2022-12-28

The girl on the mobile phone │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Það er lítil saga á bak við þess mynd sem ég verð að segja ykkur frá.

Þann 27-12-2022 kl.14:06 var ég að aka þrönga götu í Reykjavík fulla af snjó þannig að ég komst ekki hratt yfir.  Ég sá útundan mér að það var kona sem sat í snjónum á tröppum og það var eins og hún væri að tala í farsíma. Ég hugsaði ekkert út í það fyrr en ég var kominn framhjá henni, “þetta gæti verið gott myndefni”. Ég stoppaði bílinn, bakkaði en þá var konan (X) staðinn upp og var á leiðinni inn. Ég kallaði til hennar og spurði hvort hún væri til í að setjast aftur niður og þykjast vera að tala í símann eins og áðan og hvort það væri í lagi að ég tæki mynd af henni. “Ég var ekki að tala í símann” sagði X “ég var að gráta”. Hmmmmm. Nú varð ég vandræðalegur og vissi ekki alveg hvernig ég átti að haga mér, svo ég bað X innilegrar afsökunar. X horfði á mig með tárvotum augum og ég var að gera mig tilbúinn að keyra í burtu þegar hún spurði “Hvað ætlar þú að gera við myndina og til hvers viltu taka mynd af mér”. Ég sagði X að mér hafi fundist þetta vera gott mótíf að stelpa væri úti að tala í farsímann á tröppum sem væri þakin snjó og ég ætlaði að setja myndina inn á “Reykjavík – Capital of Iceland” “Ok” sagði X “en ég var ekki að tala í símann, ég var að gráta”. X settist á tröppurnar og þóttist vera að tala í símann. Ég náði að smella af einni mynd en þá var bíllinn fyrir aftan mig orðinn óþolinmóður og flautað hastarlega á mig. Ég þakkaði X í flýti og hélt ferðinni áfram.

Kæra X. Ég veit ekki hver þú ert. Hvort sem þú sérð þennan póst eða ekki, þá biðst ég innilegrar afsökunar aftur á að hafa truflað þig en í mínum augum ertu falleg sál. Stundum líður manni illa og það er í lagi að gráta. Megi ljósið vera með þér.

Þegar ég var að vinna myndina komu skilaboð á facebook og var það X (Ace) – Skemmtilegt þetta líf

There is a little story behind this picture that I would like to tell you about.

On 27-12-2022 at 14:06 I was driving slowly a narrow street in Reykjavík full of snow. I noticed that there was a woman sitting in the snow on the steps and it was as she was talking on a cell phone. I didn’t think anything of it until I was past her, “this could be good shot”. I stopped the car; backed up, but then the woman (X) was standing and on her way inside the door. I called out to her and asked if she would be willing to sit down again and pretend to be on the phone like before and if it was okay for me to take a picture of her. “I wasn’t talking on the phone” said X “I was crying”. Hmmmmm. Now I got embarrassed and didn’t really know how to act, so I apologized to X profusely. X looked at me with teary eyes and I was getting ready to drive away when she asked “What are you going to do with the picture and why do you want to take a picture of me”. I told X that I thought it was such a cool motif that a girl was sitting outside talking on her cell phone on the outdoor steps covered in snow and I was going to post the picture on “Reykjavík – Capital of Iceland” “Ok” said X “but I was not talking on the phone, I was crying”. X sat down on the steps again and pretended to be talking on the phone. I managed to snap one picture, but then the car behind me got impatient and honked at me. I hastily thanked X and continued my journey.

Dear X, I don’t know who you are. Whether you see this post or not, I apologize again for bothering you, but in my eyes you are a beautiful soul. Sometimes we feel bad and it’s okay to cry. May the light be with you. Always

When I was working on the photo, a message came on facebook and it was  X (Ace) – Life is nice

. . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig

You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com

– 0 –

Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

Viltu styrkja þessa síðu?

Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:

Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469

Show Buttons
Hide Buttons