2024-08-02

Krýsuvík Geothermal │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Krýsuvík (oft einnig ritað Krísuvík) er jarðhitasvæði sunnan við Kleifarvatn. Það er fornt höfuðból sem lagðist í eyði á síðustu öld og er nú í eigu Hafnarfjarðarbæjar.

Krýsuvík er vinsælt náttúrusvæði, meðal sprengigíga eru Grænavatn og Gestsstaðavatn, og við Seltún og Kleifarvatn eru leirhverir. Krýsuvíkurbjarg er fuglabjarg niðri við ströndina, þar verpa um 57.000 sjófuglapör aðallega rita og svartfugl. Þar verpir einnig nokkuð af fýl, toppskarfi og silfurmáfi.

Helstu hverasvæði Krýsuvíkur eru Seltún, Hverahvammur, Hverhlíð, Austurengjar, suðurhluti Kleifarvatns og Sveifla undir Hettutindi. Þar má sjá gufustróka sem stíga til himins og sjóðandi leirhveri má sjá í Seltúni og Hverahvammar sem skarta grænum, gulum og rauðleitum litum sem skipta um svipmót eftir veðrinu.

Krýsuvíkursvæðið nær yfir jarðhitasvæðin á Austurengjum, Krýsuvík, í Köldunámum, Trölladyngju og við Sandfell og eru hverasvæðin mjög ólík.

Eldstöðvakerfi er kennt við svæðið og þekktustu umbrot á svæðinu eru Krýsuvíkureldar á 12. öld.

Sagt er frá í þjóðsögu að Krýsuvík sé nefnd eftir Krýs sem bjó í Krýsuvík. Hún átti í deilum um landmerki við nágrannakonu sína, Herdísi í Herdísarvík. Þær töldu sig báðar vera beittar órétti og ákváðu að skera úr í deilimáli sínu í eitt skipti fyrir öll. Þeim kom saman um að leggja af stað frá bæjum sínum við sólarupprás og ákveða mörk landa sinna þar sem þær mættust. Þegar þær hittust síðan á Deildarhálsi taldi Krýs að Herdís hefði lagt fyrr af stað en samið var um. Þær tóku þá að biðja hvor annarri óbæna ásamt jörðum þeirra. Herdís lagði á Krýsuvík að allur silungur í Kleifarvatni skyldi verða að loðsilungi en Krýs mælti svo fyrir að ein eða fleiri skipshafnir skyldu drukkna í Herdísarvíkurtjörn. Þessi saga um landaþrætu kerlinganna hefur lifað meðal Krýsvíkinga í hinum ýmsu myndum.

Krýsuvík (also Krísuvík), is an area in Southwest Iceland at about 35 km from Reykjavík.

It is situated on the Reykjanes peninsula between Þorlákshöfn and Grindavík and accessed by Routes 42 and 427.

The name Krýsuvík means “bay of Krýsa,” a folk tale figure from the area. Krýsa was an old woman who, together with her cousin Herdís, could use witchcraft. They had a discussion about the borders of their respective lands; one wanted to cast a spell so that all the fish in a nearby lake would be hairy, the other intended to bring up a storm and let all fishermen die. The dispute ended with the death of both of them. The folk tale says that they were buried side by side, and the place of the graves is still known to locals.[citation needed]

The Ögmundarhraun lava flows which were emitted by the nearby Krýsuvík volcanic system in the 12th century, destroyed the Krýsuvík farm, which was located at the coast, and filled up the bay.

In the vicinity are some maars and the high temperature geothermal area of Seltún, all part of the Krýsuvík volcanic system. The largest lake in the area, Kleifarvatn, began to diminish after an earthquake in 2000; 20% of its surface disappeared by 2005, but it had filled up again by 2019. Many interesting tuff rock formations are to be found at its western coast near Route 42 on the slopes of Sveifluháls.

The Ögmundarhraun lava field south of Krýsuvík includes some kīpukas, vegetation islands in the lava field, which can be reached by hiking trails. One of them, the Húshólmi, contains some ruins of the medieval farm of Krýsuvík. Scientists identified some stone fences within the same kipuka as being older as the official time of settlement (874). They used tephrochronology and saw that the famous bimodal settlement tephra (landnámslagið) derived from a combined eruption series within the Bárðarbunga-Veiðivötn and Torfajökull systems in the years 871-874, was covering these structures

. . . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig

Welcome to my Spotify page - Cinematic Instrumental Music

Playlist No 1 - Cinematic Instrumental Music

Playlist No 2 - Cinematic Music for Videos & Films

Playlist No 3 - Cinematic Emotional Background Music

– 0 –

Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

Viltu styrkja þessa síðu?

Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:

Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469

Show Buttons
Hide Buttons