2024-06-13

Látraströnd – Abandoned farmhouse │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Látraströnd er strandlengjan austan við utanverðan Eyjafjörð og nær frá Grenivík í suðri og norður á Gjögurtá.

Ströndin dregur nafn sitt af bænum Látrum, sem fór í eyði 1942 og voru yst á ströndinni. Önnur eyðibýli á Látraströnd, talin suður frá Látrum: Grímsnes, Sker, Miðhús, Steindyr, Jaðar, Svínárnes, Hringsdalur og Hjalli. Syðsti bærinn er í byggð: Finnastaðir, rétt norðan Grenivíkur. Yfir ströndinni gnæfa fjöllin Kaldbakur, Skersgnípa og Einbúi.

Á Látraströnd er lítið undirlendi og hvergi nema mjó ræma. Þar er snjóþungt og snjóa leysir seint á vorin. Vetrarbeit var því lítil vegna snjóþyngsla þótt þarna sé gott sauðland á sumrin og heyskapur var erfiður svo að bændur á ströndinni reiddu sig mjög á sjósókn. Snjóflóðahætta er víða á ströndinni og meðal annars eyddust tveir bæir þar í snjóflóði 1772. Bæirnir á utanverðri ströndinni fóru allir í eyði fyrir miðja 20. öld og þar eru hvergi hús uppistandandi en tóftir og rústir sjást víða og skáli ferðafélagsins Fjörðungs er á Látrum.

Látraströnd is the coastline east of the outer Eyjafjörður and extends from Grenivík in the south and north to Gjögurtá.

The beach takes its name from the town of Látrum, which was deserted in 1942 and was at the far end of the beach. Other deserted farms on Látraströnd, considered south from Látri: Grímsnes, Sker, Miðhús, Steindyr, Jaðar, Svínárnes, Hringsdalur and Hjalli. The southernmost town is in the settlement: Finnastaðir, just north of Grenivík. The mountains Kaldbakur, Skersgnípa, and Einbúi tower above the coast.

On Látraströnd there is little lowland and nothing but a narrow strip. It is snowy there and the snow melts in late spring. Winter grazing was therefore small due to the weight of snow, although there is good sheep land there in the summer, and haymaking was difficult, so farmers on the coast relied heavily on sea farming. There is a risk of avalanches in many places on the coast, and among other things, two towns there were destroyed in an avalanche in 1772. The towns on the outer coast were all deserted before the middle of the 20th century, and there are no houses standing, but ruins and ruins can be seen in many places, and the cabin of the Fjörðung Travel Association is on Látrum.. . . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig

– 0 –

Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

Viltu styrkja þessa síðu?

Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:

Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469

Show Buttons
Hide Buttons