2022-06-19

Valborgarkelda í Valbjargagjá │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Þar sem Reykjanesskagi er á flekaskilum tveggja jarðskorpufleka og stutt er í kvikuinnskot neðanjarðar er þar að finna jarðhita. Íbúar skagans hafa í gegnum tíðina hagnýtt sér þennan jarðhita, m. a. til sundkennslu.
Sundkunnátta skiptir miklu máli fyrir íbúa á eyju þar sem fiskveiðar eru mikilvægur þáttur í atvinnulífi þjóðarinnar.

Í Valborgarkeldu var á árunum áður að finna volgan sjó vegna jarðhita. Ólafur P. Sveinsson fyrrverandi vitavörður á Reykjanesi útbjó sundlaug í gjánni á árunum 1925 – 1930. Hann sprengdi hraunklöpp þannig að volgur sjór ætti auðveldara með að seytla í gjánna. Þá hlóð hann steinvegg úr grágrýti og hjó til tröppur niður í vatnið. Snemma var svo byggt yfir laugina.

Áður en sundlaugar komu til sögunnar í byggðalögum á utanverðum Reykjanesskaga var börnum þaðan kennt að synda í lauginni. Börn úr Grindavík gengu úr þéttbýlinu að lauginni þegar voraði, eða um 15 kílómetra leið. Notast var við hesta til að flytja tjöld og vistir.

Hvert námskeið stóð yfir í 12 – 15 daga og bjuggu börnin í tveimur tjöldum, stúlkur í öðru en drengir í hinu. Tjaldopin snéru frá hvort öðru til að alls velsæmis væri gætt. Í tjöldunum bjuggu einnig tvær konur er sáu um matseld auk sundkennara. Ætla má að um 20 börn hafi dvalið í tjaldbúðum á hverjum tíma, og voru um 10 þeirra í lauginni í einu.

Þar sem um er að ræða sjó gætir flóðs og fjöru í lauginni. Laugin var því einungis nothæf á aðfallinu. Í dag er laugin um 15 – 20°C en var um 26°C á þeim tíma sem hún var notuð til sundkennslu.

Laugin var endurhlaðin árið 2012 fyrir tilstuðlan Ferðamálasamtaka Reykjaness.

Árið 1937 er lauginni og umbúnaði þar lýst svo:

Þakið mikið til fallið af henni yfir innganginum. Einn staur þar undir þakinu svo tæpur að dottið getur niður [af] tæpum steinstalli á hverri stundu. Framþil dyranna farið og klefinn slæmur. Dyraumbúnaður að heita má ónýtur, og tjaldað fyrir inngang í laugina með pokatuskum.

There is a great deal of geothermal activity in the area, as the Reykjanes peninsula sits on top of the plate boundaries of two tectonic plates and as there is only a short distance to underground magma sills. Through the years, residents of the peninsula have taken advantage of such geothermal activity, such as for teaching people to swim, being able to swim, moreover, is af great importance for the residents of an island where fishing is such an important aspects of the nation’s economy.

The Valborgarkelda (Valborg pool) used to contain warm seawater due to the said geothermal energy. Ólafur P. Sveinsson, a former lighthouse keeper in Reykjanes, built a swimming pool in the fault during 1925 – 1930. He dynamited lava outcropping to make it easier for warm water to flow into the fault. He then built a stone wall out of dolerite and created steps down into the water. A roof over the pool was soon constructed.

Before the construction of swimming pools in other urban areas on the Reykjanes peninsula, the children from such places where taught to swim here. Children from Grindavík would walk to the pool from their homes in the spring, a distance of 15 km. Horses where used to transport tents and supplies.

Each course would last for 12 – 15 days, during which the children lived in two tents, one for girls and one for boys. The tent entrances faced away from each other to ensure public decency. Two women who took care of preparing meals also stayed in the tents, as did the swimming instructor. There were usually around 20 children staying in the camp each time and around 10 were in the pool at a time.

As the pool is filled with sweater, there is a tide. The pool, therefore, was only usable when the tide was coming in. At present, the temperature in the pool is between 15 – 20°C but was around 26°C at the time it was used for swimming lessons.

The pool was rebuilt in 2012 at the instigation of the Reykjanes Travel Association.

. . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig

 

Subscribe to my Youtube Channel 

 

You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com

 

Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

Viltu styrkja þessa síðu?

Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:

Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469

0 Comments

Show Buttons
Hide Buttons