2024-03-14
Þjófafoss waterfall │ Iceland Photo Gallery
Documenting Iceland
by: Rafn Sig,-
Þjófafoss er foss í Þjórsá, við Merkurhraun og austur af Búrfelli. Tröllkonuhlaup eru rétt austan Þjófafoss. Nafnið er tilkomið af því að þjófum var drekkt þar. Fossinn er um 11 m hár.
Gljúfur Þjórsár neðan við fossinn er grafið niður í Tungnárhraunin, sem þarna mynda þykkan hraunastafla. Sjá má fjögur þeirra í suðurvegg gljúfursins. Neðst er Þjórsárhraunið mikla, þá koma Sigölduhraun og D-hraunið svokallaða en efst er Búrfellshraun. Undir fossinum bulla blátærar lindir fram undan hraununum um 100 l/s. Þegar rennsli er lítið í Þjórsá er fossinn nánast þurr þar sem allt vatnið fer þá um aðfærslugöng Búrfellsvirkjunar en skilar sér aftur í Þjórsá um farveg Fossár neðan við Þjófafoss.
Þjófafoss (“thieves’ waterfall”; also Thjofafoss) is located on the river Þjórsá on the east side of the Merkurhraun lava fields in the south of Iceland, at the southwest tip of the hill Búrfell.
A viewing point for the waterfall can be accessed by a gravel track that leads about 4 kilometres (2.5 mi) northwest from Route 26 or by a track that leads south from Route 32 past the hydroelectric power station Búrfellsstöð and Hjálparfoss.
. . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig
– 0 –
Viltu styrkja þessa síðu?
Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:
Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469