2023-02-10
Tungufljót │ Iceland Photo Gallery
Documenting Iceland
by: Rafn Sig,-
Tungufljót er vestari mörk Biskupstungna í Árnessýslu.
Upptök árinnar er frá Langjökli og Ásbrandsá úr Sandvatni. Magn vatnsins frá hvorum stað er mismikið og fer það eftir árstímum, þannig að hún er næstum kristaltær bergvatnsá, þegar litlar leysingar frá Langjökli.
Síðan Hagajökull hopaði eftir röð framhlaupa fyrir aldamótin 2000, hefur áin verið tær. Tungufljótsnafnið tekur við, þegar áin kemur neðar á Haukadalsheiði og hún hverfur í Hvítá í grennd við Bræðratungu. Fyrsta brúin yfir ána var byggð í tilefni opinberrar heimsóknar Friðriks VIII árið 1907. Þessi trébrú stóðst ekki hlaupið, sem varð í ánni árið 1929.
Næsta brú var líka göngubrú, sem var gerð bílfær árið 1966. Brúin ofan Faxa var byggð 1929 og gerð upp árið 2000. Hún mun vera meðal elztu standandi brúa á landinu. Rétt ofan við fallega fossinn Faxa er Tungurétt, sem er örskammt frá þjóðveginum og margar aka fram hjá án þess að kynnast þessum friðsama og fallega reit.
The river lies in Biskupstungur in Arnessysla county, around 245 km from Reykjavik and about half an hour‘s drive from the village Vik in Myrdalur. Tungufljot falls from Haukadalsheidi, where many smaller lake-fed rivers join together to form it. During winter it may acquire a white colour, owing to water from Sandvatn lake in the North Highlands.
High up in the river is a beautiful waterfall, called Faxi. The fall is often missed by travellers but well worth checking out.
. . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig
You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com
– 0 –
Viltu styrkja þessa síðu?
Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:
Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469