2021-05-14

Krýsuvíkurkirkja │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Krýsuvíkurkirkja var einföld timburkirkja  í Krýsuvík. Hún var byggð árið 1857, endurbyggð árið 1964 og fór þá í vörslu þjóðminjavarðar  og komst við það á lista yfir friðuð hús. Altaristafla  kirkjunar var málverk eftir Svein Björnsson, listmálara.

Krýsuvíkurkirkja var notuð sem sóknarkirkja allt fram undir 1910. Hún var aflögð 1917 og notuð til íbúðar frá 1929, en síðan aftur breytt í kirkju 1963-64 fyrir tilstuðlan Björns Jóhannessonar, fyrrverandi forseta bæjarstjórnar í Hafnarfirði, en Hafnarfjarðarbær færði Þjóðminjasafninu húsið til varðveislu haustið 1964.

Kirkja mun hafa risið í Krýsuvík í upphafi kristni hér á landi í Kirkjulág í Húshólma áður en Ögmundarhaun rann um miðja 12. öld. Eftir þann atburð var kirkjan færð ofar í landið. Kirkjuna sem brann smíðaði Beinteinn Stefánsson hjáleigubóndi í Krýsuvík úr rekatrjám 1857. Byggð lagðist af í Krýsuvík í byrjun síðustu aldar og 1929 var Krýsuvíkurkirkja aflögð sem helgidómur. Magnús Ólafsson, sem síðastur bjó í Krýsuvíkurbænum, dvaldist í kirkjunni um árabil sem góður hirðir er gætti kinda.

Viðamiklar viðgerðir hófust árið 1986 og hún þá færð til upprunalegrar gerðar. Útveggir voru með tjargaðri listasúð og bárujárn á þaki. Engir gamlir kirkjumunir höfðu varðveist og voru kirkjubekkir, altari og prédikunarstóll af nýlegri og einfaldri gerð.

Hún brann til kaldra kola aðfaranótt 2. janúar 2010.

Tveir piltar og tvær stúlkur á aldrinum 17-20 ára játuðu að hafa kveikt í kirkjunni, en kirkjan gjöreyðilagðist í brunanum.  Ungmennin helltu úr bensínbrúsa inni í kirkjunni og kveiktu í. Þau yfirgáfu síðan staðinn en höfðu jafnframt meðferðis smámynt sem þau stálu úr söfunarbauki Krýsuvíkurkirkju. Við yfirheyrslur hjá lögreglu kom fram að þau ætluðu sér að kveikja í einhverri kirkju en tilviljun virðist hafi ráðið því að Krýsuvíkurkirkja varð fyrir valinu.

Ný og glæsileg Krísuvíkurkirkja var hífð á grunninn 10. október 2020 rétt fyrir kl 11 að morgni.

Þegar kirkjan var komin á sinn stað ávarpaði Jónatan Garðarsson, formaður Vinafélags Krýsuvíkurkirkju viðstadda og sr. Gunnþór Ingason var með stutta helgistund.

Nemendur í trésmíði við Tækniskólann í Hafnarfirði önnuðust nákvæma endursmíði kirkjunnar, alls um 140 manns. Hrafnkell Marinósson, kennari við skólann, stýrði verkefninu, sem margir fleiri komu að.

Krýsuvíkurkirkja was a simple wooden church in Krýsuvík. It was built in 1857, rebuilt in 1964 and then went into the custody of the National Guard and was added to the list of listed houses. The altarpiece of the church was a painting by Svein Björnsson, a painter.

It burned to cold coals on the eve of January 2, 2010.

A new and magnificent Krísuvík Church was laid to the ground on . . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig

 

Subscribe to my Youtube Channel

You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com

 

Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

As a native photographer I feel responsible to leave all I can behind to show how it looked like, with my photography, before it’s too late.

0 Comments

Show Buttons
Hide Buttons