2023-02-12

Úlfljótsvatn │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Úlfljótsvatn er efsti hluti Sogsins á milli Írafoss- og Steingrímsstöðvar.

Vatnið er kennt við Úlfljót sem sagður er fyrsti lögsögumaður Íslendinga.

Við hann voru Úlfljótslög kennd en þau voru fyrstu almennu lögin sem giltu hér á landi. Úlfljótsvatn er um 7-8 km langt og um 1 km á breidd. Það er í 81 m hæð yfir sjó, dýpi víðast undir 10 m en talið dýpst um 60 m í norðurhluta vatnsins. Mikill straumur er í vatninu, þar sem Sogið fellur um það á 19 km leið sinni frá Þingvallavatni til Hvítár.

Bærinn Úlfljótsvatn er vestan við vatnið og þar spölkorn frá norðan við bæinn stendur Úlfljótsvatnskirkja á fögrum og sérkennilegum stað, dálitlum hól, sem gengur út í vatniðsem vert er að skoða. Ýmsar sagnir tengjast Úlfljótsvatni og næsta nágrenni. Þá hafa einnig fundist merkar fornminjar þar í nágrenninu.

Úlfljótsvatn is a lake in southern Iceland, to the south of lake Þingvallavatn, 74km east of Reykjavík. Úlfljótsvatn is named after Úlfljótr, an important man who was involved in the Alþingi (Icelandic Parliament) in 930.

The lake has an area of 3.6 km² and is situated at an altitude of 80 m. At the deepest point, Úlfljótsvatn is about 34.5 meters deep. The lake has a water area of 3.6 km² and is located directly south of the larger lake Þingvallavatn on the Sog river, which continues to Álftavatn.

Orkuveita Reykjavíkur bought the rights in 1929-1933 to generate electricity in the upper run of the Sog. In 1937, the Ljósafoss power station was then built, increasing the water level by about 1 metre.

The Icelandic Scout and Guides Association has had its national scout centre by the lake since 1940. It hosted the World Scout Moot there in 2017

. . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig

You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com

– 0 –

Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

Viltu styrkja þessa síðu?

Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:

Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469

Show Buttons
Hide Buttons