2021-06-13

Strandarkirkja │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Strandarkirkja er kirkja við Engilvík á Suðurstrandavegi. Kirkjan var kirkja íbúa í Selvogi og bjó prestur í Vogsósum uns brauðið var lagt niður árið 1907.

Strandakirkja er þjóðfræg vegna áheita og helgisagna. Strandarkirkja stendur við skerjótta og hafnlausa Suðurstöndina. Þar hjá er viti.

Í kirknatali Páls Jónssonar biskups í Skálholti sem er að stofni til frá um 1200 er kirkjan á Strönd nefnd. Sennilegt er að lending í víkinni hafi verið um Strandarsund sem er suður og austur af kirkjunni. Núverandi kirkja var reist 1888 og endurvígð eftir endurbætur 14. júlí 1968 og endurbætt frekar og endurvígð aftur 13. október 1996.

Elsta helgisögnin um Strandarkirkju er að Gissur hvíti hafi gert kirkju þar á 10. og 11. öld úr kirkjuvið sem Ólafur Tryggvason Noregskonungur sendi hann með frá Noregi. Önnur sögn er að Árni nokkur formaður hafi reist kirkjuna úr smíðavið sem hann kom með frá Noregi. Þriðja helgisögnin er um ungan bónda frá uppsveitum Árnessýslu sem fer til Noregs að sækja smíðavið í hús sín en lendir í sjávarháska og hafvillum og dimmviðri og veit ekki hvar skipið er. Hann ákveður í örvæntingu sinni að gefa allan smíðaviðinn til kirkjubyggingar á þeim stað þar sem hann næði landi heilu og höldnu. Þá sá hann ljósengil framundan stefni skipsins og verður sá engill stefnumið sem hann stýrir eftir. Hann lendir í sandvík milli sjávarklappa og þá hvarf engillinn. Skipsmenn sáu í birtingu morguninn eftir að þeir höfðu verið leiddir eftir bugðóttu lendingarsundi milli boðaskerja á úthafsbrimströnd. Var hin fyrsta Strandakirkja reist úr viðnum sem kom úr skipinu.

Vorið 1950 var reistur minnisvarði um kraftaverkið í Engilsvík norðvestan við kirkjuna. Minnisvarðinn sem er standmynd á stalli sem sýnir hvítklædda konu sem heldur á skínandi krossmarki er eftir Gunnfríði Jónsdóttur myndhöggvara og nefnist Landsýn. Árið 1994 var vígt minnismerki um látna sjómenn

Strandarkirkja church is located in Selvogur (Seal Cove) and was originally built in the 12th century. The story relates that during one night when a group of sailors tried to navigate back to Iceland in a storm. The southern coast of Iceland is notorious for its hidden reefs and rough coast. The distressed sailors prayed to God for a safe return and vowed to build a church wherever they landed. When they ended their prayer an angel, seemingly made of light, appeared before their bow. The angel guided them through the rough surfs and led them into a bay for safe landing. The sailors kept their promise and built a wooden church at the site and named it Strandarkirkja. The bay nearby is named Engilsvík (Angel’s Bay) to commemorate the incident. Many miracles have been attributed to Strandarkirkja and there was a time when it was one of the richest churches in Iceland from the donations of Icelanders coming from all over the country in hopes of having their prayers and wishes come true. It has more supporters all over the world than any other church in Iceland and is often referred to as the ‘miracle church’ with the locals’ longstanding belief that it has profound, divine powers.

In earlier times Strönd (Coast in Icelandic) was a rich farm, where both sea and land gave generously. The pastures were rich, consisting of good land facing south for grazing sheep and sheltered from the cold northern wind by the mountain Hlíðarfjall 5-6km north of Selvogur. The good fishing grounds were also not far away so the . . . All info can be found at: https://www.patreon.com/RafnSig

Subscribe to my Youtube Channel

You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com

 







Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

As a native photographer I feel responsible to leave all I can behind to show how it looked like, with my photography, before it’s too late.

1 Comment

  1. Beautiful work and thanks for your comments

Show Buttons
Hide Buttons