2022-07-14

Vogsós from air │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Víðisandur hefur verið mikill skaðvaldur á heimalöndum Selvogsmanna. Hann liggur milli Hlíðar-vatns og sjávar. Nyrzt er Rifið en út af austurenda þess var hólmi, kallaður Nauthólmi. Á Rifinu eru hólar sem nefnast einu nafni Toddar og eru þrír. Rifshólar eru þeir einnig kallaðir og Vogsósahólar og þá aðgreindir: Hóllinn austasti, Miðhóll og Hóllinn vestasti. Hólar þessir fara hækkandi, því melgresið, sem þar vex, heldur sandinum. Þá liggur Rifið allt vestur að Nefjunum, en hafa lengi verið nytjuð frá Vogsósum og kallast Vogsósanef, og var þar slægnaland frá bænum; Austastanef, Miðnef og Vestastanef, en um Miðnef lá landamerkjalínan. Víðisandur var mikið flæmi og lá í hólum, meli vöxnum, og lægðum. Mela-tögl voru hólarnir og lægðirnar nefnd. Puntstráarbarð var innarlega á Víðisandi og Albogi norðan frá bæ allt út að Ósnum ytra. Milli Víðisands og Rifs var sandflæmi, sem flæddi yfir, þegar Ósinn við sjóinn stíflaðist, en af flæddi, þegar hann ruddi sig. Þetta var því kallað Flæði.

Allmargar eyjar voru fyrrum í Ósnum, en eru nú flestar horfnar; geta þó kunnugir bent á, hvar þær hafa verið. Þær hétu: Sandey, Grjótey, Húsey, Hrútey og Fagurey. Frá Ósnum ytra að Skothellu var Sandurinn. Þar svarrar sjórinn.

Út af Víðisandi voru Löngusker og fram af Ósnum Óssker. Baðstofuhella var upp við Ósinn, og segja menn, að þar hafi Vogur staðið til forna.

Víðisandur has been a major pest in the homelands of Selvogur. It lies between Hlíðarvatn and the sea. At the North end is Rifið but out of its eastern end was an islet, called Nauthólmur. At Rifin there are hills called Toddar by one name and they are three. They are also called Rifshólar and Vogsósahólar and then separated: Hóllinn austasti, Miðhóll and Vestastanef. These hills grow up, because the weeds that grow there keep ore bind the sand togather. Then Rifið lies all the way west to the Nefjar and it has long been used from Vogsós and is called Vogsósanef, and there was a slushy land from the farms; Austastanef, Miðnef and Vestastanef, but around Miðnef was the border line. Víðisandur was very fragile and lay in hills, grown of weed, and depressions. Mela-tögl were the hills names and depressions mentioned. Puntstráarbarð was in the inner part of Víðisandur and Albogur from the north of the farm all the way to Ósnar outer. Between Víðisandur and Rif there was a sand dune, which overflowed when Ósinn by the sea was blocked, but flowed off when it cleared. This was called Flæður.

Several islands used to be in Ósar, but now most have disappeared; may, however, who are familiar can point them out, where they have been. Their names were: Sandey, Grjótey, Húsey, Hrútey and Fagurey.

From Ósnar ytra to Skothella was Sandurinn.

Out of Víðisandur were Löngusker and out of Ósin Óssker. The Baðstofuhellar was up by Ósinn, and people say that Vogur stood there in ancient times.

. . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig

 

Subscribe to my Youtube Channel 

 

You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com

 

Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

Viltu styrkja þessa síðu?

Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:

Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469

0 Comments

Show Buttons
Hide Buttons