2023-10-01

When does the photograph you took cease to be the photograph you took? │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Undanfarna dag hef ég verið að opna gamlar möppur í tölvunni minni og líta yfir farinn veg, ljósmyndalega séð. Hver þróunin hefur verið og hvort það væri komið að því að fara vinna eitthvað af þessum gömlu myndum.

Það var 18. Október 2002 kl.12:07:53 að ég fór með mína fyrstu DIGITAl myndavél sem hét Fujifilm, FinePix6900ZOOM niður í Reynisfjöru að taka myndir. Það var á þeim tíma sem hægt var að taka myndir þar án þess að10.943 ferðalangar væru að þvælast fyrir á myndinni, sumir að reyna að drekkja sjálfum sér og aðrir að taka sjálfur. Ég man líka að ég ók á jeppanum mínum alla leið niður í fjöru þennan umrædda dag, sem var ansi þægilegt.

Hvað um það.

Þegar ég opnaði þessa tilteknu mynd, sagði ég við sjálfan mig “Afskaplega er þetta lítið falleg mynd, skildi vera hægt að gera eitthvað fyrir hana”.

Tímarnir hafa breyst á þessu 21 ári sem liðið er frá myndatökunni og Gervigreindin komin til sögunar. Hugbúnaðarfyrirtækin hafa keppst við að gefa mér nýjustu myndvinnsluforritin og þau eru öll hlaðin af “Artificial intelligence (AI)” hugbúnaði, svo mér fannst rétt að sjá hversu megnug þau væru og hvað þau gætu nú gert fyrir þessa blessuðu mynd.

Árangurinn lét ekki á sér standa og hinar ýmsu útfærslur urðu til, en þá þá fór ég að velta því fyrir mér, “Hvenær hættir ljósmyndin mín að vera ljósmyndin mín?”   Hmmmmm. . . .

For the past day, I’ve been opening old folders on my computer and looking over the past, photographically. What has been the development and whether it was time to start working on some of these old pictures?

It was on October 18, 2002 at 12:07:53 that I took my first digital camera called Fujifilm, FinePix6900ZOOM down to Reynisfjöru to take pictures. It was at that time that it was possible to take pictures there without 10,943 travelers being in the frame, some trying to drown themselves and others taking selfies. I also remember driving my Jeep all the way down to the beach that day in question, which was pretty comfortable.

Well..

When I opened this particular picture, I said to myself “This is a really dull ugly photo, perhaps it’s possible to do something to make it better”.

Times have changed in the 21 years since the photo was taken and Artificial Intelligence has come into play. The software companies have been racing to give me the latest photo editing programs and they are all loaded with “Artificial intelligence (AI)” software, so I thought it was only right to see how capable they were and what they could do for this blessed image.

It was a success, and various versions were created, but then I started to think, “When does my photograph stop being my photograph?” Hmmmmm. . . .

Reynisdrangar eru nokkrir klettadrangar, allt að 66 metra háir, úti í sjó sunnan við Reynisfjall í Mýrdal og blasa vel við bæði úr Reynishverfi og frá Vík í Mýrdal.

Drangarnir eru myndaðir í eldsumbrotum en gömul þjóðsaga segir að þeir hafi orðið til þegar tvö tröll hafi ætlað að draga þrísiglt skip að landi en verkið tók mun lengri tíma en þau höfðu ætlað, svo að þegar dagur rann urðu tröllin að steini og skipið einnig. Næst landi er Landdrangur, sem á að vera tröllkarlinn, þá er Langhamar eða Langsamur (skipið), síðan Skessudrangur, sem einnig kallast Háidrangur eða Mjóidrangur, og hjá honum er svo lítill drangur sem kallast Steðji.

Töluvert fuglavarp er í dröngunum, bæði fýll, lundi og langvía, og fóru íbúar Reynishverfis þangað til eggjatöku um langan aldur en það var þó oft erfitt því bæði var mjög oft brimasamt við drangana og eins eru þeir víða illkleifir eða ókleifir með öllu. Nú er boðið upp á siglingar í kringum drangana til að skoða þá og fjölskrúðugt fuglalífið.

Reynisdrangar Sea Cliffs stand under the Reynisfjall Mountain, at the end of a dramatic stretch of black sand beach. They are towering, spiky basalt sea stacks jutting out from the ocean 66 meters (217 ft) into the air. The Reynisfjara beach, where the Reynisdrangar rock formations are located, was voted as one of the top ten beautiful non-tropical beaches in the world.

Legend says that the stacks originated when two trolls dragged a three-masted ship to land unsuccessfully and when daylight broke they became needles of rock.

Contemporary legends note the story of a husband who found his wife taken by the two trolls, frozen at night. The husband made the two trolls swear to never kill anyone ever again. His wife was the love of his life, whose free spirit he was unable to provide a home for; she found her fate out among the trolls, rocks, and sea at Reynisfjara.

– 0 –

Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

Viltu styrkja þessa síðu?

Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:

Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469

Show Buttons
Hide Buttons