2024-05-16

Síldarævintýrið fyrra í Árneshreppi 1916-1919 / The previous herring adventure in Árneshreppi 1916-1919

Iceland Photo Gallery │ Documenting Iceland

by: Rafn Sig,- / Þorsteinn Hjaltason

Síldarævintýrið fyrra í Árneshreppi 1916-1919

Mestu breytingarnar í Árneshreppi í byrjun 20. aldar komu þó ekki með samvinnuhreyfingunni, heldur gróðahugsjón kapítalískra athafnamanna sem fundu nýja auðsuppsprettu á miðunum fyrir utan hreppinn.

Norðmenn höfðu lengi veitt og saltað síld við Ísland. Helstu söltunarstöðvarnar höfðu verið á Seyðisfirði og í Eyjafirði, og eftir aldamótin 1900 á Siglufirði. Ekki leið á löngu þar til síldarævintýrið barst á Strandir.

Í júlímánuði 1915 var Guðjón Guðmundsson, bóndi á Eyri og hreppstjóri, við fiskiróður úti fyrir Ingólfsfirði með Jóni bróður sínum á Seljanesi.

The previous herring adventure in Árneshreppi 1916-1919

The biggest changes in Árneshreppi at the beginning of the 20th century did not come with the cooperative movement but with the profit motive of capitalist entrepreneurs who found new sources of wealth on the tickets outside the district.

Norwegians had been fishing and salting for a long time herring off Iceland. The main salting stations had been in Seyðisfjörður and in Eyjafjörður, and after the turn of the century in 1900 in Siglufjörður. It didn’t take long until the herring adventure reached Strandir.

In July 1915, Guðjón Guðmundsson, a farmer in Eyri and district manager, was fishing outside Ingólfsfjörður with his brother Jón in Seljanes.

Fljótlega fór veður að versna og ákváðu þeir að fá festar við norskt síldveiðiskip, Barðann, sem lá þar úti á flóanum.  Norðmenn voru enn atkvæðamiklir í síldveiðum við Ísland og höfðu nokkrir verið með söltun utan Kúvíka frá 1906 á stöð sem var kölluð Hekla.  Var þeim vel tekið á skipinu. Skipstjórinn spurði hvaðan þeir væru og benti Guðjón þá inn Ingólfsfjörð.

Soon the weather started to get worse and they decided to anchor to a Norwegian herring fishing vessel, the Barðann, which was lying out there in the bay. Norwegians were still active in herring fishing off Iceland and some had been salting outside Kúvík since 1906 at a station called Hekla. They were well received on the ship. The captain asked where they were from and Guðjón pointed them to Ingólfsfjörður.

 

Þangað sagði skipstjórinn ekki vera hægt að fara á skipinu. Guðjón sagði að svo væri ekki, inni í Ingólfsfirði væri lífhöfn í öllum áttum, og vandkvæðalaust væri að sigla þangað ef menn þekktu leiðina um skerjagarðinn. Bauðst hann til að leiðbeina þeim inn í fjörðinn. Fleiri skip voru þar úti, flest norsk síldveiðiskip sem fylgdu í kjölfarið.

 

The captain said it was not possible to go there on the ship. Guðjón said that this was not the case, inside Ingólfsfjörður there was a harbor in all directions, and it would be easy to sail there if people knew the way around the skergarður. He offered to guide them into the fjord. More ships were out there, most of them Norwegian herring vessels that followed.

Þetta varð upphaf síldarsöltunnar við Ingólfsfjörð, því Norðmönnunum leist svo vel á hafnarskilyrði að þeir leituðu strax eftir að fá lóðir undir síldarsöltun, enda var á þessum tíma mikið af síld úti á Húnaflóa.

This was the beginning of herring salting at Ingólfsfjörður, because the Norwegians liked the harbor conditions so much that they immediately looked for land for herring salting, as at that time there was a lot of herring out in Húnaflóa.

Hans Langva, norskur síldarspekúlant fékk lóð undir síldarsöltun á Valleyri, utarlega við norðanverðan fjörðinn, í landi Seljaness og byggði þar íbúðarhús fyrir verkafólk og kom upp söltunaraðstöðu.  Þetta hefur að öllum líkindum verið árið 1916 og mun hann hafa leigt lóðina af Sveini Björnssyni sem hafði fengið hana útmælda og leigt fyrir 200 kr. á ári til tuttugu ára. Sama ár tók Guðmundur Hannesson lögfræðingur 18 á leigu lóð undir síldarstöð á Valleyri og endurleigði hluta hennar til Kristjóns Jónssonar þar sem hann kom á fót verslun.

Hans Langva, a Norwegian herring speculator, got a plot of land for herring salting at Valleyri, outside the northern side of the fjord, in the land of Seljaness, and built residential houses for workers there and set up a salting facility. This was probably in 1916 and he will have rented the plot from Svein Björnsson who had it measured and rented for 200 ISK. per year to twenty years. In the same year, lawyer Guðmundur Hannesson 18 leased a plot of land under a herring farm in Valleyri and re-leased part of it to Kristjón Jónsson, where he established a shop.

Á Eyri innarlega við sunnanverðan fjörðinn tóku Bræðurnir Einarsson á leigu lóð fyrir hönd Norðmannsins Peter Skarbøvik, sem byggði þar söltunaraðstöðu og einingarhús úr timbri 1916 en saltaði ekki. Á Eyri leigði einnig Norðmaðurinn Knut Roald lóð en byggði ekkert á henni.

In Eyri, on the southern side of the fjord, the Einarsson Brothers leased a plot of land on behalf of the Norwegian Peter Skarbøvik, who built a salting facility and a wooden unit house there in 1916, but did not salt. Norwegian Knut Roald also rented a plot of land in Eyri, but did not build anything on it.

Árið 1915 hafði Elías Stefánsson einnig byrjað síldarútgerð og söltun á Djúpavík í Reykjarfirði undir merkjum Hf. Eggerts Ólafssonar og reist þar plön, bryggjur og íbúðarhús fyrir vinnufólk. Sú starfsemi komst í fullan gang sumarið 1916.  Árið eftir hættu Norðmennirnir að koma til síldveiða vegna hafnbanns Breta í stríðinu, sá eini sem eitthvað hafði saltað við Ingólfsfjörð lenti í miklu basli vegna þess.  Norðmenn höfðu þó samkvæmt Ole Tynes, þekkts síldarspekúlants á Siglufirði, áætlanir um að koma sér upp frekari aðstöðu að stríðinu loknu.

In 1915, Elías Stefánsson also started herring harvesting and salting at Djúpavík in Reykjarfjörður under the banner of Hf. Eggerts Ólafsson and built plans, piers, and residential buildings there for workers. That activity got into full swing in the summer of 1916. The following year, the Norwegians stopped coming to herring fishing because of the British embargo during the war, the only person who had salted anything at Ingólfsfjörður got into a lot of trouble because of it. However, according to Ole Tynes, a well-known herring speculator on Siglufjörður, the Norwegians had plans to set up additional facilities after the war.

Hvað sem Norðmönnum leið voru hér ný tækifæri fyrir Íslendinga við síldarsöltun og veiðar. Sumir þeirra voru reyndir síldarspekúlantar frá Siglufirði, s.s. Ásgeir Pétursson og Óskar Halldórsson. Sex ungir menn, með Ólaf Guðmundsson, bróður Guðjóns á Eyri, í forsvari, tóku sig saman og keyptu mótorbátinn Venus og gerðu út til síldveiða og söltuðu að Eyri á stöð Skarbøviks sumarið 1917. Einnig reisti Ásgeir Pétursson söltunarstöð í Miðhúsum í landi Munaðarness, utarlega á firðinum sunnanverðum sama sumar.

Whatever the Norwegians felt, there were new opportunities for the Icelanders in herring salting and fishing. Some of them were experienced herring speculators from Siglufjörður, e.g. Ásgeir Pétursson and Óskar Halldórsson. Six young men, led by Ólaf Guðmundsson, Guðjón’s brother at Eyri, got together and bought the motor boat Venus and went out for herring fishing and salted Eyri at Skarbøvik’s station in the summer of 1917. Ásgeir Pétursson also built a salting station in Miðhús in the land of Munaðrness, outside on the south side of the fjord that same summer.

 

In 1918, activity became much greater than ever before in Ingólfsfjörður. Moved by Th. Thorsteinsson fished his herring station as a whole from Hjalteyri in Eyjafjörður west of Eyri, and went out there in two boats. This was because the herring had not moved east of Skaga in previous years, but stayed on the western side of Húnaflói, just outside Ingólfsfjörður. Guðmundur Kristjánsson in the company of others ran herring salting at Langvas station in Valleyri. this summer.

In the same summer, a salting station was built in Kleif, near Eyri, by Ólaf Guðmundsson and more people. Another one was built on Teig to meet Eyri by a group of shipowners from Akranes. So there were five salting stations in the fjord at Eyri and Valleyr, in Miðhús, Kleif, and Teig.

The summer of 1918 was a huge herring year, the herring was just off Ingólfsfjörður, and some of the ships could load twice and even three times in one day.

 

Árið 1918 urðu umsvifin mun meiri en nokkurntíma fyrr í Ingólfsfirði. Flutti Th.Thorsteinsson síldarstöð sína í heild frá Hjalteyri í Eyjafirði vestur á Eyri, og gerði þar út á tveim bátum. Þetta kom til af því að síldin hafði ekki gengið austur fyrir Skaga árin áður, heldur haldið sig á vestanverðum Húnaflóa, rétt utan við Ingólfsfjörð. Guðmundur Kristjánsson í félagi við fleiri rak síldarsöltun á stöð Langvas á Valleyri.þetta sumar.

Sama sumar var og reist söltunarstöð á Kleifum innan við Eyri, af Ólafi Guðmundssyni og fleirum. Önnur var reist á Teigum til móts við Eyri af hópi útgerðarmanna frá Akranesi. Voru því fimm söltunarstöðvar komnar í fjörðinn á Eyri og Valleyri, í Miðhúsum, Kleifum og Teigum.

Sumarið 1918 var geysilega mikið síldarár, síldin gekk rétt úti fyrir Ingólfsfirði og gátu sum skipanna því tví- og jafnvel þríhlaðið á einum sólarhring. 

Verðhrunið 1919

 

Árið 1919 voru stöðvarnar allar starfræktar, nema Teigastöðin, og af áðurnefndum aðilum nema hvað Th. Thorsteinsson leigði sína Óskari Halldórssyni síldarspekúlant og Garðari Gíslasyni stórkaupmanni. Spurn eftir síld var mikil og höfðu síldarsaltendur bundist samtökum um að selja ekki undir 110 kr. tunnuna.

The price crash of 1919

 

In 1919, all the stations were in operation, except the Teiga station, and by the previously mentioned parties, except for Th. Thorsteinsson rented his to Óskar Halldórsson, a herring speculator, and Garðar Gíslasson, a large merchant. The demand for herring was high, and the herring salters had bound themselves to an association not to sell for less than ISK 110. the barrel.

 

 

Seint í ágúst kom inn á Ingólfsfjörð sænskt flutningaskip og vildi skipstjórinn fá keypta saltaða síld, alls 3.500 tunnur og vildi greiða 90 kr. fyrir tunnuna. Ólafur Guðmundsson, sem hafði umsjón með söltuninni á Kleifastöðinni, vissi um tvo kaupsýslumenn frá Reykjavík sem áttu þetta mikið magn. Fór hann því suður til Hólmavíkur til að komast í símasamband við eigendur síldarinnar. Ólafur náði fljótlega sambandi við annan síldareigandann sem sagðist vita til þess að hann gæti selt síldina á 110 kr. tunnuna, samkvæmt heimildum sínum að utan. Varð því skipstjórinn sænski að kaupa smáslatta frá hinum og þessum sem þarna áttu saltaða síld, m.a. 900 tunnur frá Venus sem Ólafur átti sjálfur hlut í. Seldi hann síldina í umboði félaga sinna sem fannst sumum hann hafa rasað um ráð fram.

 

 

In late August, a Swedish cargo ship arrived at Ingólfsfjörður and the captain wanted to buy salted herring, a total of 3,500 barrels and wanted to pay ISK 90. for the barrel. Ólafur Guðmundsson, who was in charge of the salting at the Kleifa station, knew of two businessmen from Reykjavík who had this large amount. So he went south to Hólmavík to get in touch with the owners of the herring by phone. Ólafur soon got in touch with the other herring owner who said he knew that he could sell the herring for 110 ISK. the barrel, according to its outside sources. So the Swedish captain had to buy small slats from others who had salted herring there, i.a. 900 barrels from Venus in which Ólafur himself had a share. He sold the herring on behalf of his friends, some of whom felt that he had acted recklessly.

 

 Í september bárust svo þær fregnir að verðið hefði hrunið.  Verðhrunið varð af ýmsum ástæðum, talið var að aukið framboð síldar frá Noregi og Hollandi hefði valdið því, auk lítilla gæða íslensku síldarinnar. Það stafaði meðal annars af því að síldin hélt sig á Húnaflóa og langt var að sigla með hana á stóru söltunarstaðina á Siglufirði og í Eyjafirði.

 

In September there were reports that the price had collapsed. The price collapse happened for various reasons, it was believed that the increased supply of herring from Norway and the Netherlands had caused it, as well as the low quality of the Icelandic herring. This was due, among other things, to the fact that the herring stayed in Húnaflói and it was a long way to sail to the big salting places in Siglufjörður and Eyjafjörður.

Erfitt var að koma síldinni í verð eftir þetta og þeir sem gátu selt gerðu það á mun lægra verði en þeim hafði boðist um sumarið. Hrunið varð síldarsöltunarstöðvunum ofviða og margir umsvifamestu útgerðarmannanna töpuðu miklum fjármunum. Flestar stöðvarnar voru strax yfirgefnar, aðrar voru starfræktar að einhverju leyti eftir það. Árið 1920 var einungis saltað á Kleifastöðinni, stöð Th. Thorsteinssonar á Eyri og Djúpavíkurstöðinni. Elías Stefánsson var hættur, lést þetta ár, en Óskar Halldórsson saltaði á Djúpavík það sumar.

Að lokum voru bryggjuplönin á Kleifastöðinni seld, húsið þar rifið og það reist á Laugavegi 86 í Reykjavík. Norðmannabragginn á Eyri var fluttur inn í Árnes og notaður sem fundarhús hreppsins í mörg ár. Einu stöðvarnar sem eftir stóðu voru stöð Th. Thorsteinssonar og Djúpavíkurstöðin, og lágu þær að mestu ónýttar fram á miðjan fjórða áratuginn.

It was difficult to get a price for the herring after this, and those who could sell did so at a much lower price than they had been offered during the summer. The collapse overwhelmed the herring salting plants and many of the most active ship owners lost a lot of money. Most of the stations were immediately abandoned, and others remained operational to some extent afterward. In 1920, salting was done only at the Kleifa station, the station of Th. Thorsteinsson in Eyri and the Djúpavíkur station. Elías Stefánsson was retired, he died this year, but Óskar Halldórsson salted at Djúpavík that summer.

In the end, the dock plans at the Kleifa station were sold, the building there was torn down and rebuilt at Laugavegi 86 in Reykjavík. Norðmannabragginn á Eyri was moved into Árnes and used as the district meeting house for many years. The only stations left were station Th. Thorsteinsson and the Djúpavíkur station, and they were mostly unused until the middle of the forties.

Síldarævintýrið í Árneshreppi 1916-1919 varð því stutt og hafði lítil sem engin varanleg áhrif á atvinnulíf sveitarfélagsins, sú atvinna sem þar var stunduð var árstíðabundin og mestallt vinnuafl á söltunarstöðvunum var þar einungis yfir vertíðina.

Umsvifin þessi ár voru mikil ef marka má orð Magnúsar Magnússonar sem starfaði hjá Elíasi Stefánssyni á Djúpavík. Hann segir milli fimmtíu og sextíu síldarstúlkur hafa verið í vinnu við söltun Elíasar á Djúpavík, fyrir utan þá karlmenn sem sinntu beykisstörfum (tunnusmíðum) og fleiru.  Ekki er að undra þó að vinnuaflið hafi að mestu verið aðkomið, enda ekki nægur fjöldi vinnandi fólks í Árneshrepp. Sveitungar fengu þó í fyrsta sinn launaða vinnu í heimabyggð, og munu flestir hafa komist að sem vildu.

Útgerðirnar, sem voru við síldveiðar, voru flestar í eigu athafnamanna utan sveitar. Einungis einn bátur, Venus, var að hluta til í eigu íbúa í hreppnum, Ólafs Guðmundssonar, sem fluttist seinna til Reykjavíkur. Ólafur var mikill athafnamaður sem kom víða við sögu, m.a. þegar nýtt síldarævintýri hófst á Ströndum á fjórða áratugnum.

Heimild: lokaritgerð Þorsteins Hjaltasonar til BA prófs árið 2009 “Frá Hákarli til Síldar”  (https://skemman.is/bitstream/1946/3263/1/Thorsteinn_Hjaltason_fixed.pdf)

The herring adventure in Árneshreppi 1916-1919 was therefore short-lived and had little or no lasting effect on the economic life of the municipality, the work that was practiced there was seasonal and most of the workforce at the salting plants was only there during the season.

The activity during these years was intense if the words of Magnús Magnússon, who worked at Elías Stefánsson in Djúpavík. He says that between fifty and sixty herring girls have been working at Elías’s salting in Djúpavík, apart from the men who did beech work (barrel making) and others. It is not surprising that the labor force was mostly involved, as there are not enough working people in Árneshrepp. However, Workers got paid for their work for the first time in their home area, and most of them will have found what they wanted.

Most of the herring fishing companies were owned by entrepreneurs outside the village. Only one boat, Venus, was partly owned by a resident of the district, Ólaf Guðmundsson, who later moved to Reykjavík. Ólafur was a great entrepreneur who was involved in many places, i.a. when a new herring adventure began on the Strand in the 1940s.

Source: Þorstein Hjaltason’s final thesis for his BA degree in 2009 “From Hákarli to Síldar”  (https://skemman.is/bitstream/1946/3263/1/Thorsteinn_Hjaltason_fixed.pdf)

– 0 –

Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

Viltu styrkja þessa síðu?

Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:

Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469

Show Buttons
Hide Buttons