2022-06-14

Þríhnúkagígar Volcano Craters in the twilight │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Gíghvelfingin í Þríhnúkagíg er uppistandandi tæmt kvikuhólf eldstöðvar sem gaus fyrir 3-4 þúsundum árum og er hrikaleg náttúrusmíð. Myndunin er ein sú stærsta sinnar gerðar í heiminum. Innan á veggjum gígsins eru víða fíngerðar myndanir og hraunhúð sem haldist hefur ósködduð allt frá myndun hans. Gígtoppur Þríhnúkagígs er í um 550 m hæð yfir sjávarmál.. Árni B. Stefánsson augnlæknir og hellakönnuður sem seig í gíginn fyrstur manna á jónsmessu 1974. Vitað er um tilraun til þess að síga í gíginn 1958 en þeir sem að henni stóðu hættu við þegar slokknaði á ljóskeri sem þeir höfðu meðferðis. Var það talið bera vott um skort á heilnæmu andrúmslofti í gígnum.

Þríhnúkagígur er í raun tóm eldstöð. Þegar gosi lauk hefur hraunkvikan sigið niður, jafnvel alla leið niður í sjálft kvikuhólfið, og eldgígurinn tæmst. Það er merkilegt að hann skuli ekki hafa fallið saman við þetta eins og yfirleitt gerist, en þó hefur orðið töluvert hrun úr veggjunum sem safnast hefur fyrir á botni gígsins.

Ekki er kunnugt um að til séu aðrar eldstöðvar af þessari stærðargráðu sem hafa tæmst á þennan hátt og er þetta því sennilega einstakt fyrirbæri í heiminum.

Ástæðan til þess að hvelfingin féll ekki saman er fyrst og fremst sú að geysilega þykk hraunlög, allt að 15-20 metrar á þykkt, styrkja veggina og hafa að einhverju leyti varnað hruni. Þar fyrir utan er hér um að ræða tiltölulega litla eldstöð, svo átökin hafa verið takmörkuð.  Það sem gerir hraunhvelfinguna í Þríhnúkagíg einstaka í sinni röð er því fyrst og fremst stærðin.

Víðgelmir, hraunhellir sá er Íslendingar telja stærstan í heimi, rúmast allur í aðalhvelfingu Þríhnúkagígs, og er þá ótalið rúmmál hliðarganga og gosrása út frá henni. Af þessu leiðir að hellirinn í Þríhnúkagíg er sennilega stærsti hraunhellir í heiminum. Aðalhraunhvelfingin er margfalt stærri en nokkur þekkt hraunhvelfing, og er heldur ekki kunnugt um aðra dýpri hraunhella

Þríhnúkagígur og nánasta umhverfi hans á fullt erindi á heimsminjaskrá.

Mikilvægi hans nær langt út fyrir landsteinana og okkur Íslendingum ber að varðveita hann í þágu mannkyns.

Þríhnúkagígur volcano is dormant – it last erupted over 4,000 years ago. There are no indications of it erupting again in the near future. The volcano’s name, mostly unpronounceable for anyone other than locals, would be directly translated as ‘Three Peaks Crater’. The name comes from Árni B. Stefánsson, who was the first to explore the vault and who has pleaded the case for making it accessible for years. The three craters are prominent landmarks, standing against the sky on the highland edge, about 20 km (13 miles) southeast of the capital area, within the protected area of Bláfjöll Country Park

The most north-easterly of the three peaks is a small cinder cone, standing about 35 m/100 ft higher than its surroundings. At the top of this cone is a funnel-shaped opening, about 4×4 m/12×12 ft wide, the entrance of a huge 120 m/400 ft deep, bottle-shaped volcanic vault, measuring 50×70 m/160×220 ft at the bottom. Volcanic passages continue down to the southwest, to a total depth of about 200 m/700 ft.

The beauty of the crater mostly consists in the various coloration found inside it, and its enormous – and to some extent intimidating – size. To put it in context, the ground space is equivalent to almost three full-sized basketball courts planted next to each other and the height is such that it would easily fit a full-sized Statue of Liberty into the chamber. So make no mistake – it’s huge!

. . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig

 

Subscribe to my Youtube Channel 

 

You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com

 

Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

Viltu styrkja þessa síðu?

Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:

Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469

0 Comments

Show Buttons
Hide Buttons