2023-02-20

Pétursborg – gamalt sauðabyrgi │ Iceland Photo Gallery

by: Rafn Sig,-

Eftir að ég fann út hvar Pétursborg væri staðsett inn á hraunbreiðunni milli Nýjaselsbjalla og Litlu-Aragjá sá ég það fyrir mér að ganga yfir hrauni að vetri til, þótt það væri ekki til eftirbreytni vegna allra þeirra sprungna sem faldar eru undir snjófölinni. Þráin að taka nokkrar myndir af þessum merka sauðabyrgi að vetri til og það að ég hef ekki séð neinar myndir af Pétursborg frá þeim árstíma varð sterkari en skynsemin og ég lagði í hann einsamall einn fallegan vetrarmorgunn eftir langa leiðinlega inniveru vegna veðurfarsins sem undan hefur gengið. Eftir að ég hafði fikrað mig vel áleiðis inn á hrunbreiðuna varð mér hugsað til Ólafs Þorleifssonar í Miðhúsum er hann fór að leita kinda sinna um aldamótin 1900 og fannst ekki fyrr en þrjátíu árum síðan, því hann hvarf í eina af þessum sprungum sem liggja hér um all. Ferðin inn eftir Huldugjá gekk vel, þó seinfarin væri og myndum af Pétursborg að vetrarlagi náði ég.

After I found out where Pétursborg was located on the lava bed between Nýjaselsbjalla and Litlu-Aragjá, I imagined that it might be possible to walk over the lava field in winter, even if it wasn’t for imitation because of all the cracks hidden under the pale snow covering the earth. The desire to take some pictures of this remarkable sheepfold in winter and the fact that I haven’t seen any pictures of Pétursborg from that season of year became stronger than common sense. One beautiful morning after a long boring stay inside due to the winter weather storms I started my journey alone. After I had made my way well into the lave field, Ólaf Þorleifsson in Miðhús came in my mind, where he went looking for his sheep’s around the turn of the 1900 century and was not found until thirty years later, because he disappeared into one of those cracks that lie around here all over hidden under the snow. The trip through Huldugjá went well, even though it was difficault and slow, but and I managed to get some pictures of Pétursborg in the winter snow.

Pétursborg stendur á Huldugjárbarmi, heilleg og falleg aðkomu. Borgin er gamalt sauðabyrgi frá Tumakoti í Vogum, nefnt eftir Pétri Andréssyni (1839 – 1904) bonda þar, en hann er sagður hafa hlaðið borgina einn síns liðs. Hún er sporöskjulöguð og austurveggurinn er hruninn að mestu. Lengd borgarinnar er 6 -7 m, breidd 4 – 5 m, veggþykkt um 50 cm, hæð 180 cm og dyr snúa í suðaustur. Við Pétursborg að norðan og austan eru tvær gamlar húsatóftir og sú þriðja nokkuð nýrri. Sunnan undir borginni eru fjárhústóftir. Frá Pétursborg er fallegt útsýni yfir heiðina að Hrafnagjá, Snorrastaðatjarnir og Háabjalla. Svæðið myndaðist á svipaðan hátt og Þingvellir, misgengi þar sem miðjan sígur á sprungurein og gliðnar um u.þ.b. 2 cm að jafnaði á ári.
(Heimildir: Örnefni og Gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi eftir Sesselju G. Guðmundsdóttir – 2007 og Ferlir.is)

Pétursborg stands on the edge of Huldugjá.. The sheepfold is an old sheep fort from Tumakoti in Vogum, named after Pétri Andréssyni (1839 – 1904) a farmer there, who is said to have built the sheepfold single-handedly. It is oval in shape and the east wall is mostly collapsed. The length of the sheepfold is 6-7 m, width 4-5 m, wall thickness about 50 cm, height 180 cm and the door faces southeast. At Pétursborg to the north and east there are two old houses and the third is quite new. From Pétursborg there is a beautiful view over the heath to Hrafnagjá, Snorrastaðatjarnir and Háabjalla. The area was formed in a similar way to Þingvellir, a fault where the center descends on a fault line and slides around approx. 2 cm per year on average.

(Sources: Örnefni og Gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi eftir Sesselju G. Guðmundsdóttir – 2007 og Ferlir.is)

You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com

– 0 –

Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

Viltu styrkja þessa síðu?

Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:

Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469

Show Buttons
Hide Buttons