2022-08-31

Skógafoss Waterfall │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Skógafoss er af mörgum talinn einn af fegurstu fossum landsins og þótt víðar væri leitað. Hann fellur af fornum sjávarhömrum vestan Skóga, úr Skógá sem á upptök sín annars vegar undan Eyjafjallajökli fyrir neðan Fimmvörðuháls og hins vegar vestasta hluta Mýrdalsjökuls. Báðar þessar kvíslar eru bergvatnsár en í miklum leysingum taka þær á sig mynd móbrúnna jökulvatna. Milli þessara kvísla heitir Landnorðurstungur, fremur hrjóstrugar beitilendur. Við Kambfjöll sameinast þessar kvíslar og úr verður ein á Skógá. Í ána renna einnig lindir og litlir lækir.

Áin rennur svo eftir Skógárgili meðfram Hornfelli og síðan út úr gilinu skammt fyrir neðan Hornfell og endar svo á að steypast fram af heiðarbrúninni vestan Fosstorfu í þeim fræga fossi Skógafossi. Þess má geta að telja má á þriðja tug fossa í Skógárgili, marga ægifagra og heillandi, suma litla og margbrotna, aðra háa og tignarlega.

Þar sem Skógá kemur fram á heiðarbrúnina rennur áin á hörðu berglagi og dreifist vatnið mjög jafnt um farveginn sem skapar einstaklega formfagran foss þar sem það fellur niður á jafnsléttu 62 metra. Fossinn er um 15 metra breiður en vestan megin við miðju fossins myndast smá rauf í fossinn sem brýtur hann svolítið upp. Þegar mikið er í ánni þá hverfur þessi rauf og fossinn verður samfelldur. Skógafoss og áin fyrir ofan og neðan eru friðlýst sem náttúruvætti.

Þjóðsagan segir að Þrasi landnámsmaður hér á Skógum hafi falið gull sitt í kistu undir fossinum, þar sem illfært væri að henni. Lengi vel mátti sjá í annan gafl kistunnar undir fossinum og einhverju sinni fóru þrír menn frá Skógum og vildu freista þess að ná kistunni. Við illan leik komust þeir það nálægt kistunni að þeir komu krók í járnhring þann er var á hlið kistunnar. Var nú tekið á, en kistan var það þung að járnhringurinn losnaði af kistunni og lauk þar með þeirri ferð. Járnhringurinn var síðan settur á kirkjuhurðina í Skógum og er nú geymdur á Skógasafni.

The Skógafoss is one of the biggest waterfalls in the country with a width of 25 metres (82 feet) and a drop of 60 m (200 ft). Due to the amount of spray the waterfall consistently produces, a single or double rainbow is normally visible on sunny days.

Skógafosswaterfall is situated on the Skógá River in the south of Iceland at the cliffs of the former coastline. After the coastline had receded seaward (it is now at a distance of about 5 kilometres (3.1 miles) from Skógar), the former sea cliffs remained, parallel to the coast over hundreds of kilometres, creating together with some mountains a clear border between the coastal lowlands and the Highlands of Iceland.

According to legend, the first Viking settler in the area, Þrasi Þórólfsson, buried a treasure in a cave behind the waterfall. The legend continues that locals found the chest years later, but were only able to grasp the ring on the side of the chest before it disappeared again. The ring was allegedly given to the local church. The old church door ring is now in the Skógar museum.

At the eastern side of the waterfall, a hiking and trekking trail leads up to the pass Fimmvörðuháls between the glaciers Eyjafjallajökull and Mýrdalsjökull. It goes down to Þórsmörk on the other side and continues as the Laugavegur trail to Landmannalaugar.

. . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig

 

Subscribe to my Youtube Channel 

 

You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com

 

Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

Viltu styrkja þessa síðu?

Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:

Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469

Show Buttons
Hide Buttons