2023-06-27

Holuhraun Volcanic Eruption │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Holuhraun var lítið basalthraun sunnarlega í Ódáðahrauni milli Dyngjufjalla og Dyngjujökuls. Hraunið var nánast óþekkt og lítið rannsakað þar til síðsumars 2014. Þá urðu þar eldsumbrot og hraungos svo nafnið Holuhraun komst á forsíður blaða víða um heim. Nýja hraunið sem kom upp í gosinu var síðan kallað sama nafni og gamla hraunið.

Mikil skjálftahrina hófst í Bárðarbungu um miðjan ágúst 2014. Til að byrja með var skjálftavirknin mest innan öskjunnar í fjallinu. Síðan tók virknin að færast til norðausturs, yfir Dyngjujökul og í átt að Holuhrauni. Jafnframt mældist stöðugur skjálftaórói innan Bárðarbunguöskjunnar. Mörg hundruð skjálftar voru skráðir á hverjum sólarhring, sá stærsti 5,7 stig, en hann átti sér stað 26. ágúst. Talið er að bergkvika hafi streymt úr kvikuhólfi undir Bárðarbungu og út í sprungusveim sem leiddi hana um 40 km leið að Holuhrauni.

Þann 29. ágúst 2014 varð lítið hraungos í Holuhrauni . Það stóð einungis í fáa klukkutíma og lauk samdægurs, en var forboði meiri tíðinda.

Aðfaranótt 31. ágúst hófst öllu stærra gos í Holuhrauni. Gosið náði hámarki á fyrsta degi. Þá gaus úr rúmlega 1500 m langri gossprungu. Hraun flæddi til NA og var orðið um 4 km2 á fyrsta sólarhring. Kvikustrókar risu í 50-100 m hæð þegar mest gekk á á fyrsta degi gossins.

Samfellt gos stóð frá 31. ágúst til 27. feb. eða í rétta 6 mánuði.

Holuhraun is a large lava field just north of the Vatnajökull ice cap, in the Icelandic Highlands, in Suður-Þingeyjarsýsla, Northeastern Region, Iceland. The lava field was created by fissure eruptions. After a research expedition in 1880, the lava field was initially called Kvislarhraun. Four years later, it received its current name from the geologist and geographer, Þorvaldur Thoroddsen. Holuhraun is the site of a volcanic eruption that began on 29 August 2014 and produced a lava field of more than 85 km2 (33 sq mi) and 1.4 km3 (0.34 cu mi) – the largest in Iceland since 1783

Holuhraun is situated at the southern end of Ódáðahraun, one of the country’s largest lava fields. The main volume of the Jökulsá á Fjöllum River flows from the eastern side of Holuhraun, in the Kverkfjöll area. Hrimalda, Urðarháls, and Kistufell are to the west of Holuhraun, with Dyngjuháls and Trölladyngja beyond. The Dyngjujökull glacier, part of Vatnajökull, is to the immediate south. Holuhraun is about 15 km (9.3 mi) south of the Askja caldera, and the Bárðarbunga volcano is 41.39 km (25.7 mi) to the southwest of Holuhraun. An unnumbered road traverses Holuhraun.

. . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig

You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com

– 0 –

Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

Viltu styrkja þessa síðu?

Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:

Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469

Show Buttons
Hide Buttons