2023-01-19

The little hut by the sea – Vatnsleysuströnd │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Gunnar Gíslason lét byggja upp Skjaldarkot árið 1907, myndarlegt timburhús. Á þessum tímum var allnokkuð af timburhúsum sem væntanlega stafaði af því að árið 1904 strandaði timburflutningaskip í Vogunum og var farmurinn seldur á staðnum.

Eftir að Gunnar lést, keypti utanhreppsmaður Skjaldarkot. Hét hann Ágúst og var hann þar til húsa í um tvö ár og bjó þá með Katrínu Guðmundsdóttur frá Flekkuvík.

Árið 1938 keyptu svo Jörðina, Guðmundur Þórarinnsson og kona hanns, Konráðina Pétursdóttir. Komu þau frá Halldórsstöðum í næsta hverfi. Hjónin voru með þrjú börn sín: 1)Valgerði Kristínu, 2)Björn, 3) Þórarinn. Auk þess ólu þau upp fósturson, Karl Egilsson. Guðmundur stundaði sjó og búskap, en varð að hætta búskap eftir 10 ár vegna heymæði og flutti til Keflavíkur árið 1950.

Skjaldarkotsjörðina keyptu síðar “Efri-Brunnastaðabræður”.

Skjaldarkotshúsið var svo selt í heilu lagi og flutt til Reykjavíkur

Gunnar Gíslason had Skjaldarkot built in 1907, a beautiful wooden house. At that time there were quite many wooden houses, which was probably due to the fact that in 1904 a timber transport ship ran aground in Vogur and the cargo was sold on the spot.

After Gunnar died, an out-of-towner bought Skjaldarkot. His name was Ágúst and he lived there for about two years with Katrína Guðmundsdóttir from Flekkuvík.

In 1938, Guðmundur Þórarinnsson and his wife, Konráðina Pétursdóttir, bought the farm. They came from Halldórsstaðir in the next district. The couple had their three children: 1) Valgerður Kristín, 2) Björn, 3) Þórarinn. In addition, they raised a foster son, Karl Egilsson. Guðmundur was engaged in sea and farming, but had to stop farming after 10 years due to hay fever and moved to Keflavík in 1950.

Skjaldarkotsfarm was later bought by “Efri-Brunnastaðabrothers”.

Skjaldarkotshouse was sold in its entirety and moved to Reykjavík

. . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig

You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com

– 0 –

Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

Viltu styrkja þessa síðu?

Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:

Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469

Show Buttons
Hide Buttons