2022-08-22
Jökulgilskvísl seen from above │ Iceland Photo Gallery
Documenting Iceland
by: Rafn Sig,-
Jökulgil er u.þ.b. 13 km langur og tiltölulega grunnur dalur, sem liggur til suðausturs frá Landmannalaugum inn undir Torfajökul og um hann rennur Jökulgilskvísl. Fjallshryggurinn Barmur og Hábarmur (1192m) er austan við Jökulgil og upp að honum er Sveinsgil en á móti, Laugamegin, eru Grænagil og Brandsgil, hrikalegt með margs konar litskrúðugum kynjamyndum. Jökulgilið lætur engan, sem leggur leið sína inn í það, ósnortinn. Það er eins og að hverfa út úr raunveruleikanum inn í ævintýri að hafa þennan ótrúlega litauðuga og fjallasal með lágmyndum náttúrunnar allt um kring. Það er jafnvel ekki nóg að bera umhverfið saman við fagurt listasafn.
Jökulgilskvíslin á upptök sín í Torfajökli og Reykjafjöllum. Henni hefur verið stýrt fram hjá Landmannalaugum með háum görðum til að koma í veg fyrir spjöll, sem hún olli þar í flóðum. Áin hleður stöðugt undir sig og hefur valdið hækkuðu grunnvatnsborði á Laugasvæðinu. Kvíslin fellur síðan áfram meðfram Norðurnámi út í Tungnaá. Brúin yfir hana var byggð 1966 og fram að því var hún versti farartálminn á hinni tiltölulega greiðfæru Landmannaleið. Sjaldgæft er að hægt sé að ganga, ríða eða aka inn í Jökulgilið á sumrin vegna árinnar. Bezti tíminn til þess er á haustin eða veturna, þegar lítið er í, því að oft þarf að fara yfir ána.
Þjóðsagan segir, að Torfi í Klofa og allt heimilsfólk hans hafi flúið undan plágunni miklu 1493 og dvalið í Jökulgili á meðan hún gekk yfir. Þá var þar grösugur og skógi vaxinn dalur með jöklum um kring. Engu slíku er að mæta þar nú á dögum. Útilegumannatrúin var lífseig í tengslum við Jökulgil þar til Landmenn rannsökuðu það 1852 án þess að finna nokkur merki um slíkt hyski.
Jökulgil is approx. 13 km long and relatively shallow valley, which runs southeast from Landmannalaugur under Torfajökull and through which Jökulgilskvísl flows. The mountain ridge Barmur and Hábarmur (1192m) is to the east of Jökulgil and up to it is Sveinsgil, but on the opposite side, on the Laugar side, are Grænagil and Brandsgil, rugged with a variety of colorful figures. The glacier gorge leaves no one untouched who makes their way into it. It’s like disappearing from reality into a fairy tale to have this incredibly colorful and mountainous hall with reliefs of nature all around. It is not even enough to compare the environment to a fine art museum.
The Jökulgil tributary originates in Torfajökull and Reykjafjöll. She has been guided by Landmannalaugar with high rock fences to prevent the damage she caused there during floods. The river is constantly charging under itself and has caused a raised groundwater in the Lauga area. Then it continues along Norðurnámur into the Tungnaá River. The bridge over it was built in 1966, and until then it was the worst roadblock on the relatively smooth Landmanaleið. It is rare that you can walk, ride or drive into the Jökulgil in the summer because of the river. The best time to do this is in autumn or winter, when there is little water, because you often have to cross the river.
Folklore says that Torfi i Klofa and all his household fled the great plague in 1493 and stayed in Jökulgil while it passed. Then there was a grassy and wooded valley with glaciers all around. Nothing like that can be found there nowadays. The outdoorsman belief was persistent in relation to Jökulgil until Landmenn investigated it in 1852 without finding any signs of such a husky.
. . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig
Subscribe to my Youtube Channel
You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com
Viltu styrkja þessa síðu?
Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:
Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469