2023-11-24

There is NO place in Iceland with the name ,,Diamond Beach” │ Iceland Photo Gallery

Documenting Iceland

by: Rafn Sig,-

Það er enginn staður á Íslandi sem ber nafnið ,,Diamond Beach’’

Við hliðina á Jökulsárlóni í Vatnajökulsþjóðgarði er staður sem ekki allir þekkja, Fellsfjara (Eystri- og Vestri-Fellsfjara), austan og vestan megin Jökulsár á Breiðamerkursandi. Hann saman stendur af sandfjörum sem eru oft skreyttar með ísjökum sem borist hafa með Jökulsá á Breiðamerkursandi að sjónum og skola svo aftur upp á sandinn með öldunum. Ísjakarnir sem minna á demanta ásamt þokunni sem leggst yfir ströndina skapa töfrandi andrúmsloft.

Ís-demantarnir bjóða upp á enn stórfenglegri sjón yfir vetrarmánuðina þegar sólin rís og baðar ströndina fallegri lýsingu sem endurspeglast á ísjökunum. Að láta sig hafa biðina í myrkrinu fyrir sólarupprás er vel þess virði, þrátt fyrir nístingskulda íslensku næturinnar. Myndefnið getur oft verið ægifagurt.

Breiðamerkursandur er stórt svæði á milli Suðursveitar og Öræfa þakið grófum sandi sem jöklar hafa rutt fram ásamt jökulám á svæðinu. Á milli jökuls og strandar var aðeins örmjótt haft þegar Breiðamerkurjökull gekk lengst fram um og upp úr 1880. Á sandinum eru miklir jökulruðningar, sem sýna hversu langt jökullinn náði er hann náði hámarki sínu. Þegar jökullinn stækkaði og gekk fram á litlu ísöld gróf hann djúpa dæld í jarðveginn. Í þeirri dæld skilur hann nú eftir sig Jökulsárlón sem stækkar ört samhliða bráðnun jökulsins. Jökulsárlón er eitt helsta kennileiti Breiðamerkursands en það er dýpsta stöðuvatn Íslands, 284 metrar (2009). Úr lóninu rennur Jökulsá á Breiðamerkursandi, fyrrum mikill farartálmi og hættuleg yfirferðar. Hún var brúuð árið 1967 en áður var ferja á ánni.

Á Breiðamerkursandi eru aðalvarpstöðvar skúms á Íslandi. Þar eru einnig heimkynni hreindýra.

Breiðá, bær Kára Sölmundarsonar og Hildigunnar Starkaðardóttur, sem frá er greint í Njálu, stóð vestarlega á sandinum. Þegar jökullinn gekk fram lagðist hann yfir bæjarstæðið og jörðina alla og er nú ekki vitað með fullri vissu hvar bærinn stóð.

Hluti Breiðamerkursands varð hluti af Vatnajökulsþjóðgarði árið 2017.

Breiðamerkursandur var fyrr á öldum töluvert breiðari en hann er nú því bæði hefur sjór brotið af honum og einnig náði jökullinn skemmra fram á sandinn. Þegar Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson fóru um sandinn 1756 töldu þeir um eina danska mílu (7,5 km) milli jökuls og sjávar. Á næstu áratugum skreið jökullinn mjög fram og þegar Sveinn Pálsson fór um sandinn 1794 taldi hann aðeins um 2 km milli jökuls og sjávar

There is NO place in Iceland with the name ,,Diamond Beach”

Breiðamerkursandur – Fellsfjara is a stunning beach located in the south of Iceland. It is a vast expanse of black sand that stretches from the foot of the Breiðamerkurjökull glacier to the sea. The beach is a popular spot for birdwatchers, as it is home to a variety of species, including the Arctic tern, the great skua, and the red-throated diver. The beach is also a great place to take a walk, as it is surrounded by majestic mountains and glaciers. Breiðamerkursandur – and Eystri- or Vestri-Fellsfjara is the name, depending on which side of the Jökulsá (river) you are on.

Icebergs that calve from the Breiðamerkurjökull glacier tongue will float around the Jökulsárlón for some time, even years, before the tides finally pull them out to the Atlantic Ocean.

Once captured by the sea, it is reshaped by the pounding waves and the fierce winds that cross the black sand beach Fellsfjara.

The Ice chunks are soon reduced into bizarre shapes and sizes, ending up as tiny glittering fragments scattered like precious Diamonds on a velvet cushion.

We who live in Iceland want to keep these ancient names because many of them have a certain value in our hearts and they are Icelandic. Pls respect that as our guests.

. . . All info at: https://www.patreon.com/RafnSig

– 0 –

Liked it?

Take a second to support me on Patreon

 

Viltu styrkja þessa síðu?

Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:

Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469

Show Buttons
Hide Buttons