2022-03-07

Landmannalaugar Highlands │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Friðland að Fjallabaki var friðlýst árið 1979. Megin einkenni svæðisins eru fjölbreytt landslag og landslagsheildir, mikill breytileiki jarðminja og jarðhitafyrirbæra, sérstakt en viðkvæmt lífríki, víðerni, kyrrð og litadýrð.

Friðlandið er 446,24 km2 að stærð og innan þess eru Landmannalaugar þar sem er upphaf margra vinsæla gönguleiða, þar á meðal Laugavegurinn. 

Landmannalaugar Staðhættir:

Ef lýsa ætti Landmannalaugum í tveimur orðum, þá væru orðin “andstæður og fjölbreytileiki”.  Gróið-gróðurvana, bratt-slétt, hrjúft-mjúkt, heitt-kalt, blátt-appelsínugult, svart-hvítt, margt-fátt, stórt-smátt. 
Í norðurjaðri litríks og stórskorins fjalllendis er úfið hraun.  Í jöðrum þess spretta fram heitar lindir.  Þar eru Landmannalaugar.

Landmannalaugar area in the Highlands│ Iceland Landscape fromHrikalegt gil skerst í sveig langt inn í fjalllendið.  Úr því rennur kvísl rétt framhjá laugunum.  Landmannalaugar eru semsé umgirtar úfnum hraunum, háum fjöllum og stríðum vötnum.  Mest áberandi fjöllin, frá laugunum séð, eru Barmur (gulur), Bláhnúkur (blár) Brennisteinsalda (rauð m.a.) Suðurnámur (allir litir) og Norðurnámur (grænn).

Hraunið, sem er svarblátt og mosagrænt heitir Laugahraun.  Annað hraun, ekki ósvipað, en minna, er nokkru norðar.  Það er Suðurnámshraun.  Kvíslin, sem skiptir um lit og ham eftir veðri og tímum dags og árs, heitir Jökulgilskvísl (gilið heitir Jökulgil).  Hún kemur að mestu úr Torfajökli og Kaldaklofsfjöllum.  Í hana falla minni kvíslar.  Beggja vegna Bláhnúks, sem er sunnan við laugarnar, renna kvíslar, annars vegar úr Brandsgiljum og hinsvegar úr Grænagili (nafngiftin er engin lygi, þó þar sé enginn gróður). 

Norðan lauganna rennur Námskvíslin í Laugahraunsjaðrinum. Hún kemur innan úr Vondugiljum og sléttunni neðan þeirra.  Yfir þá kvísl þarf að keyra á vaði, vilji maður komast inn á laugasvæðið akandi.  Strax á eftir kemur annað vað. Það er á heita læknum, sem rennur úr laugunum.  Auk fegurðar og fjölbreytni í landslagi, þá er það heita laugin sem laðar ferðafólk að. Í henni getur það baðað sig.

Margir leggja leið sína í Landmannalaugar, þær eru fjölsóttasti ferðamannastaðurinn inni á hálendi Íslands.  Engu að síður þarf ekki að ganga langt til að vera einn.

The nature reserve at Fjallabak was protected in 1979. The main characteristics of the area are diverse landscapes, great variability of geological monuments and geothermal phenomena, special but fragile ecosystems, wilderness, tranquility and color splendor.

The nature reserve is 446.24 km2 in size and within it are Landmannalaugar where is the beginning of many popular hiking trails, including Laugavegur trail.

Landmannalaugar:

If Landmannalaugar were to be described in two words, the words “contrasts and diversity” would be. Overgrown-barren, steep-smooth, rough-soft, hot-cold, blue-orange, black-white, many-few, large-small.

On the northern edge of the colorful and large mountain range is eroded lava. Where hot springs spring up at its edges. There are Landmannalaugar.

A rugged gorge cuts into a bend far into the mountains. From there, a river flows right past the pools. Landmannalaugar is surrounded by rugged lava fields, high mountains and all kind of lakes. The most prominent mountains, seen from the pools, are Barmur (yellow), Bláhnúkur (blue) Brennisteinsalda (red m.a.) Suðurnámur (all colors) and Norðurnámur (green).

The lava, which is dark blue and moss green, is called Laugahraun. Another lava, not dissimilar, but smaller, is somewhat to the north. It is Suðurnámshraun. The branch, which changes color and mode according to weather and time of day and year, is called Jökulgilskvísl (the gorge is called Jökulgil). It comes mostly from Torfajökull and Kaldaklofsfjöll. Smaller rivers fall into it. On both sides of Bláhnúkur, which is south of the pools, river flows, on the one hand from Brandsgiljar and on the other hand from Grænagil (the naming is no lie, although there is no vegetation).

To the north of the pools flows Námskvíslin in Laugahraunsjaðar. It comes from within Vondugil and the plain below them. Over that river you have to drive on a ford, if you want to get into the pool area driving. Immediately after that comes another ford. It’s on hot river, flowing out from the peoples-pools. In addition to the beauty and diversity of the landscape, it is the hot pool that attracts tourists. In it people can bath.

Many people make their way to Landmannalaugar, they are the most visited tourist destination in the highlands of Iceland.

Saga:

Landmannalaugar eru á ungu og síbreytilegu svæði, jarðfræðilega séð.  Það er megineldstöð sem kennd er við Torfajökul sem er landsins ríkasta svæði af súrum bergtegundum.
Laugarnar eru innan svæðis sem núorðið er talin vera stærðarinnar askja.  Barmurinn er greinilegasti vitnisburðurinn um barm öskjunnar.  Hann er talinn vera um 7-800.000 ára gamall.
Innan þessarar öskju er jafnvel önnur minni.  Form og aldur fjallanna við Brandsgil (450.000- 600.000 ár) gefa þá vísbendingu. Auk þess að vera kannski á jöðrum tveggja askja, hafa myndast önnur og nýrri fjöll á nánast sama svæðinu:  Bláhnúkur, 50 – 90.000ára úr biksteinshúðuðum hraunbólstrum og glersalla og Brennisteinsalda, 340 – 420.000 ára líparítfjall.

Um 1480 gaus í hlíðum Brennisteinsöldu.  Þá varð til Laugahraunið.  Þetta er þykkt rýólít (líparít) hraun sem hefur kólnað snögglega, því í því hefur nokkuð af steininum náð að glerjast, þ.e. orðið að hrafntinnu.  Í hraunjaðrinum sprettur upp heita vatnið.
Það er nálægðin við heit innskot úr iðrum jarðar sem hitar vatnið, en Torfajökulssvæðið er eitt mesta jarðhitasvæði landsins.  Það þarf ekki að fara langt frá Landmannalaugum til að finna fleiri laugar og hveri.

Þetta unga land í kringum Landmannalaugar er líka mótað af vatni og vindi. Jökulgilskvíslin og önnur vatnsföll skila miklu magni af allskyns steinmulningi úr giljunum og byggja upp flatlendi á milli fjallanna.  Aurar Jökulgilskvíslarinnar, beint framan við Landmannalaugar eru þar mest áberandi.

History:

Landmannalaugar is in a young and ever-changing area, geologically speaking. It is a main volcano named after Torfajökull, which is the country’s richest area of ​​acid rocks.

The pools are within an area that is now considered to be about 7-800,000 years old.

About 1480 there was an eruption on the slopes of Brennisteinsöldu. Then  Laugahraun was made. This is a thick rhyolite (liparite) lava that has cooled rapidly, in it one can find  rock that has managed to glaze, ie. become “Hrafntinna” and the hot water springs up at the edge of the lava.

Torfajökull area is one of the largest geothermal areas in the country so you do not have to go far from Landmannalaugar to find more pools and hot springs.

This young land around Landmannalaugar is also shaped by water and wind. Jökulgilskvíslin and other streams yield large amounts of all kinds of stone crumbs from the gorges and build up plains between the mountains. The auras of Jökulgilskvíslarinn, directly in front of Landmannalaugar are the most prominent.

Torfajökull area:

The nature reserve at Fjallabak covers part of the Torfajökull area, which is the largest rhinestone area in the country. Liparite magma is viscous and cold and forms thick lava, in small in area. Upon rapid cooling, the magma forms a black and glossy glass, the so-called “Hrafntinna”, but otherwise the liparite is usually gray, yellow, pink or green in color. This colorful splendor is primarily due to geothermal conversion, but the Torfajökull area is one of the largest geothermal areas in the country, as evidenced by the many pools and hot springs.

Jarðfræði:

Berggrunnur Friðlands að Fjallabaki myndaðist á vestra rekbeltinu Ameríkuflekanum, fyrir 8-10 milljónum ára. Eldvirkni hófst að nýju á svæðinu fyrir u.þ.b. tveimur milljónum ára við færslu eystra rekbeltisins til suðurs. Orsök eldvirkninnar á svæðinu nú er sú, að heit basísk kvika frá rekbeltinu norðan þess þrengir sér suður, bræðir upp jarðskorpuna og blandast henni í ýmsum hlutföllum.  Blandberg af þessu tagi er m.a. að finna í Laugahrauni, Námshrauni, Dómadalshrauni og Hrafntinnuhrauni.

Eldvirkni á svæðinu var mikil á síðasta kuldaskeiði Ísaldar, en þá mynduðust m.a. móbergsfjöllin Löðmundur og Mógilshöfðar, svo og líparítfjöllin Bláhnúkur, Brennisteinsalda og Kirkjufell.  Líparíthraun frá síðast hlýskeiði ísaldar má m.a. finna undir Norður Barmi og í Brandsgiljum. Á nútíma (síðustu 10 þús. árum) hefur eldvirknin öll verið á belti sem liggur SV – NA yfir friðlandið frá Laufafelli til Veiðivatna.

Torfajökulssvæðið:

Friðland að Fjallabaki nær yfir hluta Torfajökulssvæðisins sem er stærsta líparítsvæði landsins. Líparítkvika er seig og köld og myndar þykk hraun, lítil að flatarmáli. Við snögga kólnun myndar kvikan svart og gljáandi gler, svokallaða hrafntinnu, en annars er líparít venjulega grátt, gult, bleikt eða grænt á lit.  Þessi litadýrð stafar fyrst og fremst af jarðhitaummyndun, en Torfajökulssvæðið er eitt mesta jarðhitasvæði landsins eins og hinar fjölmörgu laugar og hverir bera vitni um.

Geothermal heat:

The geothermal area of the Torfajökull area is very large, about 15 km far from west to east and about 12 km wide where it is widest. The geothermal energy on the surface is very diverse and there are rare geothermal phenomena. The main characteristics of the geothermal heat in the area are the so-called boiling pans, which are shallow hot springs with almost clear water where it boils in countless small eyes at the bottom. In addition, clayey hot springs, clayey water hot springs, steam hot springs, sulfur tufts, and metamorphic plains are common. Carbon dioxide hot springs and pools are located at the edge of the high-temperature area in drainage areas.

Jarðhiti:

Jarðhitasvæði Torfajökulssvæðisins er mjög stórt, um 15 km langt frá vestri til austurs og um 12 km breitt þar sem það er breiðast. Jarðhitinn á yfirborði er afar fjölbreyttur og þar er að finna fágæt jarðhitafyrirbæri. Helstu sérkenni jarðhitans á svæðinu eru svokallaðar soðpönnur sem eru grunnir hverir með næstum tæru vatni þar sem bullsýður í ótal smáaugum á botninum. Auk þeirra eru leirhverir, leirugir vatnshverir, gufuhverir, brennisteinsþúfur, og ummyndunarbreiður algengar. Kolsýruhverir og laugar eru við jaðar háhitasvæðisins á afrennslissvæðum.

Landmannalaugar area in the Highlands │ Iceland Landscape from

Gróður og vistgerðir:

Vegna hins kalda veðurfars í friðlandinu er vaxtartími plantna vart nema tveir mánuðir á ári og jarðvegsmyndum er ákaflega hæg.  Í jarðveginn vantar fullrotnuð og veðruð efni.  Hann er því grófur og sundurlaus og vindur og vatn bera hann auðveldlega úr stað.  Sandfok er mikið á svæðinu og í eldgosum kaffærast stórir hlutar þess í hrauni og ösku. Ef allir þessir þættir eru hafðir í huga og að Landmannaafréttur hefur verið beittur um langan aldur, kemur það engum á óvart hve friðlandið er gróðurlítið. Samfelldu gróðursvæðin eru frekar smá og þau stærstu og grösugustu í grennd við ár og vötn, t. d. Kýlingasvæðið sem er nær samfelldur flói með pollum og tjörnum og ýmsum votlendisplöntum. Hinn súri líparít-berggrunnur er gróðurlaus á stórum svæðum en móbergsfjöllin eru aftur á móti víða gróin fagurgrænum gamburmosa upp á eggjar. Mosar setja svip sinn á landið og sumstaðar eru samfeldar mosaþembur.

Innan friðlandsins finnst vistgerðir sem hafa hátt verndargildi og einnig vistgerðir sem eru sjaldgæfar á landsvísu og þarf að huga sérstaklega að vernd þeirra. Þar má nefna vistgerðirnar mýtahveravist, starungsmýravist, víðikjarrvist, móhveravist, tegundarík kransþörungavötn, jarðhitalækir, hveraleirvist og fjallahveravist.

Landmannalaugar Geothermal Highlands are │ Iceland

Vötnin í Friðlandi að Fjallabaki eru köld fjallavötn.  Auk plantnanna lifa í þeim ýmis smádýr og silungar.  Urriði hefur gengið úr Tungnaá upp í Kýlinga og Kirkjufellsvatn.  Einnig hefur svo lengi sem menn muna verið urriði í Ljótapolli og Frostaðastaðvatni.  Upp úr 1970 var farið að sleppa bleikju í vötn á svæðinu og hefur henni fjölgað svo mjög að nú er í flestum vötnum friðlandsins aragrúi lítilla, ónýtanlegra silunga sem ekki ná að stækka vegna skorts á fæðu. Árið 1981 var hafin skipulögð netaveiði í vötnunum til að minnka silungsstofnana þannig að þeir yrðu í meira samræmi við frumframleiðni vatnanna.

Vegetation:

Due to the cold weather in the nature reserve, the growing season of plants is barely two months a year and the soil conditions are extremely slow. The soil does not get fully rotten due to the climate. It is therefore coarse and disjointed and is easily carried away by wind and water. Sandstorms are abundant in the area and in volcanic eruptions, large parts of it are engulfed in lava and ash. If all these factors are taken into account and the fact that Landmannaafréttur has been used for a long time for sheeps, it comes as no surprise how little vegetation the nature reserve has. The continuous vegetation areas are rather small and the largest and greenest are in the vicinity of rivers and lakes. The “Kýlingar” area, is almost a continuous bay with ponds and various wetland plants. The acidic liparite bedrock is barren in large areas, but the tuff mountains are in many places overgrown with beautiful green gambur moss on eggs. Mosses make their mark on the land and in some places there are continuous moss patches.

Within the nature reserve, there are habitats that have a high conservation value and also habitats that are rare nationally and special attention needs to be paid to their protection. These include the habitats “mýtahveravist, starungsmýravist, víðikjarrvist, móhveravist, tegundarík kransþörungavötn, jarðhitalækir, hveraleirvist og fjallahveravist”.

Life in the lakes:

The lakes in the Fjallabak Nature Reserve are cold mountain lakes. In addition to the plants, various small animals and trout live in them. Trout have came from Tungnaá up to Kýlingar and Kirkjufellsvatn. There have also been trout in Ljótapollur and Frostaðastaðvatn for as long as anyone can remember. In the 1970s, charr was released into some lakes in the area and have increased so much that in most of the nature reserve’s lakes there are a myriad of small, unusable trout that cannot grow due to lack of food. In 1981, organized net fishing began in the lakes to reduce trout stocks so that they would be more in line with the lakes’ primary productivity.

Dýralíf:

Fuglalíf er fáskrúðugt eins og víðar á hálendinu en þekktar eru 23 tegundir varpfugla í friðlandinu. Sólskríkjur eru algengastar, en á vötnum sjást himbrimar, lómur, álftir og óðinshanar. Straumönd sést stöku sinnum á Jökulgilskvísl og í Landmannalaugum, og vitað er til þess að hún hafi orpið á svæðinu.

Heimskautarefurinn er sjaldséður í friðlandinu. Minkur er að finna í friðlandinu og er talið að hann hafi fyrst komið þangað um 1950.

Um 90 tegundir smádýra hafa verið skráðar í Landmannalaugum. Þar af eru þrjár þeirra háðar jarðhitanum, þ.e. laugakönguló, laugafluga og ónefnd tvívængja af húsfluguætt.

Fornar nytjar:

Litlar heimildir eru til um búsetu innan friðlandsins enda landið ekki til þess fallið að studna þar hefðbundinn búskap. Samkvæmt þjóðsögu átti Torfi Jónsson frá Klofa að hafa flúið þangað með hyski sitt og hafst við í Jökulgili á meðan Plágan seinni reið yfir á 15. öld og Torfajökull nefndur eftir honum.

Sr. Jón Torfason, prestur á Stóruvöllum skrifar um Landmannaafrétt árið 1841 í sóknarlýsingu sinni.  Hann minnist á gögn og gæði, sem í þessum auðnum og öræfum mátti fá fyrrum, svo sem fjallagrös, rót, silungs- og álftaveiði. Má af orðum hans ráða, að á hans tíma séu hlunnindi þessi minna nýtt en áður hafði verið um aldir.

Wildlife:

Birdlife is sparsely populated, as elsewhere in the highlands, but 23 species of nesting birds are known in the nature reserve. Snow bunting (Plectrophenax nivalis) are most common, but lakes are home to Common loon (Gavia immer), Red-throated Loon (Gavia stellata), Whooper swan (Cygnus cygnus) and Red-necked phalarope (Phalaropus lobatus). Harlequin duck (Histrionicus histrionicus) is occasionally seen on Jökulgilskvísl and in Landmannalaugar, and it is known that it nests in the area.

The Arctic fox is rare in the nature reserve. Mink can be found in the nature reserve and it is believed that he first came there around 1950.

About 90 species of small animals have been registered in Landmannalaugar. Of these, three of them are dependent on geothermal energy, i.e. pool spider, pool fly and unnamed fly of the housefly family.

Ancient residence:

There are few sources of residence within the nature reserve, as the land is not suitable for supporting traditional farming there. According to legend, Torfi Jónsson from Klofa was supposed to have fled there with his husky and started in Jökulgil while Plágan later rode over into the 15th century and Torfajökull was named after him.

Sr. Jón Torfason, a priest at Stóruvellir, writes about Landmannaafrétt in 1841 in his parish description. He mentions data and quality that could be obtained in the former wilderness and wilderness, such as mountain grass, root, trout and fishing.

Dýralíf:

Fuglalíf er fáskrúðugt eins og víðar á hálendinu en þekktar eru 23 tegundir varpfugla í friðlandinu. Sólskríkjur eru algengastar, en á vötnum sjást himbrimar, lómur, álftir og óðinshanar. Straumönd sést stöku sinnum á Jökulgilskvísl og í Landmannalaugum, og vitað er til þess að hún hafi orpið á svæðinu.

Heimskautarefurinn er sjaldséður í friðlandinu. Minkur er að finna í friðlandinu og er talið að hann hafi fyrst komið þangað um 1950.

Um 90 tegundir smádýra hafa verið skráðar í Landmannalaugum. Þar af eru þrjár þeirra háðar jarðhitanum, þ.e. laugakönguló, laugafluga og ónefnd tvívængja af húsfluguætt.

Fornar nytjar:

Litlar heimildir eru til um búsetu innan friðlandsins enda landið ekki til þess fallið að studna þar hefðbundinn búskap. Samkvæmt þjóðsögu átti Torfi Jónsson frá Klofa að hafa flúið þangað með hyski sitt og hafst við í Jökulgili á meðan Plágan seinni reið yfir á 15. öld og Torfajökull nefndur eftir honum.

Sr. Jón Torfason, prestur á Stóruvöllum skrifar um Landmannaafrétt árið 1841 í sóknarlýsingu sinni.  Hann minnist á gögn og gæði, sem í þessum auðnum og öræfum mátti fá fyrrum, svo sem fjallagrös, rót, silungs- og álftaveiði. Má af orðum hans ráða, að á hans tíma séu hlunnindi þessi minna nýtt en áður hafði verið um aldir.

Heimildir m.a. – Sources e.g.
http://www.ust.is  
http://landmannalaugar.info

Wildlife:

Birdlife is sparsely populated, as elsewhere in the highlands, but 23 species of nesting birds are known in the nature reserve. Snow bunting (Plectrophenax nivalis) are most common, but lakes are home to Common loon (Gavia immer), Red-throated Loon (Gavia stellata), Whooper swan (Cygnus cygnus) and Red-necked phalarope (Phalaropus lobatus). Harlequin duck (Histrionicus histrionicus) is occasionally seen on Jökulgilskvísl and in Landmannalaugar, and it is known that it nests in the area.

The Arctic fox is rare in the nature reserve. Mink can be found in the nature reserve and it is believed that he first came there around 1950.

About 90 species of small animals have been registered in Landmannalaugar. Of these, three of them are dependent on geothermal energy, i.e. pool spider, pool fly and unnamed fly of the housefly family.

Ancient residence:

There are few sources of residence within the nature reserve, as the land is not suitable for supporting traditional farming there. According to legend, Torfi Jónsson from Klofa was supposed to have fled there with his husky and started in Jökulgil while Plágan later rode over into the 15th century and Torfajökull was named after him.

Sr. Jón Torfason, a priest at Stóruvellir, writes about Landmannaafrétt in 1841 in his parish description. He mentions data and quality that could be obtained in the former wilderness and wilderness, such as mountain grass, root, trout and fishing.

 

Subscribe to my Youtube Channel 

 

You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com

 Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

As a native photographer I feel responsible to leave all I can behind to show how it looked like, with my photography, before it’s too late.

2 Comments

  1. Wow. Great work

  2. Excellent Love your photography work.

Submit a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Show Buttons
Hide Buttons