2021-08-18

Vonarskarð │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Vonarskarð er dalur eða háslétta milli Tungnafellsjökuls og Vatnajökuls. Það liggur lægst í um 940 m hæð yfir sjó, en fjöllin sem afmarka skarðið af til vesturs og austurs teygja sig upp undir 400 m yfir sléttuna. Handan þeirra rísa svo jöklarnir enn hærra, í vestri Tungnafellsjökull (1530 m h.y.s) og til austurs hvelfist Bárðarbunga (2000 m h.y.s), næst hæsta fjall landsins. Þar sem skarðið er þrengst eru ekki nema 12-13 km á milli jökla. Landslagsumgjörð Vonarskarðs er í senn stórbrotin og óvenjuleg. Dalbotninn er eilítið bungumyndaður, hæstur í miðjunni en hallar til norðurs og suðurs. Úr hlíðum fjallanna umhverfis skarðið blasa við meginvatnaskil á hálendi Íslands og upptök tveggja stórfljóta þar sem annað rennur til sjávar á Norðurlandi en hitt á Suðurlandi. Slík vatnaskil er hvergi hægt að sjá annars staðar á Íslandi og líklega óvíða annars staðar með sambærilegum hætti.

Sunnarlega í Vonarskarði rís stakt keilulaga fjall, Deilir. Syðst í skarðinu mynda svo tvö fjöll óvenjulega mynd. Skrauti er litauðugt líparítfjall í ljósum litum, hvítum, gráum, gulum, bleikum og appelsínugulum en upp að honum hallar sér hið blakka Kolufell. Á milli þeirra er Tvílitaskarð. Blettir með samfelldum gróðri eru við jarðhitann, en að auki er á sléttunni vestan Deilis nokkuð víðáttumikið svæði með samfelldum gróðri og kallast það Snapadalur. Yfirborðsummerki jarðhita í Vonarskarði eru fjölbreytt og í hverunum vaxa örverur sem hvergi hafa fundist annars staðar.

Vonarskarð er askja sem tengist samnefndri megineldstöð.  Megineldstöðin er talin hafa verið lítillega virk á nútíma (Snorri Baldursson, 2006). Tungnafellsjökull vestan Vonarskarðs er talin vera önnur askja sömu megineldstöðvar.

Þótt háhitasvæðið í Vonarskarði sé ekki mjög stórt (ca. 10 km2 að flatarmáli) þykir það afar fjölbreytt og þar er hægt að sjá allar helstu gerðir yfirborðsfyrirbrigða sem fylgja háhitasvæðum. Háhitasvæðið þykir sérstætt sem kolsýruhverasvæði og móbergs- og líparítsvæði og enn fremur allsérstætt fyrir jarðhitasvæði á hálendinu þar sem volgar lindir og lækir renna frá því á mörgum stöðum

Bárðargata er kennd við landnámsmanninn Bárð sem sigldi norður fyrir landið upp Skjálfandafljót og nam land í Bárðardal og bjó að Lundarbrekkum. Bárður fann að sunnanáttin var hlýrri en norðanáttin og vildi flytja suður.  Leiðin sem hann fór er kölluð Bárðargata og liggur frá Bárðardal, suður öræfin, sennilega með Skjálfandafljóti austanverðu, gegnum Vonarskarð og niður í Fljótshverfi, um 250 km leið, í allt að 1000 m hæð. Ferðina fór Bárður á útmánuðum þegar jökulárnar voru lagðar ís á árunum í kringum 874-930. Veðurfar hefur verið ólíkt því sem nú er, jöklar voru miklu minni en núna og jökulárnar sennilega mun auðveldari yfirferðar. Ferðin var farin með fjölskyldu og bústofn og hefur verið mikið þrekvirki.

The Pass of Hope is named after an event, which took place during the so-called Age of Settlement (874-930). The first settler in the Bardardalur valley in the North came to the conclusion, that the southerly winds were warmer than the northerly and decided to move to the south with all his belongings in the hope of finding better living conditions. He did so during winter, when all rivers were frozen over, and succeeded without incidents. The Bardur Route

Vonarskarð is a valley or plateau between Tungnafellsjökull and Vatnajökull. It is lowest at about 940 m above sea level, but the mountains that define the pass to the west and east stretch below 400 m above the plain. Beyond them, the glaciers rise even higher, to the west . . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig

 

Subscribe to my Youtube Channel

You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com

 Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

As a native photographer I feel responsible to leave all I can behind to show how it looked like, with my photography, before it’s too late.

0 Comments

Show Buttons
Hide Buttons