2022-02-18

Small lake in Straumsvík at night │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Straumur í Straumsvík │ Iceland Photo Gallery Straumur í Straumsvík │ Iceland Photo Gallery

Before and after processing

Straumsvík er lítil sjávarvík sem gengur inn á milli Kapelluhrauns, sem rann árið 1151, og hrauns frá Hrútagjárdyngju sem er um 6000 ára. Keflavíkurvegurinn liggur við víkurbotninn. Bærinn Straumur stendur við víkina og handan hennar er Álverið í Straumsvík.

Þarna eru miklar fjörulindir sem sjást best þegar lágsjávað er en þá flæðir vatnið um þröng hraunsund við ströndina og út í víkina. Á flóði fara lindirnar á kaf og lítil ummerki sjást þá um hið mikla ferskvatnsrennsli. Talið er að um 4000 l/s streymi þarna að jafnaði til sjávar.

Fjörulindir eru allvíða á Reykjanesi en hvergi eru þær eins vatnsmiklar og áberandi. Vatnið er úrkomuvatn sem fellur á hraunin upp af Straumsvík. Hluti þess er kominn úr Kaldá fyrir ofan Hafnarfjörð. Kaldá kemur upp í Kaldárbotnum en hverfur aftur í hraunin nokkru neðar. Vatnið birtist síðan á ný í Straumsvík. Annar grunnvatnsstraumur kemur frá Kleifarvatni.

Við Þorbjarnarstaði hjá Straumsvík eru tjarnir sem flóðs og fjöru gætir í. Við innstu tjörnina er Gvendarbrunnur. Mikið er um krækling í Straumsvík og töluvert fuglalíf. Þar finnst einnig sjaldgæft afbrigði af bleikju, dvergbleikja, sem þarna lifir í hraungjótum á mörkum ferskvatns og sjávar.

Straumsvík is a small sea bay between Kapelluhraun, which flowed in 1151, and lava from Hrútagjárdyngja, which is about 6000 years old. Keflavíkurvegurinn lies at the bottom of the bay. The town of Straumur stands by the cove and beyond it is the aluminum factory  Straumsvík.

There are large coastal springs that are best seen when the sea is low tide, but then the water flows through lava channels along the coast and into the bay. During a flood, the springs are submerged and cant be seen. It is estimated that about 4000 l / s flows there on average to the sea.

Beach springs are everywhere in Reykjanes, but nowhere are they as big and conspicuous. The lake is precipitation water that falls on the lava up from Straumsvík. Part of it has come from Kaldá above Hafnarfjörður. Kaldá rises in Kaldárbotnar but disappears back into the lava somewhat lower. The water then reappears in Straumsvík. Another groundwater stream comes from Kleifarvatn.

At Þorbjarnarstaðir near Straumsvík there are ponds where there are floods and tides. By the innermost pond is Gvendarbrunnur. There is a lot of mussels in Straumsvík and a lot of bird life. There is also a rare species of char, dwarf char, which lives in lava flows on the borders of freshwater and sea.

. . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig

 

Subscribe to my Youtube Channel 

 

You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com

 







Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

As a native photographer I feel responsible to leave all I can behind to show how it looked like, with my photography, before it’s too late.

0 Comments

Show Buttons
Hide Buttons