2022-03-25

Heimskautarefur – Arctic fox │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Heimskautarefur eða fjallarefur (vulpes lagopus, áður alopex lagopus), einnig nefndur tófa eða refur á íslensku, er tegund refa af ættkvísl refa (vulpes) sem tilheyrir hundaætt (canidae). Heimskautarefurinn er eina landspendýrið í íslensku dýraríki sem hefur borist til Íslands án aðstoðar manna. Dýrafræðingar hafa greint ellefu undirtegundir heimskautarefsins en ekki eru allir fræðimenn sammála um þær greiningar. Tófur má finna um allar Norðurslóðir. Tegundin er í útrýmingarhættu í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi og á eyjum við austur Síberíu.

Karldýrin eru oftast nefnd steggur eða högni en einnig kemur fyrir að þeir séu nefndir refur. Kvendýrin eru nefnd læða eða bleyða en einnig kemur fyrir að þær séu nefndar tófur.

Ekkert annað dýr á Íslandi hefur haft eins mörg heiti. Má það meðal annars rekja til þeirrar algengu trúar um alla Evrópu að ekki megi nefna nafn hins illa upphátt til þess að kalla hann ekki fram. Fyrir utan þau algengustu refur og tófa má nefna: dratt(h)ali, gortanni, lágfóta, melrakki, skaufhali, skolli og vemma. Refir sem leggjast á fé eru nefndir bítur, dýrbítur og bitvargur. Snoðdýr er tófa sem aldrei fær fallegan belg með vindhárum. Refalæða sem lögst er í greni til að gjóta er kölluð grenlægja. Afkvæmið nefnist yrðlingur.

Tófan er einstaklega vel hæf til að lifa í heimskautaloftslagi og hefur mjög þéttan feld sem einangrar hana vel, jafnvel í miklum kulda. Um 70% af feldinum er undirhár sem gerir það mögulegt að halda eðlilegum líkamshita þó umhverfið fari allt niður í 35°C frost. Feldurinn er sem þéttastur frá desember til mars. Tófan hefur mjög stutt skott, trýni, háls og lítil eyru miðað við aðrar refategundir og hefur þróast þannig til að takmarka hitatap.

Villtar verða tófur 6–10 ára gamlar, en geta orðið allt að 20 ára undir mannahöndum. Fullorðnir íslenskir refir eru á bilinu 3 til 4,5 kg að þyngd. Líkaminn er 40 til 70 cm frá trýni aftur á rass, skottið er svo 30 cm í viðbót. Hæðin upp á herðakamb er um 30 cm og líkist tófan litlum hundi.

Tófan er aðallega á ferðinni að degi til, ekki síst í ljósaskiptum kvölds og morgna.

The Arctic fox (Vulpes lagopus), also known as the white fox, polar fox, or snow fox, is a small fox native to the Arctic regions of the Northern Hemisphere and common throughout the Arctic tundra biome. It is well adapted to living in cold environments, and is best known for its thick, warm fur that is also used as camouflage. It has a large and very fluffy tail. In the wild, most individuals do not live past their first year but some exceptional ones survive up to 11 years. Its body length ranges from 46 to 68 cm (18 to 27 in), with a generally rounded body shape to minimize the escape of body heat.

The Arctic fox preys on many small creatures such as lemmings, voles, ringed seal pups, fish, waterfowl, and seabirds. It also eats carrion, berries, seaweed, and insects and other small invertebrates. Arctic foxes form monogamous pairs during the breeding season and they stay together to raise their young in complex underground dens. Occasionally, other family members may assist in raising their young. Natural predators of the Arctic fox are golden eagles, Arctic wolves, polar bears, wolverines, red foxes, and grizzly bears.

. . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig

 

Subscribe to my Youtube Channel 

 

You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com

 







Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

Viltu styrkja þessa síðu?

Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:

Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469

0 Comments

Show Buttons
Hide Buttons