og aðalhellirinn. Allra innsti hluti hellisins er girtur af með keðju en þar fyrir innan eru viðkvæmar hraunmyndanir sem gleðja augað. Ekki er leyfilegt að fara inn fyrir keðjuna.

Hellirinn er friðlýst­ur og óheimilt að fara í hann nema með fylgd

Gullborgarhellir lava tube cave is the longest of all the lava tubes in Gullborgarhraun. The lava tube extends from a pitfall not far from the crater itself.

The length of the cave is estimated to be around 670 metres. Through the first 170 metres, we walk on a tongue of hardened lava, which probably flowed into the cave in the latter part of the eruption. The tongue is rather rugged underfoot but once you are over this there is a flat cave floor all the way down to the end of the lava tube. The lava tube’s ceiling has not collapsed to any extent. It is rather significant and has some unusual lava formations.  This is a fun lava tube to explore. At about 260 metres into the lava tube, the cave forks in two directions, which then join further on in the lava tube. Each tunnel is almost as wide as the main tube itself.

The innermost section of the lava tube is off-limits due to fragile lava formations and is cut off by a sturdy chain. In front of the chain, you are able to view those delicate lava formations but you must not cross over the chain.

The cave is a protected natural feature and can only be visited with a guide

. . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig

You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com

– 0 –

Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

Viltu styrkja þessa síðu?

Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:

Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469

Show Buttons
Hide Buttons