2023-02-12
Gamla skólahúsið í Norðurkoti fyrir flutning – árið 2003│ Iceland Photo Gallery
by: Rafn Sig,-
Það var árið 2003 þegar Skólahúsið í Norðurkoti stóð enn þar sem það upprunalega var, að ég fór til þess að skrásetja það með myndum áður en “húsið” myndi grotna niður og verða að ónýtum kofahjalli. Það mátti ekki tæpara standa því 2005 var húsið flutt í heilu lagi að Kálfatjörn. Svona var aðkoman
Norðurkot er hjáleiga úr landi kirkjujarðarinnar Kálfatjarnar. Fyrir aldamótin bjuggu í Norðurkoti hjónin Erlendur Jónsson og kona hans, Oddný Magnúsdóttir. Erlendur var hálfbróðir Helga Sigvaldasonar í Litlabæ. Hjónin í Norðurkoti áttu Ólaf fyrir son, trésmið, er síðar fór til Ameríku og týndist þar fyrir fullt og allt.
Árið 1903 var Norðurkot byggt upp eins og það er í dag. Það var skólanefnd og hreppurinn sem létu gera það og var húsið notað sem skólahús fyrir „Innstrendinga”. Húsið var úr timbri, ein hæð og portris. Kennslunni var ætluð neðri hæðin, en risið var hugsað til leigu og í þá íbúð fluttu hjónin Björn Jónsson og kona hans, Halla Matthíasdóttir. Höfðu þau dvalið í gamla bænum í nokkur ár, en Erlendur og Oddný voru farin þegar nýja húsið var byggt. Björn og Halla voru hin skemmtilegustu heim að sækja og var oft komið við í Norðurkoti eftir kirkjuathafnir. Norðurkot var grasbýli, auk þess sem Björn gerði út bát sem ég man að hét Eining. Var sú útgerð smá í sniðum, en bjargaði með öðru. Barnakennsla var aflögð í Norðurkoti árið 1910 og snemma á árinu 1911 keypti Guðmundur í Landakoti Norðurkotið af hreppnum og leigði Birni þá allt húsið.
Snæbjörn Reynisson, skólastjóri Stóruvogaskóla, segir að fyrsta árið hafi verið nítján börn í skólanum, á aldrinum átta til fjórtán ára, úr Kálfatjarnarhverfi og nágrenni.
Síðasta ári sem kennt var í Norðurkoti voru þrír skólar í Vatnsleysustrandarhreppi. Eftir að skólahald lagðist af var búið í Norðurkoti um tíma, fram á fjórða áratuginn. Síðan hefur það staðið autt eða verið notað sem geymsla. Það voru afkomendur Erlendar Magnússonar, bónda á Kálfatjörn, sem gáfu Minjafélagi Vatnsleysustrandarhrepps Norðurkotshúsið á síðasta ári og stóð félagið fyrir flutningi þess (24. Mars 2005) að Kálfatjörn með styrk frá Alþingi og stuðningi verktaka. Talsvert átak var að flytja húsið. Þannig þurfti að leggja veg að því svo dráttarbíll og krani kæmust að.
Húsið var sett niður til bráðabirgða við gömlu hlöðuna á Kálfatjörn en það verður sett á grunn á bak við hlöðuna. Birgir Þórarinsson, hjá Minjafélagi Vatnsleysustrandarhrepps, segir að vegna þess hversu langt er síðan búið var í húsinu hafi því lítið verið breytt að innan. Ætlunin sé að koma þar upp safni þar sem saga hússins verði sögð. Þangað verði til dæmis hægt að fara með börn úr grunnskólum og sýna þeim hvernig skólahald fór fram í upphafi síðustu aldar. Ingibjörg Erlendsdóttir frá Kálfatjörn gaf félaginu ýmsa muni sem tengjast skólahaldi og verða þeir notaðir við uppsetningu sýningar í húsinu.
(Heimildir: MBL og Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi eftir Guðmund B. Jónsson)
It was in 2003 when the Schoolhouse in Norðurkoti was still standing where it originally was built that I went to document it with pictures before it would decay and become a useless shack. Luckily in 2005 the house was moved in one piece to Kálfatjörn.
Norðurkot is a side lease from the land of Kálfatjarn’s churchyard. Before the turn of the century, the couple Erlendur Jónsson and his wife, Oddný Magnúsdóttir, lived in Norðurkot. Erlendur was the half-brother of Helgi Sigvaldason in Litlabær. The couple in Norðurkot had a son, Ólaf, a carpenter, who later went to America and was lost there for good.
In 1903 Norðurkot was built as it is today. It was the school board and the district that had it done, and the building was used as a schoolhouse for „Innstrendinga”. The building was made of wood, one floor and a portico. The lower floor was intended for teaching, but the attic was intended for rent, and the couple Björn Jónsson moved into that apartment. and his wife, Halla Matthíasdóttir. They had stayed in the old farm for several years, but Erlendur and Oddný had left when the new house was built. Björn and Halla were the most fun to visit and often stopped by Norðurkot after church services. Norðurkot was grass farm, in addition to which Björn built a boat, which I remember was called Eining. That boat was small in size, but saved in other ways. Children’s education was abolished in Norðurkoti in 1910, and early in 1911, Guðmundur in Landakoti bought Norðurkoti from the district and rented the whole house to Björn.
Snæbjörn Reynisson, headmaster of Stóruvogaskóli, says that the first year there were nineteen children in the school, aged eight to fourteen, from the Kálfatjarnar district and the surrounding area.
Last year that was taught in Norðurkot, there were three schools in Vatnsleysustrandarhreppi. After the school stopped, Norðurkot was lived in for a while, until the 1940s. Since then it has been empty or used as storage. It was the descendants of Erlendar Magnússon, a farmer at Kálfatjörn, who gave the Norðurkotshúsið to the Minjafélag Vatnsleysustrandarhrepps Norðurkotshúsið, and the association was responsible for moving it to Kálfatjörn (24. Mars 2005) with a grant from Althingi and the support of contractors. It was quite an effort to move the house. Thus, a road had to be built so that a tow truck and crane could reach it.
The house was put down temporarily by the old barn on Kálfatjörn, but it will be put on a foundation behind the barn. Birgir Þórarinsson, from the Minjafélag Vatnsleysustrandarhrepps, says that because of how long it has been since the house was lived in, little has been changed inside. The plan is to establish a museum there where the history of the building will be told. For example, it will be possible to take children from elementary schools there and show them how schooling was done at the beginning of the last century. Ingibjörg Erlendsdóttir from Kálfatjörn gave the association various items related to school management and they will be used for the installation of an exhibition in the building.
(Recourse: MBL og Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi eftir Guðmund B. Jónsson)
You can buy this and other photos at my Icelandic Stock Photo Web: IcelandStockPhotos.com
– 0 –
Viltu styrkja þessa síðu?
Vefsíðan Iceland Photo Gallery er unnin í sjálfboðavinnu. Ef þú hefur áhuga á að styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:
Reikningsnr.: 0101-26-013169
Kennitala: 310155-4469