2022-03-09

Documenting Vatnsleysuströnd in Iceland

Íslenska gestristnin er enn til staðar. – Icelandic hospitality still exists

by: Rafn Sig,-

Íslenska gestristnin er enn til staðar.

Ég var búinn að vera úti í kuldanum að taka myndir í Brunnastaðahverfinu því birtan var ákjósanleg þennan morguninn. Ég gekk Naustakotsveg til baka og stoppaði fyrir framan Suðurkot því húsið heillaði mig,  svo sá ég líka nokkrar kindur sem voru búnar að stilla sér upp fyrir framan gamla fjárhúsið sem var ákjósanlegt ljósmyndaefni. Er ég stóð þarna hinu megin við girðinguna kom eldri maður út úr húsinu, heilsaði mér og kvaðst heita Grétar. Ég kynnti mig sagði honum erindi mitt, spurði hvort honum væri ekki sama að ég væri að mynda og hvort ég væri að trufla. Hann hélt nú ekki og fjarri því. Á meðan við spjölluðum, mundaði ég myndavélina og snéri henni svo að fjárhúsunum. Þegar hann sá það fannst honum kindurnar vera eitthvað langt í burtu svo hann kallaði til þeirra, komu þær hlaupandi til hanns (það þótti mér merkilegt) og lét hann þær stilla sér upp fyrir myndatökun. Að myndatöku lokinni bauð hann mér að koma inn, hlýja mér og þiggja kaffidreitil því honum langaði að sýna mér forna eldavél sem hann væri með hjá sér í eldhúsinu og væri í fullkomnu lagi. Ég þáði heimboðið þó ég drykki nú ekki kaffi, en ferskt lindarvatnið gerði sama gagn. Ég klofaði yfir girðinguna sem var á milli okkar og við röltum að bænum.

Þegar inn var komið gengum við í eldhúsið þar sem eldavélin umtalaða var og leit hún út eins og keypt hafi verið í gær, glansandi pússuð og ekki rispu að sjá á henni. Ofan á henni var forláta vöflujárn ásamt fyrstu gerð af straujárni sem var hitað á eldavélinnig og heitu vatni var hellt ofaní þar til gert hólf – magnað. Að þessu heillaðist ég mjög því það var eins og ég hafi horfið hundruði ára til baka. Eftir gottspjall í eldhúsinu bauð Grétar mér til stofu til að sýna mér fallega vegg klukku. Mér þóttu það einkar gaman því hún var af sömu tegund og alveg eins og foreldrar mínir áttu með fallegum hesti ofaná og kólgan merkt R │ A.   . . . framhald fyrir neðan

Icelandic hospitality still exists

I had been out in the cold taking pictures in the Brunnastaðahverfi because the light was nice this morning. I walked Naustakotsvegur back and stopped in front of Suðurkot because the old farm house fascinated me, then I also saw some sheep that had lined up in front of the old sheepfold which was a good photographic material. As I stood there on the other side of the fence, an older man came out of the house, greeted me and said his name was Grétar. I introduced myself, told him my errand, asked if it was ok that I was taking pictures and if I was interrupting. He did not hold now and far from it. While we were chatting, I turned the camera to the sheepfolds. When he saw that, he thought the sheep were a bit far away, so he called to them, they came running to him (I thought it was amazing) and he had them set up for a photo shoot. After the photo shoot, he invited me to come in, warm me up and have a coffee with him, because he wanted to show me an old stove that was in the kitchen and was in perfect condition. I accepted the invitation even though I do not drink coffee,  but the fresh spring water would be good. I climbed over the fence that was between us and we walked to farmhouse.

When we got in, we went to the kitchen where the stove was and it looked like it had been bought yesterday, all polished and there was not a scratch to be seen. On top of that was an centuries old waffle iron along with the first type of iron that was heated on the stove and hot water was poured into a special compartment – amazing. I was very fascinated by this because it was as if I had disappeared hundreds of years back. After a chat in the kitchen, Grétar invited me to the living room to show me a beautiful wall clock. I liked it especially because it was of the same kind my parents had with a beautiful horse on top and the cold marked R │ A. . . . . continued below

Á leið minni út sagði hann að ég gæti ekki farið nema kíkja ögn upp á loft, stiginn væri svolítið brattu svo ég þyrfti að vara mig á honum. Upp á loft fórum við, Grétar á undan og ég svo í humátt á eftir. Þegar upp var komið stoppaði ég á miðju gólfinu og varð orðlaus. Það var eins og ég væri kominn á Þjóðminjasafn, allt var svo snyrtilegt, ekki rykkorn að sjá, öllu var vel við haldið, borið á allt leður, gler pússað, hlutum eins haganlega komið fyrir og kost var í þessu litla rými en dýrgripir út um allt. Þarna var ég og snérist í hringi því ég vissi hreinlega ekki hvar ég ætti að byrja yfirferðina. Ég fékk mikinn og góðan fyrirlestur um nánast hvern hlut fyrir sig, (uppruna og fl.) og það er synd að ég hafi ekki verið með segulbandstæki til að taka þetta allt upp. Ég tók myndir af nokkrum áhugaverðum hlutum en varð að sleppa megninu, sem mér þykir miður eftir að ég fór að skoða myndirnar. Tal barst að því hvað hann hyggðist gera við þessa hluti þegar hann væri allur. “Sennilega hendi ég þeim í sjóinn ofan af Stapanum” sagðist hann og hló. Þarna eyddum við góðri stund því sögurnar voru margar og athyglisverðar.
Það kom að því að ég færi og þegar út var komið kallaði hann á kindurnar sínar, sem allar komu til þess að kveðja mig, “það væri bara kurteysi að kveðja”. Ég kvaddi Grétar og kindurnar, klofaði yfir girðinguna og hélt himleiðis eftir frábæra stund í Suðurkoti.  Þess má geta að ekki vildi Grétar láta taka mynd af sér, það þótti mér miður.

On my way out he said that I could not go without looking at the treasure upstairs, “the stairs were a bit steep” he said, “so take care”. We went up to the upper floor, Grétar in front and I right behind him. When I got upstairs, I stopped in the middle of the floor and became speechless. It was as I had come to the National Museum, everything was so neat, no dust to be seen, everything was well maintained, leather oil was applied to all the leather, glass was polished, things were arranged as neatly as possible in this small space but treasures all around anywhere. I turned in circles because I did not know where to start the journey. I got a great lecture on almost every single item, (origin, etc.) and it’s a shame I did not have a tape recorder to record it all. I took pictures of some of the things but had to skip most of them, which I regret now, when I look at the pictures. I asked him what he was going to do with these things when he was deceased, “I’ll probably throw them into the sea from Stapinn (mountain near by),” he said, laughing. We spent a good time there because the stories were many and interesting.

When we came out of the farm as I was leaving to my home he called to his sheep’s, who all came to say goodbye to me, “it is just polite to say goodbye” (and he laugh). I said goodbye to Grétar and the sheep’s, climbed over the fence and headed home after a great time in Suðurkot farm. It is worth mentioning that Grétar did not want to have his picture taken, I really tried to convince him.

 

Subscribe to my Youtube Channel 

 

You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com

 







Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

As a native photographer I feel responsible to leave all I can behind to show how it looked like, with my photography, before it’s too late.

4 Comments

  1. Iceland really is different. Love your work

  2. Must have been amazing. This is like National Museum. Great work my friend. Keep it up.

  3. This is so cute. Thanks for sharing

  4. This is cool.

Show Buttons
Hide Buttons