2022-02-16

Langisjór in Winter Snow │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Langisjór er 27 km² stórt stöðuvatn í Vestur-Skaftafellssýslu, suðvestan við Tungnár- og Skaftárjökul. Það er í 670 m hæð og mesta vatnsdýpi er 75 m. Langir, áberandi móbergshryggir einkenna svæðið við Langasjó og er slíkt landslag einstakt á heimsvísu. Móbergshryggirnir mynduðust við gos undir jöklum ísaldar og eru Fögrufjöll, Tungnaárfjöll og Grænifjallgarður mest áberandi. Vestan við Fögrufjöll liggur svo Langisjór, í stefnu norðaustur – suðvestur.

Langisjór er meðal tærustu fjallavatna á Íslandi. Á fyrri hluta tuttugustu aldar rann kvísl úr Skaftá í vatnið og var það þá jökullitað en vegna hörfunar Síðujökuls falla allar kvíslar Skaftár nú austan Fögrufjalla og er Langisjór því fagurblár og með tærustu vötnum landsins.

Nafn sitt dregur vatnið af lengd sinni en það er um 20 km langt í stefnu norðaustur – suðvestur og 2 km breitt. Affall Langasjávar nefnist Útfall og rennur í Skaftá. Vegna þess hve afskekkt vatnið er fannst það ekki fyrr en á 19. öld.

Langisjór var friðlýstur ásamt hluta Eldgjár, í samræmi við Náttúruverndaráætlun 2009-2013, og var svæðunum bætt við Vatnajökulsþjóðgarð sumarið 2011

Langisjór is a lake in the Highlands of Iceland. It is around 20 km in length and up to 2 km wide, with a total surface area of about 26 km2 (10 sq mi) and a depth of 75m at its deepest point.

It is one of the largest natural lakes in the country (not a reservoir for a hydroelectric plant) but is difficult to see unless you either travel to the edge of the water or climb a nearby mountain.

On both sides of the lake, there are long mountain rigs, Fögrufjöll (“Beautiful mountains”) and Tungnaárfjöll.

The lake is situated rather far from civilization at the south-western border of Vatnajökull at an altitude of 670 m above sea level. Environmental campaigners have expressed concern at government plans to site an industrial dam on the lake

. . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig

 

Subscribe to my Youtube Channel 

 

You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com

 Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

As a native photographer I feel responsible to leave all I can behind to show how it looked like, with my photography, before it’s too late.

0 Comments

Show Buttons
Hide Buttons