2024-06-01

Selvogur │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Selvogur er vogur og samnefnd byggð á Suðurstrandavegi milli Þorlákshafnar og Grindavíkur. Þar var lengi mjög einangrað byggðalag og komst rafmagn ekki á í sveitina fyrr en eftir 1970 og lá eingöngu malarvegur þangað. Fyrr á öldum var töluverð byggð þar og var stundað útræði þar á vetrum. Kirkja Selvogsbúa var Strandakirkja og var prestsetrið í Vogsósum en brauðið var lagt niður árið 1907. Séra Eiríkur Magnússon tók við Strönd í Selvogi árið 1677 og flutti að Vogsósum. Á þeim tíma voru 42 búendur í Selvogi og sjö búendur á höfuðbólinu Strönd. Herdísarvík var áður stórbýli í Selvogi en er núna í eyði. Þar var fyrrum kunn verstöð með fjölda sjóbúða. Einar Benediktsson bjó í Herdísarvík og hann ánafnaði Háskóla Íslands jörðina.

Selvogur is a small community east of farm Herdisarvik in the Olfus County. This area is sparsely vegetated and fishing, mainly during winter, was difficult and dangerous because of the rugged coastline.

The community church, Strandarkirkja, as well as a lighthouse are on Cove Engilsvik. Farm Vogsosar was occupied by the reverends, who served the church, until the parish was abolished in 1907. On the property of farm Torfabaer is a small coffee shop and camping grounds. . . . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig

– 0 –

Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

Viltu styrkja þessa síðu?

Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:

Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469

Show Buttons
Hide Buttons