2021-09-10

Snorrastaðatjarnir – Fagradalsfjall  Volcano │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Sunnan við Voga, ekki langt frá Reykjanes-brautinni eru Snorrastaðatjarnir, falleg náttúruparadís sem í áratugi hefur verið vinsælt útivistarsvæði meðal Suðurnesjamanna.

Margir bera sterkar taugar til svæðisins, sem tengist æskuminningum þeirra. Við tjarnirnar vex fjölbreyttur gróður og eru þær mikilvægur áningarstaður farfugla. Snorrastaðatjarnir eru á náttúruminjaskrá.

Þessari náttúruperlu og fuglalífinu þar stendur nú ógn af Suðurnesjalínu 2. Í matsskýrslu vegna hennar segir m.a: „Suðurnesjalína 2 og Kolviðarhólslína 2 munu hafa talsverð neikvæð sjónræn áhrif fyrir útivistarfólk þar sem þær liggja næst Háabjalla og útivistarsvæðinu þar í nágrenninu. Þá er talið að Suðurnesjalína 2 og Kolviðarhólslína 2 frá Hvassahrauni að Njarðvíkurheiði muni hafa fremur neikvæð áhrif á ferðaþjónustu og útivist á því svæði, einkum í nágrenni Háabjalla og Seltjarnar”. Þess má geta að landeigendur og bæjaryfirvöld í Vogum voru upphaflega sammála um að línan ætti að fara í jörð. Landsnet hafði hins vegar sínu fram með ofstopa, yfirgangi og að sögn með óheiðarlegum vinnubrögðum. Það verður mikil lýti að fá rafmagnslínur á þetta mikilfenglega og viðkvæma svæði

Fagradalsfjall er móbergsfjall á Reykjanesskaganum vestanverðum. Það er talið vera vestasti hluti Reykjanesfjallgarðsins, en vestan þess eru stök fell. Fagradalsfjall er aflangt frá austri til vesturs, um 385 metrar á hæð og er þar með hæsta fjall á Reykjanesskaga. Það hefur orðið til á ísöld við gos undir jökli og er smáhraunlag á því ofanverðu, sem gefur til kynna að gosið hafi náð lítið eitt upp úr jöklinum. Fjallið flokkast því sem stapi.

Þann 3. maí 1943 fórst herflugvél Bandaríkjahers á Fagradalsfjalli. Fjórtán manns létust en einn komst lífs af. Meðal hinna látnu var Frank Maxwell Andrews en hann var afar háttsettur í bandarískra hernum og heimildir segja að hann hafi átt að stýra innrásinni í Normandí í Evrópu. Eftirmaður hans í hernum var Eisenhower sem síðar varð forseti Bandaríkjanna. Flugvélin mun hafa ætlað að lenda á flugvellinum í Kaldaðarnesi.

Að kvöldi 19. mars árið 2021 hófst eldgos úr sprungu í dölunum, fyrsta eldgosið á Reykjanesskaga í 800 ár.

Snorrastaðatjarnir, or the Snorrastaða Ponds, is a spectacular place to observe bird migration during spring and autumn. This fertile and beautiful spot is shaped like a bowl. It lies just off the main road on your way to the Blue Lagoon, is a resting place for the thousands of birds moving between countries and continents. Part of the Nature Conservation Register, it has always been a popular picnic and outdoors area for . . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig 

Fagradalsfjall is a tuff mountain on the western part of the Reykjanes peninsula. It is considered to be the westernmost part of Reykjanesfjallgarður, but to the west there are single falls. Fagradalsfjall is elongated from east to west, about 385 meters high and is thus the highest mountain on the Reykjanes peninsula. It was formed during an ice age during an eruption under a glacier and there is a small lava layer on the upper side, which indicates that the . . All info can be found at: https://www.patreon.com/RafnSig

Subscribe to my Youtube Channel

You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com

 







Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

As a native photographer I feel responsible to leave all I can behind to show how it looked like, with my photography, before it’s too late.

0 Comments

Show Buttons
Hide Buttons