2024-02-15
Stafnesviti Lighthouse │ Iceland Photo Gallery
Documenting Iceland
by: Rafn Sig,-
Stafnes (Starnes, Sternes, Stapnes, Stafsnes) er lítið nes á Reykjanesskaga, nánar tiltekið vestast á Miðnesi, nálægt Hvalsnesi. Þar er samnefnd jörð sem tilheyrði Rosmhvalaneshreppi en í dag Suðurnesjabæ. Upphaflega hefur nesið heitið Starnes (líklega eftir melgresi sem vex þar í fjörunni) og kemur fyrir undir því nafni í heimildum frá því um 1270 og síðar. Nafnið Stafnes kemur fyrst fyrir í Jarðabókum undir lok 17. aldar.
Á Stafnesi var ein mesta konungsútgerð á Miðnesi frá því fyrir 16. öld og fram um miðja 18. öld. Árið 1548 eru í skilagrein Kristjáns skrifara talin upp á staðnum fimm skip í eigu konungs; einn tólfæringur, tveir teinæringar og tveir áttæringar, en með tímanum minnkuðu skipin og undir lokin voru tvíæringar orðnir algengastir á Miðnesi. Auk konungs gerðu útvegsbændur báta sína út frá Stafnesi, eins og kauphöfninni Básendum lítt sunnan við. Útgerð frá Stafnesi hélst töluverð fram undir miðja tuttugustu öld, en eftir það sáralítil.
Við Stafnes hafa verið tíð sjóslys um aldir, enda skerjótt þar úti fyrir. Á síðustu öld má nefna strand togarans Jóns forseta árið 1928, en þá fórust 15 menn og 10 björguðust. Þetta sjóslys mun hafa valdið miklu um stofnun Slysavarnafélags Íslands og fyrstu björgunarsveitar þess, sem er Sigurvon í Sandgerði. Á Stafnesi var reistur viti árið 1925.
(Heimildir: Rauðskinna 1958. Landið þitt Ísland 4. Bindi1983)
Stafnes was a mansion in the past. There were many fishing outfits on the property and many people lived there during the fishing seasons. Royal fishing outfits started operating there around the middle of the 16th century and were abolished in 1769. The inhabitants of the King´s properties in the Southwest were obliged to work on the King´s boats against low pay. During the 17th and 18th centuries, Stafnes was the most populous fishing outfit on the Reykjanes Peninsula. The former trading post Basendar is a short distance to the south. Still further south is the old harbour Thorshofn, which was not much used, because of the proximity of Basendar. Many vessels have run aground on the Stafnes Skerries. In 1928 the trawler President Jon ran aground there, 15 of the crew drowned, but 10 were rescued. This and other similar accidents led to the establishment of The Life Saving Association of Iceland. Considerable seal hunting was practiced at Stafnes in earlier times.
Stafnesviti stands in between the towns Sandgerði and Hafnir at Stafnes and was built in 1925. It stands 8 m. tall built of concrete sement and stands on a concrete stall. It is painted yellow.
. . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig
– 0 –
Viltu styrkja þessa síðu?
Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:
Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469