2020-12-10

Mud pot at Hrafntinnusker │ Iceland Landscape Photography

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

English below.

Hrafntinnusker er einstakur staður, jafnvel í fjölbreyttri landslagsflóru Íslands.

“Hrafntinnusker er fjall eða stór hryggur á íslenska hálendinu. Það er eldfjall sem flestir jarðfræðingar gera ráð fyrir að muni ekki gjósa í bráð. Fjallið dregur nafn sitt að fallegum glersteini “Hrafntinna/Obsidian” sem liggur út um all á svæðinu. Hrafntinna er afbrigði náttúrulegs glers, sem myndast í eldgosum þegar feldspatshraun kólnar og storknar mjög hratt, en kristallast ekki. Hrafntinnan er Líparítgler og er hrafnsvört eða dökkgrá á lit með glergljáa. Hrafntinna flokkast sem storkuberg og steindarlíki en ekki til steinda þar sem hún er ekki kristölluð. Hún samanstendur aðallega af kísli (SiO2) eða rúmlega 70% og samsetning hennar er mjög svipuð og í graníti og líparíti. Vegna þess að hrafntinna kristallast ekki geta hvassar hliðar hennar orðið næstum jafn þunnar og sameind. Hrafntinnan er heillandi jarðfræðilegt fyrirbæri sem við lítum á sem þjóðargersemi og er stranglega bannað er að fjarlægja hana.

Þótt síðari helmingur nafnsins á fjallinu sé sker en ekki fjall, er það talið vera í samræmi við nafnahefðir á austurhluta láglendisins umhverfis Syðri Fjallabak. Skaftfellingar kölluðu fjöll er komu upp úr jökli sker og fyrri hluti nafnsins segir sig sjálft enda má finna hér gríðarlega fallega hrafntinnu. Sker þýddi fyrrum ekki bara hólmi í sjó, heldur líka jörð sem stendur upp úr jökli.  Þannig hefur semsé glitt í Hrafntinnusker (1128 m.y.s.), meðan Torfajökull huldi allt svæðið umhverfis það.  Leifar af jöklum má greinilega sjá í vestanverðu Hrafntinnuskeri en þeir hafa þó látið verulega á sjá síðustu áratugina. Enn er jökull í Skerinu og undir honum heitir hverir sem hola hann að innan á ýmsa lund. Eins heillandi og íshellarnir eru, eru þeir líka mjög hættulegir, þar sem enginn veit í raun hvenær hlutar detta úr lofti eða veggjum. Mælt er með því að fólk fari alls ekki inn í hellana. Aldur Hrafntinnuskers er u.þ.b.8000 -8700 ár og það myndaðist í eldgosahrinu, upphafsgosið með basalti og svo kom upp seig, súr kvika.  Gróður þar er lítill, nema í kringum nærliggjandi hveri

Hrafntinnusker er þar sem svo margt á Íslandi virðist koma saman á sýnilegan hátt. Annars vegar ótrúlegt útsýni suður á bóginn þar sem djúpgrænir dalir og tælandi blá vötn og lækir sjást á sumrin. Svo í norðri má sjá snjór og ís í hrjóstruga gráa landslaginu eins langt og augað eygir.

– 0 –

“Hrafntinnusker is a mountain (1.128m high) or a large ridge in the Icelandic Highland..  It is a volcano that most geologists assume is not going to erupt anytime soon, though.  The mountain takes its name from the black glass rocks “Hrafntinna”, obsidian, formed when a rhyolite flowing magma cools extremely. . . all info at: https://www.patreon.com/RafnSig

 

Subscribe to my Youtube Channel

You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com

 

Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

As a native photographer I feel responsible to leave all I can behind to show how it looked like, with my photography, before it’s too late.

Help Support This Blog

 

This blog is offered free of advertising and corporate sponsors, but needs your support. Making an income in art and writing is not easy or consistent. If you find these essays useful, please consider showing your appreciation by making a small donation.

0 Comments

Show Buttons
Hide Buttons