2021-05-17

Ice Caves – Íshellar │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Íshellar geta verið mjög fallegir og upplifun þeirra sem þangað fara ólík því sem er víðast annarstaðar.

Flestir íshellar eru inn af útfalli vatnsfarvega á jökulbotni og myndast vegna rennslis vatns á leysingartíma. Á nokkrum stöðum innan Vatnajökulsþjóðgarðs eru til íshellar sem myndaðir eru vegna jarðhita. Íshellar af báðum gerðum eru í eðli sínu fremur óstöðugir og síbreytilegir. Hætta getur verið á hruni úr ísþakinu, vatnsrennsli eftir þeim getur einnig valdið hættu eða gert þá með öllu ófæra. Þá geta brunnar og sprungur ofan þeirra fyllst af snjó og krapa og náð síðan skyndilegri framrás inn í hellinn með því sem helst líkist krapahlaupi. Í jarðhitahellum getur orðið súrefnisskortur og stundum eitraðar lofttegundir. Öll þessi atriði skapa hættu og geta valdið slysum.

Flestir íshellar myndast sem farvegir fyrir leysingavatn við botn jökulsins. Yfirleitt verða þeir til á sumrin þegar leysing er mikil og vatnsrennsli við botninn einnig. Á sumrin eru ísgöngin full af vatni og með öllu ófært í þau nema þegar skyndilegar breytingar verða á farvegum undir jöklinum. Þegar leysing hættir á haustin dregur mjög úr rennsli um gögnin og hættir það yfirleitt alveg um veturinn. Eftir standa göngin sem langur íshellir. Næst jaðri þar sem ísinn er fremur þunnur (fáir tugir metra) haldast hellarnir í svipuðu ástandi allan veturinn, þó einstaka blotakaflar geti valdið rennsli vatns og jafnvel fyllingu ganganna af sandi og möl. Fjær jaðri, þar sem ísinn er mun þykkari, lokast göngin hinsvegar nokkuð hratt. Til dæmis veldur þreföldun ísþykktar u.þ.b. tíföldun í hraða lokunar.

Auk íshella sem myndaðir eru á þennan hefðbundna hátt, eru einnig til hellar, t.d. í Kverkfjöllum, þar sem jarðhiti undir jöklinum bræðir ísinn. Slíkir hellar geta haldist opnir allt árið um kring, þó oft sé verulegur vatnsagi um þá á sumrin vegna aukinnar leysingar.

Hrunhætta er alla jafna mest við munnann. Þar er ísþykktin minnst og ef einhver bráðnun verður, t.d. þegar lofthiti er hár samfara úrkomu, þynnist þakið við munnann, sprungur geta myndast og stykki fallið úr þakinu.

Brunnar myndast á yfirborði jökuls þar sem vatn fellur um niðurfall um ísgöng niður að jökulbotni. Slík op, mynduð að sumarlagi, geta leitt niður í íshellinn. Að vetrinum geta þessir brunnar verið opnir og jafnvel fært um þá upp á yfirborð. Einnig getur safnast í þá snjór. Í blotum getur sá snjór orðið vatnsósa þar til hann verður óstöðugur og ryðst þá niður og fram í nokkurskonar krapahlaupi. Þau geta verið mjög hættuleg fyrir fólk ef það er á botni hellisins nærri slíkum brunni.

Förum varlega öllum stundum

(Heimildir: Íshellar í Vatnajökulsþjóðgarði – Magnús Tumi Guðmundsson / Finnur Pálsson / Jón Gauti Jónsson)

Ice caves can be very beautiful and the experience of those who go there is different from what is found elsewhere.

Most ice caves are formed by the outflow of watercourses on the glacial bottom and are formed due to the flow of water during the melting period. In several places within Vatnajökull National Park, there are ice caves that are formed due to geothermal heat. Ice caves of both types are by nature rather unstable and ever-changing. There may be a risk of collapse from the ice roof, water flow after them can also cause danger or make them completely inaccessible. Then wells and fissures above them can be filled with snow and slush and then reach a sudden passage into the cave with what most resembles a slush. Geothermal caves can be deprived of oxygen and sometimes toxic gases. All of these factors create hazards and can cause accidents.

Most ice caves form as waterways for thawing water at the bottom of the glacier. They usually occur in the summer when there is a lot of thawing and water flow at the bottom as well. In the summer, the ice tunnels are full of water and completely impassable, except when there are sudden changes in the waterways under the glacier. When thawing stops in the fall, the flow of data decreases greatly and usually stops completely in the winter. The tunnel remains as a long ice cave. Next to the edge, where the ice is rather thin (a few tens of meters), the caves remain in a similar condition all winter, although occasional wet sections can cause water to flow and even fill the tunnels with sand and gravel. Opposite the perimeter, where the ice is much thicker, the tunnel closes fairly quickly. For example, tripling the thickness of ice causes approx. tenfold in closing speed.

In addition to ice caves formed in this traditional way, there are also caves, e.g. in Kverkfjöll, where geothermal heat under the glacier melts the ice. Such caves can remain open all year round, although there is often a significant . . . All linfo can be found at: https://www.patreon.com/RafnSig

Subscribe to my Youtube Channel

You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com

 

Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

As a native photographer I feel responsible to leave all I can behind to show how it looked like, with my photography, before it’s too late.

0 Comments

Show Buttons
Hide Buttons